Færsluflokkur: Bloggar
21.7.2008 | 10:30
Góðan og blessaðan...


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.7.2008 | 09:39
Aldrei fór ég suður?
Þegar við Valur gerum áætlun þá stenst hún aldrei, hvernig sem á því stendur. Við sem sagt ætluðum okkur að renna í borg óttans í dag, Valur nýtti tímann í gær í að skipta um bremsuklossa og þurfti þá endilega að sjá að lega er farinn í framhjóli. Nú þá þarf bara að skipta sagði ég, en það er víst ekki svona auðvelt. Hringt var í umboðið og þar var okkur tjáð að legan kosti ekki nema 50 þúsund kall.
. Þá var hringt í N1 (gamla Bílanaust) og þar fékkst stykkið á tæpan 14 þús kall. Auðvitað var varan ekki til á Akureyri svo panta þurfti dótið. Við vonum að þetta komi í dag svo hægt verði að renna suður eftir hádegi á morgun
.
Mest var nú dundað hér heima fyrir í gær. Valur lauk reyndar við að setja utan um pottinn og gerði rammann fyrir skjólvegginn. Við keyptu svo það sem vantaði af efni í hann og þá þarf að rigna. Dagurinn fer líklega í ekki neitt. Vorum að vona að við gætum lokið við vegginn en nennum því varla í norðangarra og rigningu. En þetta verk hleypur ekki frá okkur frekar en öll önnur og því bara að halda ró sinni, ég er nú svo flink í slíku
. Þetta kemur allt saman fyrir sumarlok, verð bara að draga Heimsljósið aftur fram, lagði því vegna annarra anna
.
Þá vona ég að dagurinn fari vel með ykkur, sunnanfólk búið ykkur undir komu norðanskæruliða. Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2008 | 07:59
Hvað er með ásum?
Þá er ég klædd og komin á ról þó klukkan sé ekki átta, ég í sumarfríi og engin sól frekar en fyrri daginn. Einu sinni mér áður brá. Fyrir tíu árum hefði ég sko sofið á mínu græna fram undir hádegi og ekki fundið fyrir því. Ég hefði reyndar líka vakað lengur frameftir. Nú er ég alltaf orðin syfjuð í kringum sjónvarpsfréttir og gæti hugsað mér að skríða inn og sofa. Geri það nú ekki en oft er ég sofnuð fyrir miðnætti, sem gerðist ekki fyrir örfáum árum
. Alla vega er ég komin á fætur alla daga fyrir sjö, bara eins og ég væri í vinnu. Notalegt að geta setið í friði og ró, lesið blöðin og ráðið Soduku eða orðagátur ýmiskonar (hef samt ekki reynt við sunnudagsgátu Moggans, skil hana ekki) og jafnvel verið búin að þvo vél og hengja úr henni fyrir tíu
. Þegar þarf að slá lóðina þarf ég þó að bíða fram til níu, alla vega finnst mér það huggulegra, þar sem ég veit að sumir sofa lengur en ég og allt í lagi að taka tillit til þeirra (nágrannar)
.
Ég hafði það bara gott hér heima í þokunni í gær. Fór í klippingu og litun sem kominn var tími á. Talandi um það þá þykir mér þetta dýr þjónusta. Ég sem sagt fór í klippingu og var lituð í rót og þurfti að reiða fram 9500 krónur fyrir herlegheitin. Ég er orðin grá fyrir hærum og þarf að láta lita á 4-6 vikna fresti ef vel á að vera og mér þykir þetta nokkuð dýrt þess vegna. Reyndar fer ég oftast í heillitun og þá þarf ég að borga um 12000 kall
. En alla vega er ég voða fín, eða var það í gær, ekki mjög fín nývöknuð og ekki búin að greiða mér
.
Þá vona ég bara að dagurinn fari vel með ykkur, kannske lætur sólin sjá sig, hvur veit!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.7.2008 | 11:02
Sumt skilur maður ekki!
Einkennilegt margt í kýrhausnum. Hvað veldur því að stjórnvöld senda flóttamann úr landi á vit örlaganna, til Ítalíu bara vegna þess að þar millilenti vélin sem hann var í? Hvers konar skriffinnskukerfi er þetta eiginlega? Ætli þeir sem starfa hjá Útlendingastofnun (eða Dómsmálaráðuneytinu) og taka svona ákvarðanir vildu að svona yrði farið með þá eða þeirra? Ég er nú bara á þeirri skoðun að kristilega siðgæðið sem skólar hafa starfað eftir hér á landi og öllum finnst svo mikilvægt að halda inni í lögunum hafi ekki skilað sér til þeirra. Konungurinn sagði: Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín. Og hann sagði einnig þetta: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. (Úr Matteusarguðspjalli) Ég er nú farin að hljóma eins og trúboði, en mér finnst framkoma stjórnvalda í þessu máli ekki bera vott um manngæsku og góðvild og hana nú! Ekki það að ég sé einhver engill sem aldrei gerir neinum neitt, en svona lagað gæti ég ekki gert. Frekar yrði ég atvinnulaus!
Annars allt meinhægt hér hjá okkur þremenningunum eða ætti ég að telja kettina með? Þá erum við Fimm á Hulinsheiði, eða eitthvað í þeim dúr. Ég vaknaði með vinnumönnunum mínum í morgun, ætlaði að vera svo dugleg en minna hefur farið fyrir því. Er nú samt búin að fara með dagblöð og fernur í gámana, ætlaði að henda bylgjupappa einnig, en fann engan svoleiðis gám. Gámasvæðið lokað til eitt svo ég rúnta bara með svaka pappa í aftursætinu. Þetta var svo fyrirferðarmikið að ég þurfti að hafa afturgluggann opinn svo það kæmist fyrir þannig að ég ligg frekar dauð en rífa þetta úr bílnum aftur bara til að troða því aftur inn og rífa aftur út klukkan eitt. Þess vegna vakti ég athygli mikla þegar ég fór að versla í Bónus áðan. Baðaði mig í þessari athygli enda athyglissjúk kona.
Nú þarf ég að fara að taka úr rúmum og setja í þvottavél, slá lóðina, klippa og reyta arfa og annað óæskilegt úr beðum, henga út, setja í aðra þvottavél, þrífa hér inni (helst)......................, segið svo að húsmæður geri ekki neitt
Hafið það gott í sólinni, á upptalningunni hér að ofan mætti halda að ég ætlaði ekki að gera það en það er hinn argasti misskilningur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2008 | 14:50
Góðan og blessaðan...
....daginn! Veitir ekki af að óska Norðlendingum þess í þessu frábæra veðri. Velti því fyrir mér hvert ég á að flytja
, ekki gæti ég búið í höfuðborginni, veit að ekki rignir minna þar en hér (hef sko reynt það) þó sú sé ekki raunin nú í augnablikinu. Held bara að ástandið sé að verða eins og á myndinni hér til hliðar. Hins vegar segja veðurfræðingarnir að þetta horfi til betri vegar og þá er bara að vona að spáin þeirra rætist. Helgin ku eiga að vera góð, best að vera bjartsýn. Ég gæti nú svo sem notað tímann og reynt að gera eitthvað, ég á til dæmis að kenna námsefni sem ég hef aldrei kennt fyrr næsta skólaár, annars vegar stærðfræði (nýja námsefnið) og hins vegar náttúrufræði, en ég bara nenni ekki að líta á þetta ef satt skal segja og ég er nú af ólygnum komin
! Eins minnir mig að það sé gaman að lesa
, en það er bara svo langt síðan ég hef tekið bók í hönd, mér til skemmtunar það er að segja, að ég er ekki viss um að ég kunni það lengur
. Máske ég prófi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.6.2008 | 11:06
Tvöfalt afmæli!
Góðir vinir mínir eiga afmæli í dag. Mundi það allt í einu og ákvað að auglýsa
. Gilli frændi og Víddi æskuvinur minn. Tveir góðir félagar. Til hamingju með daginn drengir mínir! Set hér sætar og skrautlegar afmælisblöðrur ykkur til heiðurs! Svei mér ef andlitin á blöðrunum minna ekki á ykkur!
Hafið það gott í dag! Yfir og út!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)