15.7.2008 | 09:39
Aldrei fór ég suður?
Þegar við Valur gerum áætlun þá stenst hún aldrei, hvernig sem á því stendur. Við sem sagt ætluðum okkur að renna í borg óttans í dag, Valur nýtti tímann í gær í að skipta um bremsuklossa og þurfti þá endilega að sjá að lega er farinn í framhjóli. Nú þá þarf bara að skipta sagði ég, en það er víst ekki svona auðvelt. Hringt var í umboðið og þar var okkur tjáð að legan kosti ekki nema 50 þúsund kall.
. Þá var hringt í N1 (gamla Bílanaust) og þar fékkst stykkið á tæpan 14 þús kall. Auðvitað var varan ekki til á Akureyri svo panta þurfti dótið. Við vonum að þetta komi í dag svo hægt verði að renna suður eftir hádegi á morgun
.
Mest var nú dundað hér heima fyrir í gær. Valur lauk reyndar við að setja utan um pottinn og gerði rammann fyrir skjólvegginn. Við keyptu svo það sem vantaði af efni í hann og þá þarf að rigna. Dagurinn fer líklega í ekki neitt. Vorum að vona að við gætum lokið við vegginn en nennum því varla í norðangarra og rigningu. En þetta verk hleypur ekki frá okkur frekar en öll önnur og því bara að halda ró sinni, ég er nú svo flink í slíku
. Þetta kemur allt saman fyrir sumarlok, verð bara að draga Heimsljósið aftur fram, lagði því vegna annarra anna
.
Þá vona ég að dagurinn fari vel með ykkur, sunnanfólk búið ykkur undir komu norðanskæruliða. Yfir og út!
Athugasemdir
Þið komið bara með góða veðrið aftur norður :) það spáir þessu fína veðri hérna fyrir sunnan næstu daga :) um að gera njóta þess.
kv Hadda G
Hadda G (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:56
Urðum að fresta suðurferðinni vegna vandræða í sambandi við varahlutaþjónustu á skerinu okkar góða
. Komum líklega með sólina að norðan í næstu viku
Sigríður Jóhannsdóttir, 16.7.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.