Kreppublogg sem átti ekki að verða neitt kreppublogg en varð það samt:)

Laugardagsmorgunn, yndislegt. Vaknaði ekkert svo snemma og líður alveg ljómandi vel með það. Búin að renna gegnum blöðin, ekkert nema eitthvert andskotans krepputal þar. Það nýjasta er að hleypa almúganum í sitt eigið fé svo það missi nú ekki húsin sínAngry. Mér finnst satt að segja spaugilegt hvað allir stjórnmálamenn eru með miklið Ragnar Reykás syndrom, fyrir ekki svo löngu var enginn maður með mönnum nema hann væri með séreignalífeyrissparnað og nú af því þeir (stjórnmálamenn) ásamt einhverju vitleysingum sem héldu að væru ríkir (við héldum það líka og forsetinn) eru búnir að setja allt á hausinn eigum við að taka ellilífeyrinn okkar til að redda málum. Eins gott svo þeir sleppi ekki sjálfir í hann þessir hálfvitar og eyði honum líkaWhistling. Varla þurfum við að hafa áhyggjur af ellinni eins og allt er nú glimrandi gott hér á skerinu okkar. Líklega getur ríkissjóður, þegar þar að kemur, séð fyrir stærsta ellilífeyrisþegapakka ever (það erum sko við sem erum á miðjum aldri núna), eða máske þeir séu bara að vona að við drepumst bara öll áðurWink

Ég ætlaði nú ekkert að blogga um einhverja kreppu, nóg af besservisserum sem það gera svo maður fari nú ekki að fylla þann hópWhistling. Veit það bara að mér líður ágætlega, vinnum enn fyrir reikningum enda höldum við hjónin ennþá vinnunni. Ungi maðurinn á neðri hæðinni (sonurinn) hefur hins vegar misst sína. Var í byggingarvinnu með skólanum, er að læra til smiðs, eins gáfulegt og það nú erWoundering og var að vonast til að komast á samning um áramót. Ljóst er að það verður ekki og kannske ljóst að best væri að skipta um stefnu í menntunarmálunum´. Hins vegar er valið hans en ekki mitt sem betur ferTounge. Hann þarf heldur ekki að hafa áhyggjur, meðan við höfum vinnu þá getur hann svo sem fengið að borða hér þarf ekkert að skera niður nema þá kannske í skemmtanalífinu. Ekki allir svona heppnir, enda tókum við ekki þátt í útrásinni. Ferðuðumst ekki grimmt um heiminn, fórum ekki í verslunarferðir og tókum ekki lán fyrir bíl og/eða hjólhýsi.  Núna er ég feginSmile

Hafið það gott um helgina elskurnar mínar og enn og aftur passið ykkur í hálkunniHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála með hálfvitanaHafðu það gott líka elskuleg

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Held að margir séu sammála okkur Ninna mín. Hvernig gengur að vinna í ómennskunni?, tek þig sko til fyrirmyndar

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú sérð það nú, er í tölvunni baraÆæ... fyrirmynd... óóó... passaðu þig nú á því

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 11:49

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Alveg, algjörlega óhrædd við þig sem fyrirmynd mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband