Blálokin á sumarfríinu!

Ég var nýbyrjuð með þetta moggablogg og þá bilaði. Var á einhverju síðurusli sem alltaf var að bila og hélt ég væri að fara í grænna gras hinum megin við lækinn. En það bilar greinilega líka. Ég var með þemað „Tómatar í rökkri“ en við bilunina festist þemað „Appelsínur“, nú eru tómatarnir komnir aftur en það er svo skrýtið að margar svokallaðar síðueiningar hverfa af og til eða færast ofar eða neðar á síðunni. Ég bara skil ekkert í þessu. Myndirnar mínar eru kannske ekki merkilegar en þær detta alltaf út. Gestabókin er heldur ekki mikið notuð en ég vil samt hafa hana inni en hún dettur alltaf út líka. Samt fékk ég orðsendingu þess efnis að nú sé allt komið í lag. En ég er ekki viss um að það sé rétt.

Gærdagurinn var rólegur. Fór aðeins út í skóla, meira til að hitta þrælana sem eru að undirbúa nýtt skólaár. Gerði auðvitað ekkert af viti og þar sem ég þarf ekki endilega að vinna í skólanum fór ég heim og vann heilmikið, skoðaði nýtt stærðfræðiefni. Efnið er reyndar ekkert alveg nýtt en ég hef aldrei kennt það sem það er nýtt fyrir mér. Í dag ætla ég svo að halda áfram með það verk, það er að segja ef ég get slitið mig frá þrifum og slíkuLoL. Á morgun þarf ég svo að vinna í skólanum og þá geri ég það bara. Sumarið er ekki lengi að líða og sumarfrí kennara styttist alltaf. Ég er samt ekki að kvarta, það var eðlilegt að það styttist, hitt var tímaskekkja. Ég hins vegar get ekki að því gert að ég vorkenni börnunum að byrja svona snemma, sér í lagi unglingunum. Ég man hvað það var gott að eiga langt, langt sumarfrí og geta unnið sér inn einhverja peninga að ráði. Þegar ég var barn og unglingur byrjaði sveitaskólinn ekki fyrr en í október og oftast vorum við komin í frí fyrir miðjan maí. Fríið var náttlega ekkert frí, vinnan á frystihúsinu tók við, en það var bara gaman, allavega á útborgunardögumJoyful. En tímarnir eru aðrir nú fá 12-13 ára krakkar ekki vinnu við hlið fullorðinna, það er barnaþrælkun og ekki megum við vera eftirbátar annarra þjóða hvað menntun varðar og ef lengra skólaár bætir menntun, sem ég vona svo sannarlega að það geri, þá er það sjálfsagt. Í raun hlakka ég til að hitta krakkana. Nú er heilt sumar liðið frá því ég sá þá síðast og hjá unglingum breytist margt á styttri tíma en það.Smile

Nú ætla ég að skúra og þurrka ryk. Svo ætlum við Siggi, samkennari minn, að hittast og ræða komandi skólaár yfir kaffibolla og eftir hádegi verður það svo stærðfræðin. Mikið er nú gaman að lifaTounge. Gangið á kærleikans vegum í dag sem aðra daga. Þar til síðar, yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vildi ég gæti hjálpað þér með síðuruglið, en allt svona tölvutæknikj... fer algerlega fyrir ofan minn garð og neðanÞú ert góður penni frú Sigríður

Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já Ninna mín, þetta er held ég alveg að koma hjá mér, er ótrúlega dugleg að fikra mig áfram í tölvutæknikj...! Takk fyrir samt ljúfan!

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.8.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband