Helgin á enda!

Helgin hefur að vanda farið vel með okkur í Stafholtinu. Við hjónin fórum í gær í ýmsar verslanir sem selja ljós. Okkur vantar nefnilega ljós ofan við vaskinn í eldhúsinu. Auðvitað fundum við ekkert sem okkur líkaði eða að það sem okkur líkaði var langt yfir því verði sem við gátum hugsað okkur að greiða fyrir jafnómerkilegan hlutWink. Þegar við komum heim biðu okkar góðir gestir. Addi var mættur með krakkana sína þrjá. Auður Sif átti afmæli og þar sem ég var ekkert búin að kaupa handa henni tók ég hana bara með á Glerártorg og lét dömuna velja sér. Strákarnir skoðuðu í Tojsarös á meðan við skelltum okkur í fatabúð. Eftir það fór Addi með þau tvö eldri á tónleika inni í Laugarborg, en Steinar Adolf er að læra á gítar og var því að spila. Við Pétur Þór höfðum það gott hér heima á meðan. Ég hafði tekið gardínur frá stofugluggum og sett í þvottavél. Herramaðurinn litli lék sér á meðan ég þreif gluggana, straujaði gardínurnar og hengdi upp. Við vorum sko í mömmó, hann var pabbinn, ég mamman og einhver tuskuhundur var barnið.Heart Pabbinn hugsaði sko um barnið á meðan mamman þreif og straujaðiTounge. Klukkan var að verða fimm í gærdag þegar þessi yndislega fjölskylda hélt heim á leið. Alltaf gott að fá góða gesti. Doddi og Tanya litu líka til okkar í gærdag og buðum við þeim að koma um kvöldið í pottinn sem þau þáðu. Tanya dýrkar að fara í heitt vatn og finnst alveg merkilegt að við skulum geta þetta. Heitt vatn er svo dýrt í Rússlandi.

Við vöknuðum seint í morgun og eftir kaffisopa og kíkk í blöðin fórum við á Glerártorg, ég að kaupa mér kerti og jólakort, Valur til að skoða verð á jólaseríumJoyful. Eftir það renndum við í Europris og Bónus. Húsmóðirin steikti svo kleinur sem runnið hafa ljúflega niður í fjölskyldumeðlimi í dag, alla nema kettina. Dagur er að kveldi kominn og helgin á enda runninn, fæðingardagur pabba og ömmu, 95 ár frá fæðingu pabba og 123 ár frá því amma fæddist í FnjóskadalHeart.

Með von um að kvöldið verði ykkur öllum indælt og vinnuvikan góðHeart, farið vel með ykkurKissing


Minning!

aegir_003 Í dag eru 38 ár síðan Ægir bróðir yfirgaf þennan heim. Ég var nú ekki nema 9 ára þegar það var en man það eins og gerst hefði í gær. Minningar mínar um manninn sjálfan sem vart var nema unglingur eru þó heldur þokukenndar. Ég man alveg þegar hann koma af sjónum vorið 1970, aðeins 19 ára gamall. Hann kom heim af því hann var orðinn veikur. Ég man að Árni læknir sendi hann inn á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í rannsóknir og í aðgerð sem svo var ekki nema að litlu leyti framkvæmd. Hann var með krabbamein, hafði þjáðst mikið í einhvern tíma og enginn læknir kom nálægt honum fyrr en hann gat ekki meir. Meinið hafði þá dreift sér meir en við var ráðið. Ég man að af Akureyrarsjúkrahúsi var hann sendur suður á Landspítala. Geislameðferðir tóku við og miklar þjáningar að mér skildist, ég hitti hann ekki aftur. Ég man þennan dag 8. nóvember árið 1970 greinilega. Við vorum heima á Grenivík systurnar og pabbi, mamma var fyrir sunnan hjá syninum. Elstu bræðurnir tveir voru giftir. Hádegisverður var á borðum, lambalæri, það var sunnudagur. Ég var að fara að selja merki fyrir Rauða krossinn ásamt vinkonum mínum eftir matinn. Við sátum öll við borðið og síminn hringdi. Pabbi svaraði og eftir símtalið komu fréttirnar. Ægir var látinn. Ég hafði aldrei fyrr séð pabba gráta.

Ég vil fara að fá ljós............!

Föstudagkvöld, ekkert yndislegra. Tilhugsunin um að geta bara vaknað í fyrramálið og haft það notalegt, lesið blöð og dundað mér fram eftir morgni án þess að þurfa að vera einhvers staðar er eitthvað það besta sem ég veit. Líklega er ég bara svona skelfilega löt að eðlisfariWink. Jólaundirbúningurinn fer nú samt að fara af stað hjá mér. Ég er reyndar aðeins byrjuð. Farin að gera jólagjafir og skrifa á kortin fyrir mömmu mína blessaða. Annars er ég skemmtilega laus við jólastress. Ég tek lífinu með ró, enda annað bara rugl. Dunda mér við laufabrauðsgerð einn laugardaginn í byrjun desember og hendi í eina og eina smákökusortKissing. Maðurinn sér um allar skreytingar bæði inni og úti, nema hvað ég hengi upp jólaóróana mínaSmile. Það fer nú að koma tími á ljós utandyra, eftir að snjóinn tók að mestu upp er frekar dimmt, ljósin lýsa upp tilveruna og reyndar sálarskammirnar líkaWhistling.

DSC00473Nóvember er heilmikill afmælismánuður í fjölskyldunni. Auður Sif á afmæli á morgun, verður loksins 14 ára gellan súWizard. Hana ætlaði pabbi minn heitinn að fá í afmælisgjöf, en hann var fæddur þann níunda og reyndar amma á Hlöðum líka (mamma pabba), en Venni, bróðir pabba, fékk stelpuna í 79 ára afmælisgjöf í staðinn og var ekkert lítið vígalegur yfir því, enda alveg ástæða til. Auður Sif er falleg stelpa bæði að innan og utanHeart. Til hamingju með morgundaginn Auður mín elskuleg!InLove

Vonandi verður kvöldið ykkur notalegt elskurnar mínar og ekki síður helgin. Yfir og út!


Er ég nú orðin svona gömul?

Verð að deila með ykkur litlum brandara frá því á föstudag. Þannig að stofan mín liggur að svokallaðri frístund en þar dvelja nemendur í 1.-4. bekk eftir skóla. Blessaðir ungarnir eiga það til að sækja mig heim, sérstaklega ef opið er inn til mín. Til mín komu sem sagt eftir hádegi á föstudag tveir piltar í 1. bekk, óskaplega miklar dúllur. Annar þeirra tók eftir því að á skjáborðinu í tölvunni hjá mér var mynd af mótorhjólinu mínu. Hann sagði: „Vá hvað þetta er flott mótorhjól!“ „Já, vá þetta er sko flott“ sagði hinn. Eigandi hjólsins lyftist auðvitað upp, varð montinn og sagði: „Já finnst ykkur það ekki, ég á þetta hjól“ „Nú, átt þú það“ var svarað af öðrum, „Ég vissi ekki að gamlar konur keyrðu mótorhjól“ gall við í hinum. Sá þriðji hafði bæst í hópinn og bætti við „Jú, jú amma mín hún kann sko að keyra fjórhjól og hún er gömul!“LoL.

Þá veit ég það, ég er sko gömul kona í augum 6 ára barnaWink


Listamaðurinn ég???

DSC01547Síðustu helgi tók ég mig til og gerðist listakona. Mér nebblega datt í hug sl. vetur að kaupa borðlampa í IKEA og smella glermósaíki utan á þá. Ég keypti sem sagt lampa og hafa þeir beðið óþreyjufullir upp í skáp eftir því að listamaðurinn fengi yfir sig andann. Og viti menn, í mesta annríkinu undir helgi kom andinn og þá er sko ekki að sökum að spyrja. Andinn leyfir manni sko varla að sofaWink . Það er sko ekkert grín að vera listamaðurWhistling

Og þá fór ég á kaf?

DSC01542Færsla mín í gær ber yfirskriftina „Hef verið á kafi“. Þar átti ég nú við vinnu, en þessi færsla mætti bera sömu yfirskrift nema hvað núna er ég á kafi í snjóWoundering. Kannske ekki á kafi en alveg nógur snjór að mínu mati. Fyrsta stórhríð vetrarins gekk nefnilega yfir okkur Akureyringa í nótt og var veður heldur leiðinlegt fram að hádegi. Nú hefur hann birt upp og við hjónin búin að losa bílana og moka DSC01539tröppur og stéttar. Mér finnst allt í lagi að hafa snjó á meðan veður er þokkalegt og nú má þessi snjór sem kominn er vera mín vegna svo lengi sem ekki hvessir mikiðWhistling. Mér leiðist nefnilega umhleypingar mun meira en að hafa bara snjóWink. Slabb er viðbjóðurW00t. Þrátt fyrir leiðindaveður er færðin í bænum allt í lagi. Aðalgöturnar hafa verið mokaðar og vel er fært út úr götunni okkar. Smellti af tveimur myndum áðan og læt þær fylgja færslunni.

Helgin hefur bara verið þægileg, enda hef ég það fyrir sið að gera sem minnst. Set í mesta lagi í þvottavélJoyful og eyði svo tímanum í að lesa, horfa á sjónvarp og þegar hægt er hitta vini og ættingja. Þannig á lífið að vera, helv..... skíturinn fer ekkert, hann verður þarna líka um næstu helgi svo ég er ekki að stressa mig yfir honumLoL.

Njótið þið svo þessa yndislega sunnudags, bara átta slíkir og þá koma jólinWizard


Hef verið á kafi!

Ég hef verið löt síðustu dagana við þessa bloggsíðu mína. Ekki nein ein ástæða heldur að minnsta kosti tvær. Annars vegar er mikið að gera hjá mér varðandi blessaða vinnuna og hins vegar þá er tölvan mín svo leiðinleg. Reyndar ekki tölvan heldur er nettengingin að stríða okkur. Allt eitthvað svo hægvirkt að ég bara nenni ekki að standa í þessuTounge. Annars er bara allt meinhægt hjá okkur hér í Stafholtinu. Valur er að mestu niðri í bílskúr að dunda við nýja hjólið og Bubbi sést ekki oft hér á efri hæðinni þessa dagana. Hann segir að nú sé nördahelgi, hún lýsir sé þannig að einn eða fleiri félagar hans koma með tölvurnar sínar og þeir leggja undir sig kjallarann. Þar sitja þeir og drepa menn hægri, vinstri. Þeir kalla þetta að lana, ekki spyrja mig af hverju, líklega eitthvert andskotans útlenskt orð sem ekki nokkrum manni hefur dottið í hug að íslenskaWink. Ég þoli ekki svona óþarfa slettur, íslenskan okkar má ekki við því. Hún er líka það eina sem við eigum orðið eftir, útrásarvíkingum datt sem betur fer ekki að reyna að veðsetja hana, hefðu sjálfsagt reynt hún væri veðtæk, græðgin og frekjan virðist hafa náð öllum völdum í kroppum þessara mannaAngry.

Nóg í bili, er núna að fara að búa til jólagjafir, enda ekki nema átta og hálf vika í jólin. Ó, ég hlakka svo tilJoyful


Frænkuafmæli!

bouquet-of-white-roses Tvær elskulegar bróðurdætur mínar eiga afmæli í október. Rannveig dóttir Ogga bróður átti afmæli 14. október og Steinunn Helga dóttir Bubba á afmæli í dag. Til hamingju báðar tvær!Heart Wizard

Aumingjaskapur!!!

Síðasta vinnuvika sú stysta í mörg herrans ár. Vaknaði á miðvikudagsmorgun og gat ekki hreyft mig hjálparlaust úr rúminu. Lá ég þar fram eftir degi með vóstar og verkjatöflur. Þá taldi ég mig góða og mætti í vinnu á fimmtudag þó aðeins bæri á verkjum, tók bara bólgu- og verkjaeyðandi um morguninn og taldi mig færa í flestan sjó. En nei, eftir að hafa gengið á milli nemenda, beygt mig yfir borðin hjá þeim í þrjá tíma var ég alveg búin á því. Hafði mig með herkjum heim í rúm og hef haldið mig þar að mestu síðan.Blush Er samt bara nokkuð góð í dag, fór með manninum í Bónus áðan og horfði á hann versla og bera, eftir það stóð ég úti og hélt opnum ruslapokum meðan hann rakaði lauf og tróð í pokann. Svo ætla ég að sitja og horfa á hann skúra eldhúsgólfið a eftir og elda eitthvað gott í kvöldLoL. Stundum er gott að vera aumingi og ekki er þá verra að vera vel giftToungeHeart

Hafið það sem allra best í dag elskurnar mínarTounge


Raunasaga!

Bankarnir og öll málin kringum þá þykja mér eiginlega ekki lengur fyndin hafi mér einhvern tímann þótt það. Ég sagði frá því á síðunni minni að eiginmaðurinn hafi selt mótorhjól í síðustu viku. Þar sem hann átti von á að það tæki góðan tíma að finna nýtt, lögðum við söluandvirðið inn í Sparisjóðinn og gekk það vandræðalaust og menn sko alveg tilbúnir að taka við peningunum. Óvænt fannst nýtt hjól. Minn maður skundaði í sjóðinn í dag til að taka út sömu upphæð og lögð var inn í siðustu viku, en þá varð uppi fótur og fit. Peninginn gat hann ekki fengið. Mér finnst líka ástæða til að nefna að hér er um að ræða óverulega upphæð, að minnsta kosti miðað við þær upphæðir sem maður helst sér og heyrir í fjölmiðlum þessa dagana, innan við 400 þúsund. Hann sem sagt gat ekki tekið út úr banka, sem þó er ekki kominn á hausinn, eftir því sem ég best veitAngry. Skýringar-engar frá viðskiptabankanum.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband