Framkvæmdum að ljúka!

DSC00998Við erum núna búin að fá nóg af smíðum olíuáburði og brasi í garði og palli. Pallurinn er búinn W00t nema það á eftir að smíða tvö hlið og ég á eftir að fara aðra umferð með olíu á dótið allt saman. Hliðin bíða bara annað hvort haustsins eða næsta vors, en hitt kemur, umferðin fyrri verður nú að fá að þorna. Við skelltum okkur í RL store og keyptum tvo stóla og dúkkuborð til að setja við þilið, þar verður sko gott að sitja á kvöldin, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Varð nú að skella mér út með myndavél og taka nokkrar myndir af herlegheitunum, minna má það nú ekki vera. Ég er alveg ógeðslega ánægð með árangurinn. Ekki er ég síður stolt af litlu sætu plöntunum mínum (voru sko litlar og sætar fyrir fjórum árum), kvistarnir hvítu hamast DSC00995við að blómstra eins og sjá má á myndinni hér á hægri hönd. Flottur brúðarkvistur. Hér erum við búin að setja punktinn, engar framkvæmdir það sem eftir er árs hvorki úti né inni. Átti reyndar að ljúka eldhúsinu fyrir jólin en ég er ákveðin í að geyma það fram á vor, svo kemur í ljós hvort það stenst. Veðrið var bara fínt bæði í gær og dag. Sól skein í heiði og hér á pallinum okkar var mjög hlýtt þó norðanáttin væri köld og mjög hvöss. Hann spáir svo bæði rigningu og kulda á morgun og sýndist mér helgin ekki féleg. Í næstu viku er stefnan sett á borg óttans, þá verður ábyggilega farið að rigna þar og komið hið besta veður hér. En hvaða máli skiptir það? Maður er manns gaman og til þess förum við í höfuðborgina, að hitta fólk!Tounge

Myndir af pallinum og plöntum hér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er stórglæsilegt hjá ykkur

Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk, Ninna mín! Komin úr útlegð?

Sigríður Jóhannsdóttir, 20.7.2008 kl. 11:51

3 identicon

Sammála Ninnu, stórglæsilegt og frábært að sjá hvað þú ert með græna fingur

Hóffa (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hehe, þetta bara er sjálfala, ég er nefnilega stórklár eins og þú veist Hóffa mín, vel mér eitthvað sem bara vex án þess að ég þurfi að dekra mikið við það. Þú ættir svo að líta til mín einhvern tímann þegar þú átt leið í bæinn mín kæra, gaman væri að hittast!

Sigríður Jóhannsdóttir, 20.7.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband