Hvað er með ásum?

Þá er ég klædd og komin á ról þó klukkan sé ekki átta, ég í sumarfríi og engin sól frekar en fyrri daginnWink. Einu sinni mér áður brá. Fyrir tíu árum hefði ég sko sofið á mínu græna fram undir hádegi og ekki fundið fyrir því. Ég hefði reyndar líka vakað lengur frameftir. Nú er ég alltaf orðin syfjuð í kringum sjónvarpsfréttir og gæti hugsað mér að skríða inn og sofa. Geri það nú ekki en oft er ég sofnuð fyrir miðnætti, sem gerðist ekki fyrir örfáum árumHappy. Alla vega er ég komin á fætur alla daga fyrir sjö, bara eins og ég væri í vinnu. Notalegt að geta setið í friði og ró, lesið blöðin og ráðið Soduku eða orðagátur ýmiskonar (hef samt ekki reynt við sunnudagsgátu Moggans, skil hana ekki) og jafnvel verið búin að þvo vél og hengja úr henni fyrir tíuW00t. Þegar þarf að slá lóðina þarf ég þó að bíða fram til níu, alla vega finnst mér það huggulegra, þar sem ég veit að sumir sofa lengur en ég og allt í lagi að taka tillit til þeirra (nágrannar)Halo.

Ég hafði það bara gott hér heima í þokunni í gær. Fór í klippingu og litun sem kominn var tími á. Talandi um það þá þykir mér þetta dýr þjónusta. Ég sem sagt fór í klippingu og var lituð í rót og þurfti að reiða fram 9500 krónur fyrir herlegheitinBlush. Ég er orðin grá fyrir hærum og þarf að láta lita á 4-6 vikna fresti ef vel á að vera og mér þykir þetta nokkuð dýrt þess vegna. Reyndar fer ég oftast í heillitun og þá þarf ég að borga um 12000 kallDevil. En alla vega er ég voða fín, eða var það í gær, ekki mjög fín nývöknuð og ekki búin að greiða mérWink.

Þá vona ég bara að dagurinn fari vel með ykkur, kannske lætur sólin sjá sig, hvur veit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér fannst þú líta svakalega vel út þegar þú komst hérna um daginn, þannig að þú ert þá líklega stórglæsileg núnaMér fannst dýrt að fara bara í klippingu um daginn 4.100 íslenskar krónur, engin sprey eða gel eða vesen, bara snyrta Ég er svo hrifin af gráu taumunum, get ekki talað um lokka í rennisléttu hári, að ég tími ekki að láta lita þá

Njóttu dagsins mín kæra, vona hann verði þér góðurBara muna: sólin er þarna uppi, hún bara sést ekki í augnablikinu

Jónína Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 08:09

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ninna mín, takk fyrir ég er ekki með gráa tauma, það virkar bara eins og strípur, nei ég er með gráar og hvítar skellur hér og þar í hausnum, svo ég verð að lita, annars lít ég út eins og kelling í hryllingsmynd, nóg er nú samt þó það bætist ekki við. Ég er nú samt viss um að ég hætti eftir nokkur ár þessu litastandi, eða fer bara og kaupi mér Hagkaupslit og læt manninn sjá um þetta

Allt er nú yndislegt í kringum okkur Ninna mín og kvart undan þoku og kulda er líklega bara í nösunum, sólin er meira að segja farin að sýna sig. Hafðu það gott líka góðan mín!

Sigríður Jóhannsdóttir, 10.7.2008 kl. 09:27

3 identicon

Sko, allt annað upp á teningnum í dag. Sól og tóm hamingja!
Já, það kostar að líta EKKI út eins og kerling í hryllingsmynd, he he.
Hvað er þetta með grá hár? Ekki er það aldurinn, ég hef ekki fundið eitt einasta grátt hár í mínum haus.

Góða skemmtun í ferðalaginu ykkar og það er bara gaman að keyra þessa holóttu og mjóu vegi þegar maður er ekki á hraðferð.
Njóttu þess svo að vera í fríinu, það líður yfirleitt allt of fljótt :)

Hóffa (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:46

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Jebs, nú er sól og ég er ekki eins og kelling í hryllingsmynd. Skil ekki þetta með gráu skellurnar, á systur sem er átta árum eldri og hún fullyrðir að ekki sé eitt grátt hár í hennar höfði, held reyndar að hún ljúgi því.

Lofa að njóta þess að vera í fríi, ég er rosalega flínk í svoleiðis

Sigríður Jóhannsdóttir, 10.7.2008 kl. 17:52

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag mín kæraHvert á að fara í ferðalag ?

Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 09:03

6 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni dagsins Sigga mín.
Megir þú njóta alls hins besta í dag sem og alla daga framvegis :)
Bestu kveðjur úr víkinni. (smá þoka, iss hvað er það)

Hóffa (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:04

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín, áttu afmæli í dag ? Ef svo er til hamingju með daginn En ef ekki, þá samt til hamingju með daginn

Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 17:32

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, ég á víst afmæli, takk fyrir góðar kveðjur elskurnar mínar

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband