Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Frábær dagur!

Sunnudagur í gær eins og alþjóð veit. Mikið svakalega þótti mér hann eitthvað notalegur. Gerði ekki neitt. Vaknaði bara fór með kaffi og blað út á pall í sólina (þar var að vísu svolítið kalt, enda vaknaði ég snemma) og sleikti sólina. Auður Sif og Steinar Adolf gistu, en þau sváfu auðvitað frameftir eins og barna í minni familý er siðurSmile Þegar þau risu tók við skutl með þau. Steinar heimsótti vin sinn hér í bæ og Auður hitti vinkonu á Glerártorgi. Múttan þeirra kom svo upp úr hálf tvö að sækja þau þar sem verið var að fara á Kung Fu Panda. Pétur Þór var með mömmsunni sinni en var alveg til í að skippa bíóferðinni og vera hjá Siggu sinni í staðinn. Hann fékk svo að heimasækja mig smá eftir bíó. Tilkynnti þá að hann væri ekki með sundskýlu, langaði greinilega í pottinn en mamma hans vildi ekki leyfa svo ég var ekkert að skemmileggja uppeldið að þessu sinni með því að segja já (geri og mikið af því er mér sagtWink).

TanyaHalldór bróðir Vals og kona hans Tanya komu hér eftir hádegi, við sátum úti á palli og löptum með þeim kaffisopann. Buðum þeim svo að koma í kvöldmat, ég var ákveðin í að grilla og borða úti. Þegar ég er svona ákveðin verður engu breytt. Við borðuðum úti mjög góðan mat í frekar miklum kulda. Hitarinn gekk á fullu svo Íslendingunum leið ágætlega, en hinni rússnesku Tönyu þótti kalt. Þó lét ég hana dúða sig með öllu RL store teppum sem ég fann á heimilinuW00t, Val mínu þótti reyndar ekki mikið þó henni væri kalt þar sem ekkert er utan á henni auk þess sem hún borðar ekki kjötWhistling. Bræðurnir fóru í pottinn eftir matinn en við konurnar sátum undir hitaranum, önnur feit kjötæta og var ekki kalt, hin grönn grænmetisæta og var kaltTounge. Spurning hvort víkingsgenin séu bara svona sterk! Kvöldið var gott þrátt fyrir kuldann og þokuna og heim fóru gestirnir að ganga tíu í gærkveldi. Við hjónaleysin settumst við sjónvarp í stutta stund en gáfumst fljótt upp þar sem svefninn ætlaði sigur að hafa, sem hann hafði inn í rúmi löngu fyrir miðnætti.

Þar til síðar hafið það gott elskurnar mínar! Yfir og út!


Hitt og þetta hafast að.........

... en við erum samt ekkert að henda, brjóta og týna. Þessi laugardagur verið þægilegur. Byrjuðum hann á golfi inn á Þverá. Frekar hefur mér farið aftur, enda léleg ástundun þetta sumarið. Veðrið var þó með eindæmum gott, svo heitt að við slepptum einni holu, þeirri áttunduGrin. Yfir Akureyri hékk dimmt ský þegar við keyrðum heim, sólarlaust en hún fór að skína fljótlega. Líklega til að ég fengi að svitna enn meira við sláttinn á lóðinniWink.

Auður Sif gisti hjá okkur í nótt, hún var sofandi þegar við fórum í golfið og farin í sund með vinkonu sinni þegar við komum heim. Hún hringdi áðan og sagðist vera að fara með vinkonunni í Lund, ekki spyrja mig hvaða Lund (held að þetta hafi átt að vera með stóru elli, kannske var hún bara að fara í lautarferð, veit ekkiWhistling). Það kemur nú í ljós fljótlega því bráðum kemur hún heim. Steinar Adolf hringdi áðan og bað um gistingu í nótt, það var auðsótt og verðum við því tveggja barna foreldrar for one nightSmile.

Valur borar og smíðar og skrúfar og brasar. Nú á að reyna að ljúka við pallinn, ganga frá kringum pottinn og smíða vegg, svo okkur líði ekki eins og á sýningarpalli þegar hann er notaður. Ég hef bölvað öspunum í sand og ösku frá því við fluttum en núna geri ég það ekki, þær eru veggur í biliErrm.

Held ég rölti út með Heimsljós, farið vel með ykkur elskurnar mínar!


Og það stytti upp!

...eða ég held það. Allavega blæs ekki úr norðri þessa stundina. Það er samt engin sól, er hún kannske dottin af himninum?Frown Æ, best að láta þetta veður ekki pirra sig, hefst lítið með því, enda get ég ekki breytt þvíTounge.

Gærdagurinn endaði betur en rigningarbloggið mitt benti til. Ég tók mér bók í hönd og hóf lestur. Réðst ég að Heimsljósi Laxness, aðeins að snobbast og lesa „fínan“ rithöfund. Hef reyndar lesið þá bók áður, en það er orðið langt síðan og gaman að rifja upp, verð vonandi búin með bókina fyrir sumarlok. Sumum finnst Laxness leiðinlegur, það þótti mér líka einu sinni, en skipti um skoðun fyrir margt löngu. Það var minnir mig í menntaskóla, sem ég neyddist til að lesa Sjálfstætt fólk og lærði að meta. Á núna stóran hluta af safninu karlsins og hef lesið margar, en ekki allar. Sumar eru reyndar bara leiðinlegar, en margar eru góðar. Oft snúast þær um neyð, fátækt og skelfingu en samt er húmorinn flottur. Ég fæ samviskubit yfir því að geta hlegið þegar verið er að lýsa neyð, en ég skelli samt uppúr við lesturinnBlush, kannske er ég bara svona mikið kvikindi í mér.

Það rættist sem sagt heldur betur úr gærdeginum. Ekki skemmdi það að húsið fylltist af yndislegu fólki þegar leið á daginn. Maður er manns gaman, þegar upp er staðið og þótti mér miklu skemmtilegra að fá Grenvíkingana mína litlu ásamt Oddu og mömmu í heimsókn heldur en að sitja yfir einhverri skræðuTounge. Þau sem sagt komu í gær. Auður Sif var að spila fótbolta, Magnastelpur gegn Þórsstelpum (ég held sko með Magna) en mínar töpuðu, illa. Ætla ekkert að nefna tölurAngry. Ég sauð hangikjöt með soðna brauðinu og snæddu Grenvíkingarnir með okkur. Ægir Adolf og Inga Steinlaug litu með Ágúst Má. Litli maðurinn varð nú að fá að hitta Pétur Þór vin sinn. Það var svo ekki fyrr en klukkan að verða níu í gærkveldi sem fólkið renndi heim á leið. Gott að fá góða gesti.

Nú sé ég að sú gula er fundin, hún er eitthvað að reyna að glenna sig gegnum skýþykknið.W00t Hafið það nú gott í dag, hvort sem sólin skín eður ei! Nú er ég farin að lesa, held að ekki sé nógu hlýtt fyrir sólbað á pallinum.

 


Hvað, er komið sumar?

Að minnst kosti segir almanakið það. Kominn júlí og ég held að hægt sé að fullyrða að það sé kaldara en var hér í desember í fyrraWink. Hvað er bara í gangi, ég hef nú áður minnst á þessa bévítans norðanátt sem er hér öll sumur, sunnanáttin smellir sér að landi í lok ágúst og blæs fram í janúar, febrúar og þá snýst þetta við. Einhvern tímann man ég eftir að pabbi segði að þessar tvær áttir vörðu í álíka langan tíma, veit ekkert hvort það er rétt, hann var nú bara sjóari og hvað vita þeir um veður frekar en fiskerí?Wink Hins vegar var ég að skoða spána (spánna eins og sagt er á Stöð 2Whistling) og það er bara útlit fyrir sól og aðeins hlýindi seinnipart vikunnar, vonandi að það gangi eftir.

Hins vegar notaði ég þennan rigningarmorgun ágætlega. Skellti mér í bakarí og með það sem þar var keypt út á Grenivík. Rændi mömmu gömlu af Grenilundi og fór með hana í Hafblik. Þar heimtuðum við að húsmóðirin hellti upp á, sem var auðsótt. Við sátum svo að kræsingum fram að hádegi og spjölluðum auðvitað um alla heima og geimaW00t. Litlu ljósin mín voru heldur betur upptekin, það yngsta var á leikskóla, miðgæinn á fótboltaæfingu og þar á eftir að taka þátt í móti, hún Auður Sif var reyndar heima, en ákaflega upptekin í tölvunni með vinkonu sinniWhistling. Ég skilaði svo mömmu um hádegi, mátti nú ekki hafa af henni hádegismatinnGetLost og renndi þá heim á leið. Þegar þangað kom skellti mér í að hnoða í soðið brauð. Búin að steikja svo karlarnir mínir verða kátir þegar þeir koma þreyttir heim í kvöld. Ég alveg dáist að því hvað ég er myndarleg húsmóðirWhistling, veit ekki hvar þetta endar. Nei, þarf ekki að hafa áhyggjur, svona dugnaður grípur ekki um sig í mínum kroppi nema mesta lagi einu sinni á ári, ekki reikna með að fá heimabakað með kaffinu ef þið einhvern tímann lítiðTounge!

Gangið hægt um gleðinnar dyr elskurnar mínar, mín reynsla segir að það sé farsælast!Whistling


Í dagsins önn!

Eftir að hafa dundað við gardínuþvott, straujárn og upphengingu, ákvað ég að bregða mér af bæ. Hilda mín hafði beðið mig að líta og fannst mér það frábær hugmynd að hitta einhvern að spjalla við í þessu leiðindaveðri. Ég stoppaði góða klukkustund hjá henni þar sem við ræddum skólamál auk þess sem hún sýndi mér hluta af myndunum sem hún tók á siglingunni sem þau hjónin fóru í vor með skemmtiferðaskipi. Þau eru sko ekkert smá flott, bæði sest í helgan stein en eru samt svo sannarlega ekki sest í neinn helgan steinLoL. Þau ferðast og njóta lífsins í botn, svona á fólk að hafa það þegar starfsævinni lýkur, ég segi nú ekkert annaðSmile.

Eftir heimsókn lá leiðin í Hrísalund til að versla sér fisk í soðið. Ég endaði heima með bæði glænýja ýsu og ýsuhakk, sem ég ætla að gera fiskibollur úr. Helv.... dugnaður er þetta? Nú styttist í að karlarnir mínir komi heim og þá þarf ég fljótlega að fara að huga að soðningunni handa þeim elskulegum, enda svangir eftir kaldan vinnudag.

Ákveðin í því að skella mér til Grenivíkur á morgun, hitta elskurnar mínar litlu og auðvitað hana múttuKissing!


Sumarfrí, slepptu ekki því......

Maðurinn fór í sumarfrí á föstudag, það er að segja hann er reyndar búinn að vera í sumarfríi síðasta hálfa mánuð en það var auðvitað svo mikið að gera hér heima að hann púlaði meira í fríinu en í vinnunniWink. En sem sagt á föstudag var skipaskurðinum lokað og maðurinn tilkynnti formlega að sumarfríið væri hafið (fer að vinna á mánudagBlush). Það var eins og við manninn mælt, himnarnir opnuðust eins og Nóaflóð væri á ferðinni. Við ætluðum að skella okkur í golf í gær, Valur að prófa nýja dræverinn sem ég gaf honum í afmælisgjöf, en Nóaflóðið kom í veg fyrir þaðCrying. Í dag er líka leiðindaveður svo golfferðum verður líklega frestað, þar til sú gula sýnir sigGetLost.

Annar er fátt eitt að frétta héðan úr Stafholtinu. Við héngum í tölvum (eins og unglingar), horfðum á sjónvarp, lásum og átum í gær og ætli það verði ekki það sama upp á teningnum í dag. Eina markverða sem gerðist í gær var að litli sæti kisinn okkar, sá svarti með gulu saklausu augun kom með heilan hrossagauk inn um gluggann. Það hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi nema hvað fuglinn var snarlifandi. Litla kattarkvikindið var minna en bráðin og mér er ómögulegt að skilja hvernig það kom flykkinu inn um gluggann. Við tók skítugur eltingarleikur með poka og handklæði að vopni og þegar upp var staðið leit stofan út eins og vígvöllur. Skítur út um allt eftir blessað dýrið sem var auðvitað skelfingu lostiðCrying. En fuglinn náðist og Valur fór með hann niður að mýrinni og sleppti meðan ég skammaði köttinn, sem auðvitað skildi ekki vanþakklæti eigendanna, var bara að þakka fyrir sig og leggja í búiðErrm.  Ég ætla að fara og kaupa margar stórar bjöllur á svarta hryllinginn, langar ekki í fleiri svona sendingarAngry.

Vonandi fer þessi sunnudagur vel með ykkur, hvort sem þið sitjið í rigningu eða sólHeart


Litlir gestir og stórir reyndar líka!

Pétur Þór og Steinar Adolf!Steinar Adolf og Pétur Þór komu í heimsókn í dag. Þeir voru hressir að vanda þessar elskur og skelltu sér meðal annars í nýja pottinn, hvað annað. Hér til hliðar er mynd af dúllunum í pottinum, þeir gátu ekki beðið eftir að hann fylltist heldur skelltu sér út í hann varla hálfan, en þeir eru heldur ekki svo stórir að það kom ekki að nokkurri sök. Odda og mamma stoppuðu líka, auðvitað. Þær eru núna að leita að blómapottum undir sumarblóm til að setja á leiði ástvina okkar í kirkjugarðinum heima, á meðan er annar litli maðurinn í playstation tölvunni hans Bubba meðan hinn horfir á Tarzan í sjónvarpinu. Flottir töffarar, Auður var fjarri góðu gamni þar sem hún er á knattspyrnumóti á Sauðárkróki. Hér eru fleiri myndir af strákunum!

Generalprufa!

Gömlu í pottinum!Potturinn var prófaður í fyrsta skipti í kvöld og virkaði fínt. Potturinn heldur þó stóra familían fari öll oní og lagnirnar halda líka, sem betur fer, ekkert smá púl að koma þeim á sinn staðBlush. Við sem sagt skelltum okkur eina ferð, gamlan með bjór og gamlinn með kókTounge. Myndin hér til hliðar er af generalprufunni, þegar við erum komin ofaní, er ferlíkið ekkert ferlíki, eins og sjá má, en það er samt alveg nóg pláss fyrir nokkra í viðbót. Þvílík sæla, eins og ég var mótfallin þessari vitleysu í upphafi, lét bara undan þrýstingi tveggja karla. Gerir maður ekki allt fyrir þessar elskur?Wink


Afmæli!

RósavöndurÞegar ég loksins reif mig á fætur í morgun var Valur löngu búinn að hella upp á og farinn að lesa blöðin. Ég skil ekki hvað ég get sofið, en hann blessaður alltaf á fótum með hröfnunum.

Blómvöndurinn sem skreytir færsluna er settur í tilefni þess að Valur á afmæli. Í dag er hann sem sagt 44 ára karlinn. Ég bauð honum út að borða í gær, í afmælissteik og nú á eftir þarf ég að fara og finna einhverja sæta gjöf handa þessari elsku.

Til hamingju með daginn ástin mínInLove!


Skipaskurður?

Moka meiri mold!Fyrir okkur lá að grafa skurð út í bílastæði því eitthvað verður víst að gera við vatnið sem í pottinn fína fer, það er að segja þegar búið er að nota þaðGrin. Ég vildi frá græju í þetta en minn maður sagði að lóðin yrði ónýt við slík svo ekki fékk ég nokkru ráðið þar. Við Valur skelltum okkur í þetta um tíuleytið í morgun, einkasonurinn svaf. Illa gekk meðfram stéttinni aðallega fyrir rótarkerfi aspanna. Um hádegisbil vaknaði sonurinn, fékk sér að borða og skellti sér út að moka. Þá fyrst fór að ganga, hvort sem það var því að þakka að minna af rótum var við húsvegginn eða að ungi maðurinn vinni hraðar en gamla settið skal ósagt látið. Alla vega er klukkan ekki nema 16 og skurðurinn að mestu kominn alla leið. Frábært dagsverk. Við Bubbi sitjum núna hér hvort við sína tölvuna en Valur er enn að grafa. Sagði okkur ekki til meira gagns, sem ég reyndar skil ekki. En hann um það.Smile

Á eftir er svo leikur, Þýskaland-Tyrkland. Allir reikna með að þýska stálið hafi þetta, en enginn ætti að vanmeta Tyrki, þeir hafa eiginlega sýnt og sannað á þessu Evrópumóti að þeir hætt aldrei, gefast aldrei upp. Hef velt því fyrir mér að halda bara með þeim þar sem Hollendingar duttu út um daginn og það með stælBlush.

Best að athuga hvort ekki er hægt að aðstoða manninn hér úti.

Hafið það gott í kvöld elskurnar mínar! Yfir og út!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband