Sumarfrí, slepptu ekki því......

Maðurinn fór í sumarfrí á föstudag, það er að segja hann er reyndar búinn að vera í sumarfríi síðasta hálfa mánuð en það var auðvitað svo mikið að gera hér heima að hann púlaði meira í fríinu en í vinnunniWink. En sem sagt á föstudag var skipaskurðinum lokað og maðurinn tilkynnti formlega að sumarfríið væri hafið (fer að vinna á mánudagBlush). Það var eins og við manninn mælt, himnarnir opnuðust eins og Nóaflóð væri á ferðinni. Við ætluðum að skella okkur í golf í gær, Valur að prófa nýja dræverinn sem ég gaf honum í afmælisgjöf, en Nóaflóðið kom í veg fyrir þaðCrying. Í dag er líka leiðindaveður svo golfferðum verður líklega frestað, þar til sú gula sýnir sigGetLost.

Annar er fátt eitt að frétta héðan úr Stafholtinu. Við héngum í tölvum (eins og unglingar), horfðum á sjónvarp, lásum og átum í gær og ætli það verði ekki það sama upp á teningnum í dag. Eina markverða sem gerðist í gær var að litli sæti kisinn okkar, sá svarti með gulu saklausu augun kom með heilan hrossagauk inn um gluggann. Það hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi nema hvað fuglinn var snarlifandi. Litla kattarkvikindið var minna en bráðin og mér er ómögulegt að skilja hvernig það kom flykkinu inn um gluggann. Við tók skítugur eltingarleikur með poka og handklæði að vopni og þegar upp var staðið leit stofan út eins og vígvöllur. Skítur út um allt eftir blessað dýrið sem var auðvitað skelfingu lostiðCrying. En fuglinn náðist og Valur fór með hann niður að mýrinni og sleppti meðan ég skammaði köttinn, sem auðvitað skildi ekki vanþakklæti eigendanna, var bara að þakka fyrir sig og leggja í búiðErrm.  Ég ætla að fara og kaupa margar stórar bjöllur á svarta hryllinginn, langar ekki í fleiri svona sendingarAngry.

Vonandi fer þessi sunnudagur vel með ykkur, hvort sem þið sitjið í rigningu eða sólHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þið sem sagt slepptuð golfinu og fóruð í staðinn á innanhússhrossagauksveiðar

Hafðu það gott í dag mín kæra og ég vona að maðurinn þinn njóti vel "alls" sumarfrísins sem hann á eftir

Jónína Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Jebs, við fórum svo sannarlega á veiðar. Hafðu það gott sömuleiðis ljúfan, maðurinn er kominn í bílskúrinn að strjúka hjólunum, hann nýtur sín hvað best við þá iðju!

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband