Sældarlíf!

Við tókum daginn rólega í gær, fórum í golf og sátum svo bara í sólinni eftir hádegi. Ég fór reyndar í kaffi til Ágústar litla en hann fékk bæjarleyfi einhverja klukkutíma og auðvitað fögnuðu vinir og ættingja með honum. Framfarirnar eru með eindæmum, andlitið að verða þekkjanlegt, mar og særindi í litla kroppnum á undanhaldi. Hann virðist mér gömul sál blessaður, tekur öllu með jafnaðargeði og er eins og ég hef sagt áður ótrúlega duglegur. Verst ég gleymdi að hafa með mér myndavélina.

Ekki má nú gleyma því að Addi mágur minn varð fertugur í gær. Til hamingju Addi minn Wizard og mundu að allt er fertugum fært!

Garðveisla!Seinnipartinn komu ættingjar Vals í grillveislu. Við snæddum náttúrulega úti, enda léku veðurguðirnir við okkur. Eftir að gestirnir fóru heim skellti unga fólkið sér í pottinn, ég bættist í hópinn um ellefuleytið. Um miðnætti komu Doddi og Tanya, hann keyrði krakkana upp í Bjarkarstíg að sækja bílinn hans Bubba (bróður) þar sem þeir ætluðu að skella sér á rúntinn. Valur, Doddi og Tanya fóru þá í pottinn en ég sat undir hitaranum og  naut veðurblíðunnar. Hjónakornin héldu heim á leið að Frændsystkinin í pottinum!ganga þrjú og þegar við vorum að hafa okkur í háttinn renndi unga fólkið að húsinu. Valur fór að leggja sig en ég var áfram á róli og fann eitthvað handa þeim að borða. Kannske ekkert mjög hollt að borða um miðja nótt, en hvað með það, stundum þarf að gera undantekningarWink. Ég fór ekki í bólið fyrr en klukkan að ganga fimm í nótt, svaf eins og engill til klukkan að verða ellefu. Svona á lífið að veraTounge. Hér eru myndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er auðvelt að láta sér líða vel nálægt þér mín kæra frú Sigríður, þú hefur svo góða nærveru

Jónína Dúadóttir, 27.7.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk fyrir hlý orð Ninna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.7.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband