Komin heim í leit að ró!

Eftir stuttu athöfninaVið hjónin fórum til Reykjavíkur á mánudag, strax og búið var að pússa okkur saman og komum aftur heim í gær. Valur var ákveðinn í að eyða að minnsta kosti tveimur dögum (heilum), jafnvel þremur í borginni, en við vorum varla komin á staðinn þegar hann fór að tala um að fara aftur heimW00t. Okkur tókst samt ætlunarverkið en það var að finna ljós á pallinn á skikkanlegu verði. Okkur langaði nefnilega í nokkra staura, en verðið á einum ca. 20 cm háum staur er á bilinu 15-70 þúsund krónur sem okkur þótti náttúrulega fáránlegt, fyrir utan að efnahagurinn hefði ekki leyft mörg þannigWink. Við sem sagt keyptum fimm ljósastaura (ekki götu), skoðuðum helstu verslunarmiðstöðvar, hittum vini og ættingja þó ekki hafi verið stoppað lengurLoL. Talandi um verslunarmiðstöðvar þá þoli ég ekki slík fyrirbæri. Þegar ég kem inn í Kringluna og ég tala nú ekki um Smáralindina þá fæ ég innilokunarkennd og missi mátt úr mínum fíngerða skrokkiWoundering. Ó mæ god hvað mér leiðist þessi fyrirbæri og yfirhöfuð verslanir, eins og það er þó gaman að koma heim með eitthvað fallegt úr slíkum túrumPouty. Ég er meiri svona kaffihúsakerling en verslunarkerling.

Dagurinn á að fara í að ákveða hvar ljósin eiga að vera, ég er nú ekki sérlega flink í slíku, hef í raun ekki miklar skoðanir á ljósum eða staðsetningu þeirra, veit ekki af hverju. Er bara svona, mér væri sama þó hér væru bara rússneskar krónur, tek ekki eftir útliti króna og staura, vil bara lýsingunaTounge.

Ég reikna með að líta líka á litla frænda minn, hann Ágúst Má en hann liggur á barnadeildinni. Það var hann þessi litla elska sem lenti fyrir bílnum á Bónusplaninu. Skelfilegt slys en sem betur fer er útlit fyrir að hann nái sér. Við fórum með mótorhjól til hans í gær og litla skottið var eins og fullorðinn maður þegar hann sagði mér að sér liði bara óvenjuvel núna. Hann hélt greinilega ró sinni, þó auðvitað sé hann með sársaukaverki í öllum skrokknum, enda allur bólginn og marinn frá tám og upp á hvirfil. Augun bæði sokkin og andlitið allt bólgið. Ég dáist að litlu hetjunni hvað hann er sterkur. Má þakka fyrir að ekki fór ver, hjól bílsins fóru yfir fót hans og það má greina för á enninu eftir hluta af dekki, það hefði ekki verið að sökum að spyrja ef bíllinn hefði farið yfir höfuð, brjóst eða kviðarhol. Við vonum bara að litli skúrfélaginn, eins og Valur kallar hann, jafni sig fljótt og vel á næstu vikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Velkomin heim frú SigríðurHallærislegt á Glerártorgi áðan, en ég var á svo mikilli hraðferð, þurfti að vera komin tíu mínútum áður til læknisHefði samt alveg mátt stoppa og gefa þér svo sem "eitt faðm" í tilefni giftingarinnar, svíkst ekki um það næst þegar við hittumstHræðilegt með litla frænda þinn, vona innilega að hann nái sér sem allra fyrst og best

Jónína Dúadóttir, 24.7.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk Ninna mín. Ég var líka á hraðferð, átti að vera mætt í afmæliskaffi úti á Grenó og átti eftir afmælisgjöfina.

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband