Hvað er með mönnum?

Pétur ÞórFrábærir síðustu tveir dagar. Í fyrradag hringdi litli vinur minn hann Pétur Þór og bað um að fá að gista. Það var auðsótt og um leið og símtali lauk brenndi ég til Grenivíkur að sækja litla skottið. Hann er á spurningaaldrinum blessaður og spurði og spurði alla leiðina inneftir. Tuttugu sinnum að minnsta kosti spurði hann um nafn föður míns, jafnoft um mitt nafn og þegar ég sagðist heita Sigga neitaði hann staðfastlega og sagði frúna heita Sigríði Jóhannsdóttur og hún væri bara kölluð Sigga. Í uppáhaldi er líka að spyrja hvað hinir og þessir bílar heita. Ég er nú ekki vel að mér í slíku en sá stutti er með það á tæru að bíllinn hans sé sko Mitsubitsi Pajero (veit ekki hvort þetta er rétt stafsett) og að minn sé sko Mitsubitsi GalantTounge. Tók nú steininn úr þegar hann spurði hvað ég ætti marga drengi. Ég sagðist bara eiga einn og hann væri nú varla drengur, en því harðneitaði sá stutti. "Þú átt tvo drengi" fullyrti hann. Ég reyndi að malda í móinn en ungi maðurinn sagði að ég ætti sko tvo, "þú átt Bubba og Val"!W00t. Ég veit að ég er kerlingaleg og ég veit líka að Valur er aðeins yngri en ég, en ekki svona mikið.Blush "Valur er maðurinn minn", reyndi ég að halda fram en elskan litla var harðákveðinn. Valur er skal ég segja ykkur drengurinn minn og hana nú!

DSC00974Þegar heim kom tóku pottferðir við. Ég taldi þær ekki en hugsa að þær hafi nálgast tíu bara í fyrradag, annað eins fram að hádegi í gærSmile. Skottið mitt entist ekki lengi í einu svo ég var eins og jójó upp úr og út í. Við náðum líka að fara í Kjarnaskóg og í tojsarös, þar sem það gat auðvitað platað út úr mér forláta björgunarbíl, bara sko af því að Afabjörn (Aðalbjörn) á svoleiðisWoundering

Athena LífRétt um hálftvö í gær komu Odda og mamma ásamt auðvitað Auði Sif og Steinari Adolfi. Alla systir leit inn með Ágúst Má. Þau færðu afmælisbarninu (ég átti sko afmæli í gær, svona dagur sem ég hef helst viljað gleyma síðustu ár) fallegan lífvið í potti til að skreyta pallinnTounge. Mamma og Odda færðu mér gjafir líka, frá mömmu fékk ég æðisleg rúmföt og löber og handklæði frá Oddu og fjölskyldu. Beta, Guddi, Svava, Steinunn, Aðalbjörn Ægir og Athena Líf komu með blómvönd. Allir stoppuðu góða stund og sátum við úti á palli í frábæru veðri, svolítið köldu sem kom ekki að sök þar sem við kveiktum bara á hitaranumWink. Ekki má gleyma að Ægir Adolf og Ágúst Már komu líka í kaffi. Happy

Mamma, Odda og co borðuðu svo með okkur. Renndu þau ekki heim á leið fyrr en að ganga níu í gærkveldi. Frábær dagur með yndislegu fólki. Takk fyrir mig elskurnar mínar. Ég sé það alltaf betur og betur hvað ég er rík, á stóra og góða fjölskylduHeart

Bubbi minn gleymdi heldur ekki deginum hennar mömmzu sinnar, sagðist hafa keyrt hálfa leið út í Blómaval, en snúið viðLoL, nennti ekki alla leið og lét nægja koss á kinn, mér fannst það æðislegt, enda fékk ég nóg af blómum í bili að minnsta kosti. Valur nefnilega færði mér stóran rósavönd og ilmvatnInLove

Þegar húsið var orðið tómt leið mér eins og ég hefði orðið fimmtug, fullt af fallegum gjöfum sem eru yndislegar en bestu gjafirnar voru þó stundirnar með fólkinu mínuHeart

Ég sé að þetta er að verða hálfvæmið og ætla því að hætta núna, þó fyrr hefði verið. Hafið það gott í dag mín kæru, það ætla ég að gera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband