Gleði og gaman!

Þá er kominn tími til að hafa sig upp út letinni og fara að gera eitthvað annað en að vera í fríi. Sniðugt að byrja á því að blogga svolítið um síðustu daga og skella sér svo í vinnunaWink. Verslunarmannahelgin leið stóráfallalaust á landinu og algjörlega áfallalaust hér á þessu heimili. Við vorum bara heima og höfðum það notalegt. Mamma kom til okkar á fimmtudag og ég keyrði hana heim í gærkveldi. Læti helgarinnar fór sem sagt fram hjá okkur, við nutum bara veðurblíðunnar, borðuðum góðan mat, pottuðumst og fórum á rúntinn um nágrennið. Svona á lífið að vera.

Alvara lífsins tók svo við hjá Val í gær. Sumarfríinu lokið og púlið hafið. Ég nennti ekki að vinna í gær (hefði þurft þess), þess í stað vaknaði ég bara með manninum og eftir að hafa lesið blöðin fór ég að þvo og bóna bílinn minn. Mamma svaf á meðan eins og engill enda var þetta fyrir átta. Mamma var svo vöknuð þegar ég kom inn eftir bílasjæninguna og horfðum við saman á bóld end bjútifúl. Það gerum við oftast þegar hún dvelur hjá okkur. Ég játa það reyndar fúslega að gamlan mín þurfti ekkert að upplýsa mig um það sem gerst hefur í þáttunum í sumar (nema síðustu þrjár vikurnar) þar sem ég horfði þættina alla virka morgna í hálfan mánuð (þá fór Valur í vinnuna og húsmóðirn var heima, hafði ekkert að gera, nennti ekki að þurrka ryk og skúra, sólin ekki farin að skína á pallinn og orðin leið á Heimsljósinu, svo þetta varð fyrir valinuW00t). Ógeðslega leiðinlegir þættir verð ég að segja. Alltaf sama hringavitleysan í gangi, allir að sofa hjá öllum, mæðgur og systur, bræður og feðgar. Ég held að Brúk sé búin að giftast þremur bræðurum og föður þeirra, einum bræðranna þrisvar og stefnir nú í fjórða skiptið, svo ég upplýsi lesendur orðurlítiðWoundering. Spurning hvort ég horfi áður en ég lít upp í skólaWhistling. Eftir bóldið lásum við blöðin og spjölluðum og í hádeginu bauð ég í súpu í Kristjáns bakaríi. Eftir það tók smá búðarráp við. Ég keypti mér íþróttaskó á 1990 krónur og tvo boli og mamma náði sér líka í bol. Allt kostaði þetta um 5000 krónur, enda einhverjar útsölur í bænum ennþá.

Við mamma fórum svo til Grenivíkur eftir að hafa snætt steikta ýsu. Litum auðvitað í kaffi til Oddu systur og stoppuðum þar góða stund í flottu yfirlæti. Pétur Þór tók mér fagnandi og raunar öll börnin mín á því heimili. Yndislegir krakkar sem Odda mín á. Tjáður Pétur tók mig á bryggjurúnt, það er að segja ég ók, þar sem hann sagði mér nöfn allra trillanna sem voru við bryggju. Alveg klár á þessu öllu saman pjakkurinn sá. „Þarna eru Anna og Hugrún og Geiri er á milli“. „Geiri? Ég sé engan Geira!“ „Jú, það er rauði báturinn á milli þeirra! Og þarna er Fengur og Eyfin og Gói og Sindri er litli báturinn og Sjöfn er þarna“ glumdi í þeim stutta. „Eyfin, hvernig nafn er það?“ „Hann bara heitir það!“ „Allt í lagi!“ Í ljós kom að Eyfin heitir Eyrin en hvaða máli skiptir það. Ég hélt líka að tunglið héti túll þangað til ég fór að lesa sjálfLoL svo svona misheyrn er alvanaleg í familíunni.

Eftir kaffið hjá Oddu, skilaði ég mömmu á Grenilund þar sem Adda og Oddný tóku fagnandi á móti henni. Gömlurnar eru afar kátar þessa dagana voru svo heppnar að nýr heimilismeðlimur, af hinu kyninu, flutti inn fyrir stuttu og kemur sá af Akureyrinni. Ekkert smá hressar með það kerlurnarWink.

Heim var ég komin upp úr ellefu og skreið beint í bólið eftir erilsaman en skemmtilegan dag. Farið vel með ykkur elskurnar mínar, þar til síðar, yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flottur sá stutti

Jónína Dúadóttir, 6.8.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Með sjómannsblóð í æðum stubburinn

Sigríður Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 13:50

3 identicon

Þú hefur væntanlega ekki farið þrjár ferðir eftir íþróttaskónum þínum eins og sumir, he, he
Flottur strákur hann Pétur Þór, ekki spurning

Hóffa (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Nei Hóffa mín, ég fór bara eina, en skórnir eru samt heldur stórir. Fór í þeim til Grenivíkur og kann því ekki við að reyna að skipta

Sigríður Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér vel og góða skemmtun í vinnunni mín kæra

Jónína Dúadóttir, 6.8.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband