Myndir!

Dagarnir líða hratt um þessar mundir, gera það reyndar oftast og hraðar eftir því sem ég eldist. Hvernig stendur á því. Einhvern tímann sagði mér gömul kona að eftir því sem árunum sem maður hefur að miða við fjölgar, því hraðar líði tíminn. Veit reyndar ekkert um það en man að mér fannst tíminn lengi að líða þegar ég var lítil, ekki vegna þess að bernska mín og æska hafi verið svo leiðinleg, það var nú öðru nær. Ég var svo heppin að alast upp í ástúð og gat notið áhyggjuleysis öll þau ár. Janúar að verða búinn og núna eru komnar hér á síðuna hjá mér myndir teknar um áramótin. Þeim eyddi ég ásamt strákunum mínum úti á Grenivík, nánar tiltekið á Hlöðum ásamt mömmu, systkinum og fjölskyldum þeirra. Virkilega frábært svo ekki sé meira sagt. Hér eru myndir.

Ógisslega fegin að það styttist í helgina, alltaf gott að fá aðeins frí frá daglegu amstri, þó enn og aftur telji ég ykkur lesendur góðir trú um það að mér finnist gaman í vinnunni. Án gríns þá er það dagsattJoyful. Þar til ég nenni næst, yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman þegar þú nennir vinkona kærSkemmtilegar myndir og frábært að þekkja langflesta

Eigðu gott kvöld

Jónína Dúadóttir, 22.1.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég er ótrúlega löt þessar vikurnar, nb, ekki dagana, heldur vikurnar. Alltaf skemmtilegast að þekkja langflesta á myndum sem maður skoðar. Hafðu það gott í kvöld líka mín kæra!

Sigríður Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Líst vel á þetta

Birna Dúadóttir, 23.1.2009 kl. 07:26

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þú kannast kannske ennþá við einhverja þarna norðan hnífapara Birna mín Hafðu það gott mín kæra!

Sigríður Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband