Klár í jólin núna takk :o)

DSC01612Ég segi eins og gömlu konurnar, ég er búin að ölluSmile. Reyndar er ég ekki ein af þeim sem þarf að gera allt fyrir jólin, baka lítið en er þó búin að gera örfáar smákökusortir og svo er búið að taka vel til, þurrka af og skúra, þvo þvott, þurrka og strauja, ná í allt mögulegt og ómögulegt jólarusl og hengja hér og þar, skreyta jólatré, kaupa jólagjafir, pakka inn og fara með um allar jarðir.  Nú er kötturinn inni í stofu og reynir að taka utan af pökkunum eða næla sér í kúlur af trénuW00t. Hann skilur sko ekkert í því þegar honum er bannað, horfir bara á húsmóður sína (ætti ég að segja þjóninn sinn) með spurn í augum eina og hann vildi segja: „Á ég þetta ekki?“ „Er þetta ekki hér fyrir mig?“ „Ef ekki hvað er þá verið að setja þessar freistingar fyrir mig, glampandi kúlur, slaufur og dót?“Joyful Kettir eru sko dásamlegir og þessi svarti okkar sá allra besti. Hann fór í jólabaðið áðan, þar situr hann grafkyrr og lætur þetta vesen í þjóninum yfir sig DSC01608ganga, reynir ekki að forða sér eða slástLoL. Hér á bæ er sem sagt allt klárt, enda ekki fullt hús af smábörnum og amstrið því í minna lagi. Bara eftir að sjóða hangiketið og svo auðvitað undirbúa stórsteikurnar á aðfangadagWink. Ég hlakka til að njóta rólegheita á Þorláksmessu, bara fara eftir mjólk og rjóma og svoleiðis smotteríi, sitja svo við kerta- og jólaljós í hangiketsilmi. Tala nú ekki um að geta farið aðeins í bæinn án þess að vera að versla eitthvað, fara kannske á kaffihús og njóta lífsins, æðiHeart

Við renndum aðeins út á Grenivík í dag. Þangað þurfti auðvitað að fara til að hitta ættingjana svona í síðasta sinn fyrir jólin. Um jólin taka reyndar við endalausar samverustundir, en þetta er bara vani hjá okkur eftir að við fluttum í bæinn. Daginn fyrir Þollák er rennt út á Grenó. Skipst á gjöfum og kortum og óskað gleðilegra jóla. Svo um jólin hittumst við auðvitað oft til að óska hvert öðru gleðilegra jóla og eiga góðar stundir saman. Stundum hefur verið sagt að mín stórfjölskylda minni á ítalska mafíufamilíu, mikil og góð samheldni, en ég held að innan hennar leynist samt enginn krimmi, enda held ég að samlíkingin nái ekki þangaðWink, eða ég vona ekkiWoundering.

 Hafið það svo gott á Þorláksmessu elskurnar mínar! Setti nokkrar myndir hér, aðallega af kettinum í pakkaupptektinniTounge


Jóla hvað?

DSC01598Lífið hefur gengið sinn vanagang hjá okkur hér í Stafholtinu síðustu viku. Mest unnið en líka aðeins étið og sofiðWink. Síðasta helgi fór auðvitað í að skreyta húsið með jólaljósum jafnt innan sem utan og hér til hliðar er mynd af fíneríinu, eins og Hörður í Gröf kallaði reyndar ríkið hér einu sinniWhistling. Við höfum alltaf ofskreytt með ljósunum og haft gaman af því, en núna eru útiseríurnar farnar að gefa sig og við ákváðum að vera ekkert að eyða peningum í nýtt núna heldur nota bara það sem er til og láta það dugaLoL. Vit í því að þessum síðustu og verstu tímumWoundering. Núna er rétt rúm vika í jól og ég hætt að hlakka til, ég nefnilega hlakka alltaf mest til þess sem búið erWoundering. Það er að segja að kveikja jólaljósin og baka svolítið við kertaljós og jólatónlist. Ég er reyndar að skrökva pínu, auðvitað hlakka ég til að eiga frí og nota það til samverustunda með fjölskyldu og vinumJoyful. Valur tekur sér frí milli jóla og nýárs og hjá Bubba er ekki unnið svo þetta verður notalegt. Bækur, konfekt, steikur, tertur, kakó og rjómi, ummmmmm, auðvitað hlakka ég tilSmile Hér eru nokkrar desembermyndir.


Jólin eru að koma!

christmas-snowman-costumesFimmtudagskvöld og tæpar þrjár vikur í jól, æði. Ég sit hér inni í rólegheitum, með Sinatra jólalög á fóninum, þetta er reyndar ekki fónn, svo forneskjuleg er ég ekki en finnst „á fóninum“ miklu flottara en „í spilaranum“Joyful. Vikan verið meinhæg, bara rólegt yfir blessuðum ungunum mínum þó auðvitað sé komin þrá í þá eftir fríi. Við hjónakornin bruggggðum undir okkur betri fætinum og festum kaup á jólatrénu í dag. Ég er nú ekki ein af þeim sem hleyp upp til handa og fóta af hræðslu við vöruskort, en ég óttaðist það að fá ekkert tréW00t. Ég sem sagt vil drepa tré árlega svo ég geti ofskreytt litlu stofuna mínaLoL. Ég kaupi venjulega alltof stórt tré, eða réttara sagt alltof „feitt“ tré og lofa sjálfri mér á hverju ári að næst verði það bæði minna og500px-J%C3%B3latr%C3%A9_me%C3%B0_k%C3%BAlum.svg grennra. En nei, stóru eða feitu trén þykja mér alltaf fallegust svo að á hverju ári burðast ég með mitt stóra eða feita tré inn í litlu, mjóu stofuna mína, hleð það skrauti og uni sæl við mitt þar til fleiri en litla, feita fjölskyldan þurfa að komast fyrir í húsinuTounge. En skyldi konan hafa lært í ár? Veit það ekki fyrr en á Þolllák þegar tréð verður sett í fótinn og komið fyrir inni. Þá fæst svar við því. En tréð þótti mér fallegtHeart. Engin jólaljós komin upp hér á þessu heimili, gatan okkar að öðru leyti ljósum prýdd. Valur sagði þegar við komum úr jólatrésleiðangrinum að við yrðum álitin vottar ef ekki yrði bætt úr. Reikna því með að karlinn taki helgina í það meðan frúin hans gerið laufabrauðið sem gera átti um síðustu helgi. Ég bakaði að vísu eina smákökusort en dunkurinn sem var fullur á sunnudag er nú tómurWhistling. Hér er semsagt ekki sett innsigli á dunkana eins og gert var á mínu bernskuheimili, heldur baka ég eitthvert smotterí og það er etið á aðventunniWink.

Hafið það svo gott elskurnar mínar nær og fjær og munið að það er hált!


Pestarbæli!

Á heimilinu átti að nota helgina sem er alveg að verða búin í að gera allt mögulegt. Ég ætlaði að gera laufabrauð á föstudagskvöld, halda matarboð á laugardagskvöld og setja upp seríur. Maðurinn ætlaði að setja ljós úti en yfirleitt fer að minnsta kosti einn dagur í það hjá honum blessuðum. En ekkert af þessu varð að veruleika. Maðurinn veiktist á fimmtudag og er búinn að vera með hita og kvef síðan, ég, sem aldrei fæ pestar var með bæði kvef og hausverk dauðans á föstudagsmorgunBlush. Fór auðvitað í vinnuna en gat svo ekki meir eftir hana. Í gær var ég reyndar hressari og ætlaði svo sannarlega að standa við matarboðið, en þá var annar gesturinn fastur í leiðindaveðri heima hjá sér, út á Grenivík og hinn lá í magapest svo því var sjálfhætt. Þegar leið á daginn kom í ljós að það var lán í óláni að svona fór, ég nebblega fékk svona líka heljarinnar magapest svo ekki hefði ég orðið skemmtilegur gestgjafi. En Hóffa og Ninna, ég veit þið lesið stundum bullið í mér, þið eruð ekkert lausar, við reynum aftur í janúarWink Laufabrauðsgerðin frestast fram að næstu helgi og þá verða jólaseríur einnig settar upp úti fyrir að minnsta kostiWhistling. Ekkert stress hér, aðventan rétt að byrja og þrjár helgar meira en nóg til að gera það sem gera þarfLoL

Hafið það gott elskurnar mínar, þar til síðar kveð ég glöð og kát, laus við maga- og hausverki að mestuLoL


Hann á afmæli....

9005z..... í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæl´ann Addi , hann á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku frændi.HeartWizard


Ég er sko lifandi....

ennþá ef lesendur hafa verið að velta því fyrir sér svona yfirhöfuðTounge, bara ekki gefið mér tíma í nokkur skrif hér á síðumyndinni minni. Mikið að gera varðandi vinnuna alla síðustu viku og helgin fór að mestu í hvíld, djamm og meiri hvíldWink. Á föstudagskvöldið var ég svo þreytt að ég sofnaði yfir fréttunum, svona eitthvað að ganga átta og svaf fram á morgun. Laugardagurinn fór svo í búðarráp, án nokkurra kaupa, veitir ekki af í kreppunni að skoða bara ekki kaupa. Eftir hádegi komu svo Grenvíkingarnir mínir. Addi, Odda og mamma hentu Pétri Þór í hús og fóru sjálf í búðarráp. Við Pési skemmtum okkur í hundaleik milli þess sem við horfðum á Kókó og Dúllu, Litlu ljótu lirfuna og Tarsan. Tarsan er sko í minnstu uppáhaldi hjá þeim stutta af því hann er hræddur við ljón, en lét sig hafa það ef ég lofaði að skilja hann ekki einan yfir sjónvarpinu.Smile Þessar elskur héldu heim á leið um fimmleytið en þá þurftum við Valur að fara að huga að því að sjæna okkur ofurlítið þar sem við vorum að fara á jólahlaðborð með mínum ágætu vinnufélögum og mökum þeirra. Hálfátta vorum við mætt á Greifann og áttum mjög góða kvöldstund í góðum félagsskap og ekki skemmdi ágætur matur og gott rauðvín. Heima vorum við um miðnætti og skelltum okkur auðvitað í pottinn. Sunnudagurinn fór svo í að sauma jólagardínurnar auk þess sem ég leit aðeins yfir nokkur stærðfræðiverkefniWink. Helgin sem sagt ljómandi góð, svona bara rétt eins og helgar eiga að vera.Heart

Yfir og út elskurnar mínar og farið nú varlega í hálkunni, ábyggilega gott að fá sér mannbrodda eða setja sokkana yfir skónaLoL


Hreingerningaræði!;)

Helgin að vanda verið ljúf og góð. Ég ætlaði nú reyndar að eyða henni á vanalegan hátt, sem sagt í að hvíla mig, færa mig að mesta lagi milli sæta og glápa upp í loftið, en það breyttist snarlega þegar yfir mig kom þvílíkt hreingerningaræði að annað eins hefur aldrei yfir mig komið. Þegar loksins bráði af mér og ég komst til meðvitundar, var ég búin að gera eldhúsið hreint, loft veggi, skápa og hillur, stóran hluta af svefnherberginu okkar, afþýða ísskáp og frystikistu, auk þess sem ég hafði rekið manninn upp í stiga og látið hann taka gardínur frá glugga þar, þrífa gluggann og mála. Svo var hann víst aftur rekinn upp í sama stiga til að hengja gardínurnar, hreinar og nýstraujaðar, upp afturWink. Segið svo að ég geri aldrei neittLoL

Hafið það svo gott það sem eftir lifir dags og hvílið ykkur fyrir næstu vinnuvikuHeart 


Jáhá!

 Hver er ríkur? Hver er fátækur?

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr. Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt. Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin. „Hún var frábær Pabbi.“ „Sástu hvernig fátækt fólk býr?“ spurði faðirinn. „Ó já,“ sagði sonurinn. „Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?“ spurði faðirinn. Sonurinn svaraði: „Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra. Við eigum sundlaug sem nær útí miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur. Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur og norðurljós á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan dalinn og fjöllin. Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra, tún og haga sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna hvort öðru og hjálpa öðrum. Við þurfum að kaupa okkar mat en þau geta búið sinn til sjálf. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum og nágrönnum sem verja þau. “ Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við: „Takk Pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum.“


Kreppublogg sem átti ekki að verða neitt kreppublogg en varð það samt:)

Laugardagsmorgunn, yndislegt. Vaknaði ekkert svo snemma og líður alveg ljómandi vel með það. Búin að renna gegnum blöðin, ekkert nema eitthvert andskotans krepputal þar. Það nýjasta er að hleypa almúganum í sitt eigið fé svo það missi nú ekki húsin sínAngry. Mér finnst satt að segja spaugilegt hvað allir stjórnmálamenn eru með miklið Ragnar Reykás syndrom, fyrir ekki svo löngu var enginn maður með mönnum nema hann væri með séreignalífeyrissparnað og nú af því þeir (stjórnmálamenn) ásamt einhverju vitleysingum sem héldu að væru ríkir (við héldum það líka og forsetinn) eru búnir að setja allt á hausinn eigum við að taka ellilífeyrinn okkar til að redda málum. Eins gott svo þeir sleppi ekki sjálfir í hann þessir hálfvitar og eyði honum líkaWhistling. Varla þurfum við að hafa áhyggjur af ellinni eins og allt er nú glimrandi gott hér á skerinu okkar. Líklega getur ríkissjóður, þegar þar að kemur, séð fyrir stærsta ellilífeyrisþegapakka ever (það erum sko við sem erum á miðjum aldri núna), eða máske þeir séu bara að vona að við drepumst bara öll áðurWink

Ég ætlaði nú ekkert að blogga um einhverja kreppu, nóg af besservisserum sem það gera svo maður fari nú ekki að fylla þann hópWhistling. Veit það bara að mér líður ágætlega, vinnum enn fyrir reikningum enda höldum við hjónin ennþá vinnunni. Ungi maðurinn á neðri hæðinni (sonurinn) hefur hins vegar misst sína. Var í byggingarvinnu með skólanum, er að læra til smiðs, eins gáfulegt og það nú erWoundering og var að vonast til að komast á samning um áramót. Ljóst er að það verður ekki og kannske ljóst að best væri að skipta um stefnu í menntunarmálunum´. Hins vegar er valið hans en ekki mitt sem betur ferTounge. Hann þarf heldur ekki að hafa áhyggjur, meðan við höfum vinnu þá getur hann svo sem fengið að borða hér þarf ekkert að skera niður nema þá kannske í skemmtanalífinu. Ekki allir svona heppnir, enda tókum við ekki þátt í útrásinni. Ferðuðumst ekki grimmt um heiminn, fórum ekki í verslunarferðir og tókum ekki lán fyrir bíl og/eða hjólhýsi.  Núna er ég feginSmile

Hafið það gott um helgina elskurnar mínar og enn og aftur passið ykkur í hálkunniHeart


Hitt og þetta hafast að........!

Alltaf finnst mér vinnuvikan langt komin þegar þriðjudagur er yfirstaðinn. Hef líklega áður sagt frá því að sá dagur endar á þvílíkum fundarlotum, tveir klukkutímar í fundi og faglega vinnu í lok kennsludags er ekki spennandi. Faglega vinnu? Það telst sem sagt ekki fagleg vinna að vera með blessuðum börnunum og kenna þeim, eða verkstýra eins og ég vil segjaTounge. Við nefnilega kennum ekkert en börnin vonandi læra, eða nema, ekki af mér heldur hvert öðru, bókum og umhverfinu öllu. Fyrr í þemadegi í dag í Síðuskóla. Að þessu sinni eru svokallaðir fjölgreindaleikar. Um er að ræða 40 stöðvar sem nemendur heimsækja á tveimur dögum og eiga þessar stöðvar að vera þannig samsettar að það reyni á sem flestar greindir barnanna. Mér hefur alltaf þótt einkennilegt að setja orðið greind í fleirtölu en gef bara eftir enda þýðir ekkert að rífa alltaf kjaft, það hvort sem er hlustar enginn á svona kellínguWink. Dagurinn var hins vegar ákaflega skemmtilegur enda sinnti ég bara einni greind, það er að segja málgreind og því aðeins í eintölunniLoL. Nemendur unnu af kappi við að búa til samsett orð og setja upp í lista, sem þekja orðið einhverja fermetra á veggjum skólansJoyful. Hver hópur staldraði stutt við svo ég hitti líklega um 220 nemendur í dag, óneitanlega fjölbreytt og ekki hægt að verða leiður í vinnunni. Á morgun bíður annar eins fjöldi og önnur eins skemmtunHeart.

Jólin alveg að smella, eða svona hér um bil, ég hlakka tilKissing. Hafið það svo sem allra best kæru vinir nær og fjær og munið að passa ykkur í hálkunniWoundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband