Jáhá!

 Hver er ríkur? Hver er fátækur?

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr. Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt. Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin. „Hún var frábær Pabbi.“ „Sástu hvernig fátækt fólk býr?“ spurði faðirinn. „Ó já,“ sagði sonurinn. „Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?“ spurði faðirinn. Sonurinn svaraði: „Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra. Við eigum sundlaug sem nær útí miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur. Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur og norðurljós á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan dalinn og fjöllin. Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra, tún og haga sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna hvort öðru og hjálpa öðrum. Við þurfum að kaupa okkar mat en þau geta búið sinn til sjálf. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum og nágrönnum sem verja þau. “ Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við: „Takk Pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hvernig metum við ríkidæmi? Spurning? 

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já við kunnum oftast ekki að meta það sem við höfum. Hér hef ég fjöll,sjó og stundum snjó  En ég vil meira, efst á óskalistanum mínum er lítill sumarbústaður, veistu hvar?? Auðvitað í Ystuvíkurlandi og kofinn minn þar kemur á næstu 5-10 árum ef ég tóri svo lengi. Þangað til ætla ég að reyna að vera ánægð með það sem ég hef.  Knús og kveðjur.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.11.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Skil það að þú viljir koma þér upp kofa í Ystuvíkurlandi, það er fallegt þarna út með firði. Þar er líka oft nógur snjór. Ég ætla líka að reyna að vera ánægð með það sem ég hef. Hér get ég enn lagst í pottinn minn og séð stjörnurnar, ekki of mikil birta. Ég er nú að vísu líka með innflutt ljósker og potturinn er innfluttur ekki sætur lækur en ég ætla samt að vera ánægð. Hafðu það gott Dúna mín. Knús og kveðjur til þín

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:20

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Sömuleiðis, skilaðu líka kveðju til mömmu þinnar.  Hún er svo æðisleg.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.11.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Mamma er æði og verður ábyggilega glöð að fá kveðju, skila henni

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 21:03

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mitt ríkidæmi er í börnunum mínum.Og veraldlegir hlutir,ég hef það sem ég þarf og þarf það sem ég fæ

Birna Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 11:55

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Börnin eru svo sannarlega auðurinn sem skiptir öllu máli, alltof fáir sem átta sig á því

Sigríður Jóhannsdóttir, 16.11.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband