Hitt og þetta hafast að.........

... en við erum samt ekkert að henda, brjóta og týna. Þessi laugardagur verið þægilegur. Byrjuðum hann á golfi inn á Þverá. Frekar hefur mér farið aftur, enda léleg ástundun þetta sumarið. Veðrið var þó með eindæmum gott, svo heitt að við slepptum einni holu, þeirri áttunduGrin. Yfir Akureyri hékk dimmt ský þegar við keyrðum heim, sólarlaust en hún fór að skína fljótlega. Líklega til að ég fengi að svitna enn meira við sláttinn á lóðinniWink.

Auður Sif gisti hjá okkur í nótt, hún var sofandi þegar við fórum í golfið og farin í sund með vinkonu sinni þegar við komum heim. Hún hringdi áðan og sagðist vera að fara með vinkonunni í Lund, ekki spyrja mig hvaða Lund (held að þetta hafi átt að vera með stóru elli, kannske var hún bara að fara í lautarferð, veit ekkiWhistling). Það kemur nú í ljós fljótlega því bráðum kemur hún heim. Steinar Adolf hringdi áðan og bað um gistingu í nótt, það var auðsótt og verðum við því tveggja barna foreldrar for one nightSmile.

Valur borar og smíðar og skrúfar og brasar. Nú á að reyna að ljúka við pallinn, ganga frá kringum pottinn og smíða vegg, svo okkur líði ekki eins og á sýningarpalli þegar hann er notaður. Ég hef bölvað öspunum í sand og ösku frá því við fluttum en núna geri ég það ekki, þær eru veggur í biliErrm.

Held ég rölti út með Heimsljós, farið vel með ykkur elskurnar mínar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Laxnes er kannski skemmtilegri, lesinn úti í sólinniGott þú skulir hafa það svona ljúft

Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Gengur svakalega hægt með Laxness, farin að halda að honum ljúki ekki fyrir jól.

Sigríður Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ok, þá er ég hætt við að halda niðri í mér andanum

Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 07:36

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, í guðs bænum gerðu það

Sigríður Jóhannsdóttir, 6.7.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband