Leiðindablogg!

Þetta verður enn eitt leiðindabloggið hér í þokunni það er ég viss um. Óhætt er að segja að rólegheit hafi einkennt gærdaginn hjá mér. Valur að vinna, Bubbi reyndar lasinn, fékk einhverja magapest sem honum tókst svo að færa yfir í Val í dag. Hann, það er að segja Valur, liggur því steinsofandi inni í rúmi, vakti í alla nótt með magaverki og uppköst, skemmtilegt það. Þeir tveir eru svoddan pestargemlingar, en ekkert bítur á sterkara kynið á heimilinuLoL. Það sem sagt gerðist fátt markvert á heimilinu í gær. Ég var nú á fótum fyrir sjö, dundaði við að lesa blöðin, og fréttir á netinu. Tók lítinn blogghring, fór í ljós, en það hef ég ekki gert í fimm ár, heimsótti tengdó og las ofurlítið í Heimsljósi. Ég vona bara að sólin fari að láta sjá sig, er orðin hundleið á að hanga svona inni. Þetta er versta sumar sem ég hef upplifað síðan ég flutti til Akureyrar. Mörg hafa verið köld en oftast einhver sól sem mátti sitja í í skjóliShocking. Einhver sagði mér að þetta lagaðist um miðjan júlí, þá kæmi sumarið á Norðurlandi, vona bara að það sé rétt.

Í dag er fátt í farvatninu. Fer reyndar í klippingu og litun en annað óplanað. Held ég láti ljósabekkina vera þó mér leiðist veðráttan, ekkert þykir mér leiðinlegra en að liggja í þessum bekkjum. Eina góða er að nú tekur þetta ekki nema svona 12 mín. þegar ég fór í fyrsta skipti í ljós tók það hálftíma og lengi var tíminn 20 mín. Sumir sofna í bekkjunum en það hefur mér aldrei tekist, ég tel niður eins og ég sé að bíða eftir að geimflaug sé skotið á loftTounge. En nú er ég búin að prófa þetta og læknuð í bili, frekar verð ég með hvítan maga og lærWhistling.

Hafið það gott í dag mín kæru og munið að ganga hægt um gleðinnar dyr!Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn heillin mín+Eg er búin með sumarfríið mitt 21.júlí og þá kemur örugglega sumar.... óvenju neikvæð fullyrðing að vísu, en ég er bara alls ekkert bjartsýn á þettaEf ég færi í ljós mundi ég örugglega sofna úr leiðindum

Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, ég er viss um að þú mundir sofna það er að segja ef þú getur sofnað úr leiðindum. Það get ég því miður ekki. Ég er nú neikvæðari en þú, held að sumarið gleymi okkur. En við lifum það af kerlin mín, ég verð samt skelfilega neikvæð í sólarleysi. Þetta er verra en þegar þú grófst mig upp úr snjó dag eftir dag í nokkrar vikur hér forðum.

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gvöööð hvað ég man vel eftir snjómokstrinum okkar þáLáttekkisonna það verður aldrei eins slæmt og þá

Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Nei, líklega verður það aldrei eins slæmt, ég hef ekki lent í öðru eins, niðurgrafin í nokkrar vikur

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það var hræðilegt og ef ég hef einhvertímann verið við að fá alvarlegt þunglyndi, þá var það þá og ég er ekki að grínastEn það var gott að lenda í þessu, ég minni mig oft á þetta ástand, ef mér finnst eitthvað vera ekki sem skyldi.... mundu snjóaveturinn hræðilega Ninna mín...

Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 18:13

6 identicon

Hvað er að heyra þetta!
Stelpur, taka sér tak og sjá björtu hliðina, í gegn um þokuna.
"Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni. Sól bara sól."
Þetta raular maður nú í svona leiðindaveðráttu. Og sjá. Hugurinn fyllist af
gleði og sól. Alveg satt. :)
En ég held að sumarið sé alveg að bresta á. Bara að vera þolinmóður.
Sólarkveðja úr Grenvískri þoku. HH

Hóffa (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ninna mín, gott að hafa Pollýönnu hugarfar, ég skal muna það í þokunni á morgun

Hóffa mín, þú ert yndisleg, svo jákvæð og frábær. Kveðjur úr akureyrískri þoku

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 21:39

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bjartsýni og jákvæðni mun lýsa upp þoku komandi viku, í boði HHÞetta gæti verið verra.... gæti t.d. verið snjór núna!!!

Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 22:08

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Jebs, Hóffa alltaf bjartsýn og kát og já það gæti verið snjór

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.7.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband