19.6.2008 | 15:49
Bardús!
Hér er allt við það sama má segja. Ferlíkið hefur verið tengt við vatn og var það prófað í morgun og kom þá í ljós leki við fráfallið, ekki var hann þó hættulegri en það að laga mátti með því að herða draslið aðeins betur. Nú hangir vatnið í honum og þá er bara að grafa meira og koma rörum niður svo hægt sé að láta renna úr dótinu. Máske við getum skellt okkur í heitan pott um helgina. Veitir ekki af heitum potti svo hægt sé að vera eitthvað úti, helvítis kuldinn ætlar mann lifandi að drepa, við frostmark á nóttunni og hangir í 7-8 stigum á daginn, varla það þó þar sem brjáluð norðanáttin kælir mikið.
Ég hef haldið mig að mestu til hlés þegar kemur að smíðum og pípulögnum en notaði tækifærið og verslaði eitt stykki rúm, meðan bóndinn lá undir ferlíkinu hér úti. Bubbi á afmæli í desember og þá eru líka jólin svo ákveðið var að kaupa jóla- og afmælisgjöf handa einkasyninum núna, ekki ráð nema í tíma sé tekið, spurning hvort við verðum ekki búin að gleyma þessu í desember og dekurrófan græði aðeins. Blessaður unginn ætti að sofa vel í nótt.
Verð að þjóta, heimsent rúm kallar, yfir og út!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Athugasemdir
oh sorry smá miskilingur hér, umm valur Friðvinsson var eg að spurja um,ertu konan hans,? hann er sko frændi minn,!
ég, (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:50
Já, frændi Vals, hvaða frændi?
Sigga (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:18
Frænka ætlaði ég að segja, sá það á hinni síðunni að þú ert líklega stelpa
Sigga (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:29
Ert þú Inga? Dóttir Heimis?
Sigríður Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 14:41
tjaa ég er skrifuð björgvinsdóttir, en var i upphafi Heimirsdóttir, þannig ég bara hlýt þá að vera dóttir hans.
IngaH (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 16:58
Já, líffræðilega auðvitað, gaman að heyra í þér.
Sigríður Jóhannsdóttir, 21.6.2008 kl. 18:37
jájá það er alltaf gaman að heyra í mér:D! búið þið á akureyri??
ingaa (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 15:45
Já, við búum á Akureyri!
Sigríður Jóhannsdóttir, 23.6.2008 kl. 09:00
næææs,! ég kem þangað í lok sumarsins í heimsókn til ömmu og pabba!!bara gaman að því! ég er sjálf staðsett a baugstöðum rétt fyrir utan stokkseyri !
ingaa.. (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.