Frábær dagur!

Sunnudagur í gær eins og alþjóð veit. Mikið svakalega þótti mér hann eitthvað notalegur. Gerði ekki neitt. Vaknaði bara fór með kaffi og blað út á pall í sólina (þar var að vísu svolítið kalt, enda vaknaði ég snemma) og sleikti sólina. Auður Sif og Steinar Adolf gistu, en þau sváfu auðvitað frameftir eins og barna í minni familý er siðurSmile Þegar þau risu tók við skutl með þau. Steinar heimsótti vin sinn hér í bæ og Auður hitti vinkonu á Glerártorgi. Múttan þeirra kom svo upp úr hálf tvö að sækja þau þar sem verið var að fara á Kung Fu Panda. Pétur Þór var með mömmsunni sinni en var alveg til í að skippa bíóferðinni og vera hjá Siggu sinni í staðinn. Hann fékk svo að heimasækja mig smá eftir bíó. Tilkynnti þá að hann væri ekki með sundskýlu, langaði greinilega í pottinn en mamma hans vildi ekki leyfa svo ég var ekkert að skemmileggja uppeldið að þessu sinni með því að segja já (geri og mikið af því er mér sagtWink).

TanyaHalldór bróðir Vals og kona hans Tanya komu hér eftir hádegi, við sátum úti á palli og löptum með þeim kaffisopann. Buðum þeim svo að koma í kvöldmat, ég var ákveðin í að grilla og borða úti. Þegar ég er svona ákveðin verður engu breytt. Við borðuðum úti mjög góðan mat í frekar miklum kulda. Hitarinn gekk á fullu svo Íslendingunum leið ágætlega, en hinni rússnesku Tönyu þótti kalt. Þó lét ég hana dúða sig með öllu RL store teppum sem ég fann á heimilinuW00t, Val mínu þótti reyndar ekki mikið þó henni væri kalt þar sem ekkert er utan á henni auk þess sem hún borðar ekki kjötWhistling. Bræðurnir fóru í pottinn eftir matinn en við konurnar sátum undir hitaranum, önnur feit kjötæta og var ekki kalt, hin grönn grænmetisæta og var kaltTounge. Spurning hvort víkingsgenin séu bara svona sterk! Kvöldið var gott þrátt fyrir kuldann og þokuna og heim fóru gestirnir að ganga tíu í gærkveldi. Við hjónaleysin settumst við sjónvarp í stutta stund en gáfumst fljótt upp þar sem svefninn ætlaði sigur að hafa, sem hann hafði inn í rúmi löngu fyrir miðnætti.

Þar til síðar hafið það gott elskurnar mínar! Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Við þessar villimannslegu kjötætur erum sem sagt mun hraustariEn skyldu grænmetisæturnar vera heilbrigðari ? Veit ekki og ætla ekkert að gera tilraunir með það og alls ekki á sjálfri mér sko 

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Veit ekki með heilbrigðið, líklega eru grænmetisæturnar heilbrigðari, æi þetta með hjarta og æðakerfi. Ég nenni heldur ekki að gera þær tilraunir, mér þykir kjöt gott og nauðsynlegt að hafa grænmeti með því og þannig verður það. Eins og maðurinn sagði, úr einhverju verður maður að drepast

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Var ekki búin að hugsa það þannig en mikið rétt, úr einhverju verður maður að drepast

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Viskum bara halda áfram að vera villimenn Ninna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já já gerum það baraVið erum ágætar þannig

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir komuna í dag

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 21:00

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk fyrir móttökurnar, gaman að hitta þig eins og alltaf Ninna mín!

Sigríður Jóhannsdóttir, 8.7.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband