Hef verið á kafi!

Ég hef verið löt síðustu dagana við þessa bloggsíðu mína. Ekki nein ein ástæða heldur að minnsta kosti tvær. Annars vegar er mikið að gera hjá mér varðandi blessaða vinnuna og hins vegar þá er tölvan mín svo leiðinleg. Reyndar ekki tölvan heldur er nettengingin að stríða okkur. Allt eitthvað svo hægvirkt að ég bara nenni ekki að standa í þessuTounge. Annars er bara allt meinhægt hjá okkur hér í Stafholtinu. Valur er að mestu niðri í bílskúr að dunda við nýja hjólið og Bubbi sést ekki oft hér á efri hæðinni þessa dagana. Hann segir að nú sé nördahelgi, hún lýsir sé þannig að einn eða fleiri félagar hans koma með tölvurnar sínar og þeir leggja undir sig kjallarann. Þar sitja þeir og drepa menn hægri, vinstri. Þeir kalla þetta að lana, ekki spyrja mig af hverju, líklega eitthvert andskotans útlenskt orð sem ekki nokkrum manni hefur dottið í hug að íslenskaWink. Ég þoli ekki svona óþarfa slettur, íslenskan okkar má ekki við því. Hún er líka það eina sem við eigum orðið eftir, útrásarvíkingum datt sem betur fer ekki að reyna að veðsetja hana, hefðu sjálfsagt reynt hún væri veðtæk, græðgin og frekjan virðist hafa náð öllum völdum í kroppum þessara mannaAngry.

Nóg í bili, er núna að fara að búa til jólagjafir, enda ekki nema átta og hálf vika í jólin. Ó, ég hlakka svo tilJoyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm það er ekki nema átta og hálf vika til jóla

Birna Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bara æðislegt og ég hlakka svo til eins og öll hin börnin...

Jónína Dúadóttir, 25.10.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband