Minning!

aegir_003 Í dag eru 38 ár síðan Ægir bróðir yfirgaf þennan heim. Ég var nú ekki nema 9 ára þegar það var en man það eins og gerst hefði í gær. Minningar mínar um manninn sjálfan sem vart var nema unglingur eru þó heldur þokukenndar. Ég man alveg þegar hann koma af sjónum vorið 1970, aðeins 19 ára gamall. Hann kom heim af því hann var orðinn veikur. Ég man að Árni læknir sendi hann inn á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í rannsóknir og í aðgerð sem svo var ekki nema að litlu leyti framkvæmd. Hann var með krabbamein, hafði þjáðst mikið í einhvern tíma og enginn læknir kom nálægt honum fyrr en hann gat ekki meir. Meinið hafði þá dreift sér meir en við var ráðið. Ég man að af Akureyrarsjúkrahúsi var hann sendur suður á Landspítala. Geislameðferðir tóku við og miklar þjáningar að mér skildist, ég hitti hann ekki aftur. Ég man þennan dag 8. nóvember árið 1970 greinilega. Við vorum heima á Grenivík systurnar og pabbi, mamma var fyrir sunnan hjá syninum. Elstu bræðurnir tveir voru giftir. Hádegisverður var á borðum, lambalæri, það var sunnudagur. Ég var að fara að selja merki fyrir Rauða krossinn ásamt vinkonum mínum eftir matinn. Við sátum öll við borðið og síminn hringdi. Pabbi svaraði og eftir símtalið komu fréttirnar. Ægir var látinn. Ég hafði aldrei fyrr séð pabba gráta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 8.11.2008 kl. 19:41

2 identicon

"Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?"
(Spámaðurinn e. Kahlil Gibran)
Kveðja

Hóffa (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 07:01

5 identicon

ótrúlegt að það séu orðin 38 ár síðan að Æsi dó ! en við erum jú að sjálfsögðu með mynd af honum hjá okkur :) og þar eru þeir allir saman Oddgeir Addi og Æsi ásamt pabba :) enda er veggurinn aldrei kallaður annað en Wall of fame hér á heimili :) enda merkir menn sem sett hafa stór spor í sögu okkar. 

kv úr Grindavík

Hadda G

Hadda G (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:17

6 Smámynd: Líney

Líney, 16.11.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband