Tvöfalt afmæli!

Afmæliskveðja!Góðir vinir mínir eiga afmæli í dag. Mundi það allt í einu og ákvað að auglýsaWink. Gilli frændi og Víddi æskuvinur minn. Tveir góðir félagar. Til hamingju með daginn „drengir“ mínir! Set hér sætar og skrautlegar afmælisblöðrur ykkur til heiðurs! Svei mér ef andlitin á blöðrunum minna ekki á ykkur!

Hafið það gott í dag! Yfir og út!


Sumarfrí, slepptu ekki því......

Maðurinn fór í sumarfrí á föstudag, það er að segja hann er reyndar búinn að vera í sumarfríi síðasta hálfa mánuð en það var auðvitað svo mikið að gera hér heima að hann púlaði meira í fríinu en í vinnunniWink. En sem sagt á föstudag var skipaskurðinum lokað og maðurinn tilkynnti formlega að sumarfríið væri hafið (fer að vinna á mánudagBlush). Það var eins og við manninn mælt, himnarnir opnuðust eins og Nóaflóð væri á ferðinni. Við ætluðum að skella okkur í golf í gær, Valur að prófa nýja dræverinn sem ég gaf honum í afmælisgjöf, en Nóaflóðið kom í veg fyrir þaðCrying. Í dag er líka leiðindaveður svo golfferðum verður líklega frestað, þar til sú gula sýnir sigGetLost.

Annar er fátt eitt að frétta héðan úr Stafholtinu. Við héngum í tölvum (eins og unglingar), horfðum á sjónvarp, lásum og átum í gær og ætli það verði ekki það sama upp á teningnum í dag. Eina markverða sem gerðist í gær var að litli sæti kisinn okkar, sá svarti með gulu saklausu augun kom með heilan hrossagauk inn um gluggann. Það hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi nema hvað fuglinn var snarlifandi. Litla kattarkvikindið var minna en bráðin og mér er ómögulegt að skilja hvernig það kom flykkinu inn um gluggann. Við tók skítugur eltingarleikur með poka og handklæði að vopni og þegar upp var staðið leit stofan út eins og vígvöllur. Skítur út um allt eftir blessað dýrið sem var auðvitað skelfingu lostiðCrying. En fuglinn náðist og Valur fór með hann niður að mýrinni og sleppti meðan ég skammaði köttinn, sem auðvitað skildi ekki vanþakklæti eigendanna, var bara að þakka fyrir sig og leggja í búiðErrm.  Ég ætla að fara og kaupa margar stórar bjöllur á svarta hryllinginn, langar ekki í fleiri svona sendingarAngry.

Vonandi fer þessi sunnudagur vel með ykkur, hvort sem þið sitjið í rigningu eða sólHeart


Litlir gestir og stórir reyndar líka!

Pétur Þór og Steinar Adolf!Steinar Adolf og Pétur Þór komu í heimsókn í dag. Þeir voru hressir að vanda þessar elskur og skelltu sér meðal annars í nýja pottinn, hvað annað. Hér til hliðar er mynd af dúllunum í pottinum, þeir gátu ekki beðið eftir að hann fylltist heldur skelltu sér út í hann varla hálfan, en þeir eru heldur ekki svo stórir að það kom ekki að nokkurri sök. Odda og mamma stoppuðu líka, auðvitað. Þær eru núna að leita að blómapottum undir sumarblóm til að setja á leiði ástvina okkar í kirkjugarðinum heima, á meðan er annar litli maðurinn í playstation tölvunni hans Bubba meðan hinn horfir á Tarzan í sjónvarpinu. Flottir töffarar, Auður var fjarri góðu gamni þar sem hún er á knattspyrnumóti á Sauðárkróki. Hér eru fleiri myndir af strákunum!

Generalprufa!

Gömlu í pottinum!Potturinn var prófaður í fyrsta skipti í kvöld og virkaði fínt. Potturinn heldur þó stóra familían fari öll oní og lagnirnar halda líka, sem betur fer, ekkert smá púl að koma þeim á sinn staðBlush. Við sem sagt skelltum okkur eina ferð, gamlan með bjór og gamlinn með kókTounge. Myndin hér til hliðar er af generalprufunni, þegar við erum komin ofaní, er ferlíkið ekkert ferlíki, eins og sjá má, en það er samt alveg nóg pláss fyrir nokkra í viðbót. Þvílík sæla, eins og ég var mótfallin þessari vitleysu í upphafi, lét bara undan þrýstingi tveggja karla. Gerir maður ekki allt fyrir þessar elskur?Wink


Afmæli!

RósavöndurÞegar ég loksins reif mig á fætur í morgun var Valur löngu búinn að hella upp á og farinn að lesa blöðin. Ég skil ekki hvað ég get sofið, en hann blessaður alltaf á fótum með hröfnunum.

Blómvöndurinn sem skreytir færsluna er settur í tilefni þess að Valur á afmæli. Í dag er hann sem sagt 44 ára karlinn. Ég bauð honum út að borða í gær, í afmælissteik og nú á eftir þarf ég að fara og finna einhverja sæta gjöf handa þessari elsku.

Til hamingju með daginn ástin mínInLove!


Skipaskurður?

Moka meiri mold!Fyrir okkur lá að grafa skurð út í bílastæði því eitthvað verður víst að gera við vatnið sem í pottinn fína fer, það er að segja þegar búið er að nota þaðGrin. Ég vildi frá græju í þetta en minn maður sagði að lóðin yrði ónýt við slík svo ekki fékk ég nokkru ráðið þar. Við Valur skelltum okkur í þetta um tíuleytið í morgun, einkasonurinn svaf. Illa gekk meðfram stéttinni aðallega fyrir rótarkerfi aspanna. Um hádegisbil vaknaði sonurinn, fékk sér að borða og skellti sér út að moka. Þá fyrst fór að ganga, hvort sem það var því að þakka að minna af rótum var við húsvegginn eða að ungi maðurinn vinni hraðar en gamla settið skal ósagt látið. Alla vega er klukkan ekki nema 16 og skurðurinn að mestu kominn alla leið. Frábært dagsverk. Við Bubbi sitjum núna hér hvort við sína tölvuna en Valur er enn að grafa. Sagði okkur ekki til meira gagns, sem ég reyndar skil ekki. En hann um það.Smile

Á eftir er svo leikur, Þýskaland-Tyrkland. Allir reikna með að þýska stálið hafi þetta, en enginn ætti að vanmeta Tyrki, þeir hafa eiginlega sýnt og sannað á þessu Evrópumóti að þeir hætt aldrei, gefast aldrei upp. Hef velt því fyrir mér að halda bara með þeim þar sem Hollendingar duttu út um daginn og það með stælBlush.

Best að athuga hvort ekki er hægt að aðstoða manninn hér úti.

Hafið það gott í kvöld elskurnar mínar! Yfir og út!


Enn af smíðum!

Ferlíkið ógurlega!Ég tók mig til í gær og gerðist smiður. Það var kominn tími á að leggja dekkið kringum ferlíkið svo ég skellti mér í það með einkasyninum. Hann vinnur við smíðar og er að fara að læra í haust og ég er bara að hugsa um að skella mér í skóla með honumWink. Myndin hér til hliðar er af verkinu okkar, er þetta ekki fínt hjá okkur? Við vorum sko ekki lengi að þessu skal ég segja ykkur, helst að rafhlöðurnar í borvélunum tefðu verkið. Nú fáum við pásu, allavega ég, þar sem maðurinn þarf að grafa holur og steypa niður staura svo hægt sé að smíða vegg og loka á þegar fjölskyldan fer að nota ferlíkið. Ekki leggjandi á vegfarendur að sjá hana fáklæddaLoL.

Annars er allt gott að frétta, veðrið er indælt, í morgun glaðasólskin en sólarlaust eins og er. Þó er hitinn svona þokkalegur, hann er það á meðan ekki er þetta eilífa norðanbál sem hrjáð hefur okkur síðustu vikurW00t.

Var að henda inn nokkrum afmælismyndum, þær eru hér!

Vonandi hafið þið það gott í dag, það ætla ég að gera!


Sunnudagur til sigurs!

Kominn mánudagur og seinni sumarfrísvika Vals hafin. Hún verður eins og sú fyrri notuð í að vinna hér útiWink

Á laugardagskvöldið fór ég í afmælisveislu til Tobbu, þetta var með skemmtilegri veislum sem ég hef setið. Mikið sungið og spjallað. Kom ég ekki heim fyrr en að ganga fjögur um nóttina. Samt vaknaði ég fyrir níu í gær og um hádegisbilið komu Doddi bróðir Vals og kona hans hin rússneska Tanya. Við höfðum lofað af fara með þau í Mývatnssveitina og svo konan gæti séð eitthvað merkilegt í okkar fallega landi. Við fórum á þessa hefðbundnu túristastaði við Mývatn. Byrjuðum á að stoppa við Höfða og fórum svo í Dimmuborgir. Þar gengum við aðeins um, skoðuðum meðal annars Kirkjuna. Tanya myndaði og myndaði allt sem fyrir augu bar, en við vorum eins og asnar, gleymdum myndavélinni heimaBlush. Eftir Dimmuborgirnar fengum við okkur ofurlitla hressingu í Reykjahlíð og lá leiðin þaðan í Jarðböðin. Ég hef einu sinni farið í þetta lón og þótti það ákaflega ómerkileg reynsla. Sama var upp á teningnum núna, ég held ég muni aldrei fara aftur og verðið í lónið, litlar 1400 krónur á manninn fyrir að fá að sulla í ógeðslegu vatniPinch. Eftir baðið keyrðum við í Námaskarð. Þá fyrst lifnaði yfir þeirri rússnesku, „þetta er Ísland“ sagði húnWoundering. Ég hins vegar velti því fyrir mér hver hafi tekið það að sér að fræða útlendinga á því að Ísland sé lítið annað en hverir? Er Ísland kynnt þannig í útlöndum? Eftir Námaskarð var rennt heim á leið. Þangað vorum við komin um hálfsjö í gærkveldi. Ég náði fréttum áður en ég sofnaði, svaf í sófanum til ellefu og í rúminu til sjö í morgunW00t. Missti þarf af leiðandi af því þegar Ítalir fengu reisupassann.Wink

Veðrið er yndislegt, ég ætla að skella mér út og njóta þess. Farið nú vel með ykkur!


Golf og fleira!

Loksins sól!Grin Kominn tími til. Við vöknuðum með hröfnunum í morgun og skelltum okkur í golf inn á Þverá í bongóblíðu. Þetta er fyrsta golfferðin mín þetta sumarið, verið heldur löt og ekkert sinnt þessu áhugamáli. Valur reyndar lítið skárri, held hann hafi farið einu sinni með bróður sínum og svo núna, af sem áður varShocking. Ég ætla ekki að ræða skorið hér, að öðru leyti en því að það var vel undir meðallagiBlush.  Betri helmingurinn ætlaði að taka sér frí í dag frá umstanginu hér úti, en eftir golfið héldu honum engin bönd. Farinn að róta, grafa og moka. Að þessu sinni er verið að moka að pottinum, möl og sandi. Í næstu viku á Bubbi svo að leggja dekkið kringum pottinn meðan maðurinn mokar skurð fyrir frárennslið. Konan fíngerða fær líklega að sitja og horfa áWink.

Sólin er núna farin í felur, í bili að minnsta kosti, stefnan er á fimmtugs afmæli í kvöld. Tobba mín er fimmtug og heldur veislu á nýja pallinum sínum. Til hamingju með daginn Tobba mín, hlakka til að tjútta með þér og fleirum í kvöld!

Bleikar rósir fyrir Tobbu bleiku!

Bleikar rósir til heiðurs Tobbu bleikuSmile


Hitt og þetta hafast að...!

DSC00874Þegar ég vaknaði loksins í morgun var maðurinn búinn að grafa allt þetta sem sést hér á myndinni til hliðarWink. Dugnaðurinn virðist vera að ganga frá honum á meðan letin á öll völd í mínum skrokki. Hann er þó ekki að grafa eftir gulli heldur þarf víst að leggja lagnir frá heita pottinum sem nota bene hann vildi endilega fáPinch. Ég er því algjörlega saklaus af þessari fyrirhöfn og hef ekkert samviskubit þó blessaður maðurinn púli. Gaman væri þó ef hann kæmi niður á gullæð, eða kannske olíu, veitti ekki af því í þessari dýrtíð. Meðan maðurinn leggur sig allan fram í skurðarvinnu leik ég sæta og fína húsmóður. Baka samt ekki handa honum, fer bara í bakaríið, milli þess sem ég þurrka ryk og skúra, auk þess sem ég sest af og til við tölvuna og les um hugsanlega ísbirni á hálendinuLoL. Er nú svo illa innrætt að ég hugsaði með mér að þessi hafi fengið nóg af gestrisni Norðlendinga og ákveðið að skella sér suður yfir heiðar, þar er nefnilega ákaflega gott fólk sem skýtur ekki ísbirniHalo. Ein frétt í dag þótti mér best, Ronaldo fer ekki frá Man UtdLoL, mér er alveg sama þó hann hafi gefið út einhverjar yfirlýsingar um að hann vildi fara, maðurinn á sig sko ekki sjálfur og á ekkert að hafa neitt um það að segjaDevil. Nei, nei, auðvitað er ekki gott að hugur hans sé annars staðar en hjá því félagi sem hann spilar fyrir, en þetta ræðst nú allt á haustdögum líklega.

Nú ætla ég að athuga hvort maðurinn er kominn undir stéttina hérna úti, máske ég geti fært honum eitthvað að drekka, þó ekki sé mjög heitt úti þá hitnar blessuðum við púliðWink.

Vonandi fer þessi föstudagur vel með ykkur öll!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband