Maður er manns gaman!

balloons10-bigHeilmikið fjör verið hér í Stafholtinu síðustu daga. Ég gleymdi því í gær að geta þess að Athena Líf dótturdóttir Gudda bróður varð eins árs og hélt auðvitað heljarinnar veislu heima hjá ömmu og afa en þar er hún stödd ásamt móður og bróður. Til hamingju með daginn litla skottan mín, hér eru sko afmælisblöðrur bara fyrir þigWizard!

Við tókum daginn snemma, Valur fór strax í að ljúka við að tengja ljósin hér úti, ég var mest að dunda við að þvo þvott og hengja út. Merkilegt hvað þarf að þvo af þremur hræðumPinch, held þó að flestar séu flíkurnar af syninum, en hann á erfitt með að venja sig af að koma með vikuskammtinn í einu lagi. Ég er kannske rétt búin að tæma, kem niður í þvottahús og þá flæðir upp úr óhreinatausdallinumAngry. Doddi og Tanya litu við og fengu sér kaffi í sólinni á pallinum góða. Eftir hádegi komu svo Grenvíkingarnir mínir. Veðrið var svo gott að við fengum okkur kaffi og með´ðí úti. Odda útréttaði eitthvað og blessaðir ungarnir hennar og amma gamla voru hér á meðan. Þau fóru svo öll upp á sjúkrahús að hitta litlu hetjuna. Ágúst litli er alveg ótrúlega flottur, framfarir eru líka alveg með ólíkindum. Hann fær að fara aðeins heim á morgun, kominn í gips og allt virðist gróa mjög vel. Frábærar fréttir það.

Hóffa mín leit svo til mín seinnipartinn. Við drukkum kaffi og spjölluðum um alla heima og geima. Langt er liðið síðan við höfum hist til að spjalla og þótti mér þetta notaleg stund. Hlakka til að hitta þig aftur Hóffa mínSmile

Eftir heimsókina komu Grenvíkingarnir svo og snæddu með okkur djúpsteiktar rækjur áður en haldið var heim á leið.

Bubbi, Malla og Steinunn Helga komu svo rétt eftir kvöldmat. Hjónin héldu áfram austur á bóginn til móts við eldri dótturina sem er að koma til Akureyrar frá Neskaupstað en Steinunn ætlar að gista hér þessa helgina.

Góður dagur eins og þeir eru ávallt þegar góða gesti ber að garði, maður er nefnilega manns gamanJoyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er ljúft líf sem þú lifir sé ég

Jónína Dúadóttir, 26.7.2008 kl. 16:58

2 identicon

Takk fyrir ljómandi góða stund Sigga mín.
Verður  örugglega styttra þangað til ég kem næst!
Hafið það gott í góða veðrinu

Hóffa (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ninna mín, já lífið er ljúft!

Hóffa mín, takk sömuleiðis, strax farin að hlakka til að fá þig í heimsókn, kannske við hringjum á Ninnu og fáum hana með okkur í kaffisopa á pallinn

Sigríður Jóhannsdóttir, 26.7.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband