Bardús!

Hér er allt við það sama má segja. Ferlíkið hefur verið tengt við vatn og var það prófað í morgunW00t og kom þá í ljós leki við fráfallið, ekki var hann þó hættulegri en það að laga mátti með því að herða draslið aðeins beturBlush. Nú hangir vatnið í honum og þá er bara að grafa meira og koma rörum niður svo hægt sé að láta renna úr dótinuGrin. Máske við getum skellt okkur í heitan pott um helginaWoundering. Veitir ekki af heitum potti svo hægt sé að vera eitthvað úti, helvítis kuldinn ætlar mann lifandi að drepa, við frostmark á nóttunni og hangir í 7-8 stigum á daginn, varla það þó þar sem brjáluð norðanáttin kælir mikið.

Ég hef haldið mig að mestu til hlés þegar kemur að smíðum og pípulögnum en notaði tækifærið og verslaði eitt stykki rúm, meðan bóndinn lá undir ferlíkinu hér úti. Bubbi á afmæli í desember og þá eru líka jólin svo ákveðið var að kaupa jóla- og afmælisgjöf handa einkasyninum núnaJoyful, ekki ráð nema í tíma sé tekið, spurning hvort við verðum ekki búin að gleyma þessu í desember og dekurrófan græði aðeinsWink. Blessaður unginn ætti að sofa vel í nóttSleeping.

Verð að þjóta, heimsent rúm kallar, yfir og út!

 


19. júní!

Til hamingju með daginn konur! Nú styttist í 100 ára afmælið, ekki nema 7 ár. Hugsið ykkur breytingarnar á svo stuttum tíma, miðað við sögum mannkynsHappy. Set hér að gamni Minni kvenna eftir Sr. Matthías Jochumsson, svolítið gamaldags en vel við hæfi á þessum dýrðardegi.

Fósturlandsins Freyja,

fagra Vanadís

móðir, kona meyja

meðtak lof og prís!

Blessað sé þitt blíða

bros og gullið tár;

þú ert lands og lýða

ljós í þúsund ár.

                                                                                                  Matthías Jochumsson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband