Helgin á enda!

Helgin hefur að vanda farið vel með okkur í Stafholtinu. Við hjónin fórum í gær í ýmsar verslanir sem selja ljós. Okkur vantar nefnilega ljós ofan við vaskinn í eldhúsinu. Auðvitað fundum við ekkert sem okkur líkaði eða að það sem okkur líkaði var langt yfir því verði sem við gátum hugsað okkur að greiða fyrir jafnómerkilegan hlutWink. Þegar við komum heim biðu okkar góðir gestir. Addi var mættur með krakkana sína þrjá. Auður Sif átti afmæli og þar sem ég var ekkert búin að kaupa handa henni tók ég hana bara með á Glerártorg og lét dömuna velja sér. Strákarnir skoðuðu í Tojsarös á meðan við skelltum okkur í fatabúð. Eftir það fór Addi með þau tvö eldri á tónleika inni í Laugarborg, en Steinar Adolf er að læra á gítar og var því að spila. Við Pétur Þór höfðum það gott hér heima á meðan. Ég hafði tekið gardínur frá stofugluggum og sett í þvottavél. Herramaðurinn litli lék sér á meðan ég þreif gluggana, straujaði gardínurnar og hengdi upp. Við vorum sko í mömmó, hann var pabbinn, ég mamman og einhver tuskuhundur var barnið.Heart Pabbinn hugsaði sko um barnið á meðan mamman þreif og straujaðiTounge. Klukkan var að verða fimm í gærdag þegar þessi yndislega fjölskylda hélt heim á leið. Alltaf gott að fá góða gesti. Doddi og Tanya litu líka til okkar í gærdag og buðum við þeim að koma um kvöldið í pottinn sem þau þáðu. Tanya dýrkar að fara í heitt vatn og finnst alveg merkilegt að við skulum geta þetta. Heitt vatn er svo dýrt í Rússlandi.

Við vöknuðum seint í morgun og eftir kaffisopa og kíkk í blöðin fórum við á Glerártorg, ég að kaupa mér kerti og jólakort, Valur til að skoða verð á jólaseríumJoyful. Eftir það renndum við í Europris og Bónus. Húsmóðirin steikti svo kleinur sem runnið hafa ljúflega niður í fjölskyldumeðlimi í dag, alla nema kettina. Dagur er að kveldi kominn og helgin á enda runninn, fæðingardagur pabba og ömmu, 95 ár frá fæðingu pabba og 123 ár frá því amma fæddist í FnjóskadalHeart.

Með von um að kvöldið verði ykkur öllum indælt og vinnuvikan góðHeart, farið vel með ykkurKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flott helgi hjá þér

Birna Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Svo sannarlega, strax farin að bíða eftir næstu

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.11.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Reglulega ljúf helgi, kvitt og knús.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.11.2008 kl. 22:05

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 22:25

5 identicon

Svona eiga helgar að vera 

Hóffa (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Langt síðan ég hef bara slakað á heila helgi, yfir vetrartímann. Blessaðir ungarnir mínir skildu ekkert í letinni í kennaranum, ekkert búinn að fara yfir neitt af því sem skilað var á föstudag. Blessuð börnin halda að ég eigi mér ekkert líf, eða réttara sagt að þau og þeirra nám sé lífið mitt (alls ekki þeirra, kemur þeim sko ekkert við). Yndislega sjálfhverfir en indælir unglingarnir okkar

Sigríður Jóhannsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:46

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þau eru alveg yndisleg þessi blessuð börn,nafli alheimsins

Birna Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 20:52

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já og verða meiri naflar eftir því sem þau stækka, mér finnst unglingar æðislegir

Sigríður Jóhannsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:04

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála, þeir eru yndislegir

Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband