Veðurblíðan!

Við hjónakornin höfum haft það notalegt síðustu daga. Bubbi og Malla litu við í gærmorgun og fengu sér sopa með okkur á pallinum áður en þau fóru í veiði. Eftir hádegi renndum við út í Höfðahverfi þar sem við tókum einn golfhring á Hvammsvelli. Eftir golfið fórum við í kaffi til Oddu og áttum gott spjall. Pétur Þór tók að vanda vel á móti frænku sinni, allaf jafngaman að vera með honum litla skottinu. Heim komum við að ganga fimm. Veðrið var náttúrulega með eindæmum gott, yfir 20 stiga hiti og blíða.

Þegar við vöknuðum í morgun var veðrið ekki verra en í gær. Sól skein í heiði og heljarinnar golfveður. Eftir kaffið fórum við sem sagt inn á Þverá og tókum einn hring. Ég stóð mig þokkalega, náði meðal annars að para tvær, aðrar þurftu fimm og sex högg. Árangur Vals var ekki eins góður, en svona er golfið, ekki alltaf rétti dagurinnWink. Valur var að fara með hjólið sitt í skoðun og held ég að mitt fari á morgun. Við höfum verið heldur léleg í akstrinum í sumar, mest af fríinu farið í smíðar. En það kemur sumar eftir þetta auk þess sem þessu eru ekki lokið enn.LoL

Held ég láti þetta duga í dag, kominn tími til að skella sér út á pallinn með kaffi og bókSmile. Farið vel með ykkur elskurnar mínar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Satt segir þú mín kæra, sumarið er sko ekkert búiðSvakalega eruð þið dugleg í golfinu, kannski dreg ég spúsa einhvertímann í þettaAnnars öfunda ég þig mest af hjólinu, en ekki segja neinum

Eigðu dásamlegan dag

Jónína Dúadóttir, 30.7.2008 kl. 07:58

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Nóg eftir af sumrinu og dragðu spúsa í golfið, þetta er ótrúlega gaman. Ég trúði því ekki fyrr en ég prófaði sjálf. Hjólin eru æðisleg, var mjög dugleg í fyrrasumar en lítill tími gefist í þetta í sumar. Tökum á því hjónin í ágústmánuði, alla vega get ég notað það í vinnuna þar til fer að snjóa, það er ódýrara en bíllinn. Og ég skal engum segja.

Dagurinn fer í golf og hjól, hafðu það líka dásamlegt í dag Ninna mín!

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.7.2008 kl. 11:30

3 identicon

Þú ert flott í sportinu heillin mín. Ég á eftir að prófa golfið, veit ekki alveg hvort ég hef þolinmæðina í það en ég öfunda þig líka af hjólinu.
Veðrið er einmitt til að njóta hvoru tveggja, eða bara til að fara á göngu

Hóffa (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sameina tvennt, ganga og slá hvíta kúlu, mér leiðist að ganga en hvíta kúlan gefur mér tilgang og setur keppnisskapið mitt í gang

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.7.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband