Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2008 | 19:55
Er alveg snarlifandi!
Helgin fór að vanda vel með okkur heimilisfólkið og reyndar kettina líka. Á föstudagskvöldið litu vinkonur mínar þær Helga og Sigrún á pallinn til mín. Við sátum góða stund og spjölluðum um daginn og veginn. Sigga Indriða rétt leit við til að fá sér kaffisopa en hún kom að sunnan til að vera á réttum í Grýtubakkahreppi. Ég fór ekki, en verð að fara að koma mér í heimsókn heim, ég sakna Grenivíkur og enn meira sakna ég fólksins míns, en það hef ég ekki séð lengi´. Úr því verð ég að bæta um næstu helgi. Á sunnudag hringdi svo Steinunn Helga til mín og vildi endilega fá mig á blakleik. Ég hafði ekki hugmynd um að Norðurlandamót í blaki U-19 var haldið í KA heimilinu en Steinka er í því liði. Ég auðvitað dreif mig og sá þær vinna Norðmenn 3-2 og ná með því bronsinu. Verð að segja að ég var búin að gleyma hversu gaman er að horfa á blak. Steinka stóð sig auðvitað með sóma, flott stelpa hún litla frænka!
Gekk og gekk í dag, það var nefnilega umhverfisdagur í vinnunni og held ég hafi fengið of stóran skammt af súrefni, er eitthvað svo syfjuð. Fer snemma að sofa í kveld. Farið vel með ykkur elskurnar mínar og vona ég að vinnuvikan reynist ykkur létt og góð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2008 | 20:09
Bubbi orðinn afi:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2008 | 20:57
Enn...
...og aftur er komin helgi, notalegt eins og alltaf. Þessi vika hefur verið svolítið erfið. Ég haltraði fram eftir henni, fann svo til í hnénu, en það skánaði um hana miðja. Slappleiki einhvers konar tók þá við og honum fylgdi alzheimer light með ótrúlegri gleymsku og rugli, mér meira að segja datt í alvöru í hug að sá skæði sjúkdómur væri að byrja, en líklega væri ég ekkert meðvituð um það ef það er raunin, enda er ég betri núna. Að öðru leyti hefur allt gengið sinn vanagang, við hjónin fengum reyndar brúðargjöf á þriðjudag. Elskulegir vinnufélagar mínir færðu okkur svona líka flotta olíulampa til að hafa á pallinum okkar fína. Ljósið af þeim er svo yndislegt í húminu að það liggur við að ég taki niður rafmagnsljósin, eldur er svo miklu rómantískari. Hins vegar þarf auðvitað að vakta hann betur en rafmagnið svo það má alveg hafa þetta í bland, stundum kveikt á hvoru tveggja, stundum njóta eldanna og stundum tækninnar.
Ég á svo von á því að Sigrún og Helga, vinkonur mínar líti til mín þegar líður á kvöldið, við ætlum sko að njóta haustblíðunnar, sitja úti og spjalla. Á morgun ætlum við Valur í golf, líklega með seinustu svoleiðis ferðum þetta árið. Njótið helgarinnar elskurnar mínar, það ætla ég svo sannarlega að gera. Þar til síðar, yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2008 | 12:06
Notalegheit!
Við höfum notið helgarinnar út í ystu æsar. Á föstudagskvöldið djammaði ég aðeins með samkennurum mínum, nauðsynlegt að gera eitthvað annað en vinna með því góða fólki. Ég var nú samt ekkert frameftir nóttu á því djammi, enda varð ég að vera hress og kát á laugardagkvöldi. Tilefni þess djamms er nefnilega fimmtugsafmæli Gunnhildar vinkonu minna sem býr á Grenivík. Við Valur vorum komin til hennar um sexleytið í gærkveldi. Þar var auðvitað húsfyllir enda Gunnhildur góð heim að sækja. Hitti ég þar marga af æskuvinum mínum, suma þeirra hef ég ekki séð lengi, í áratugi held ég að óhætt sé að segja. Virkilega ánægjuleg kvöldstund. Við komum ekki heim fyrr en að ganga eitt í nótt en skelltum okkur í pottinn þrátt fyrir það ásamt Tönyu og Dodda. Það er fátt betra en að fara í heitan og góðan pott í húminu, við kertaljós og slaka vel á. Skríða svo í yndislegt rúmið sitt og sofa eins og engill fram á næsta dag, þannig á sko lífið að vera, þess á að njóta og það höfum við hjónin svo sannarlega gert þessa helgina.
Í dag er svo afmælisveisla hjá Ágústi Má litla frænda. Hann verður samt ekki fimm fyrr en 2. september en þar sem reiknað er með að hann fari í aðgerð í vikunni, þar sem fjarlægja á teina úr fæti hans, heldur hann upp á það í dag.
Hafið það gott í dag kæru vinir nær og fjær og farið varlega í umferðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2008 | 22:19
Afmæli!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 22:03
Þriðjudagur var það heillin!
Bloggar | Breytt 28.8.2008 kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 15:24
Ekki rættist draumurinn!
Ekki urðum við Ólympíumeistarar í handknattleik karla eins og ég hélt. Ég var ef satt skal segja alveg viss, en svona er þetta bara, við fengum þó silfrið og það má alveg sætta sig við það, við eigum næstbesta lið í heimi.
Helgin fljót að líða. Á föstudagskvöldið komu Sigrún, Siggi og Björk, samkennarar mínir hingað og við spjölluðum góða stund, fyrst inni, svo úti á palli, þegar stytti upp og svo aftur inni af því uppstyttan hélst ekki lengi. Við sváfum frameftir á laugardagmorgun og upp úr hádegi renndi ég austur í Fornhóla, tók þar Sigrúnu og saman fórum við í heimsókn til Hafdísar og Hörpu austur í Halldórsstaði. Við fengum gott kaffi, fyrir rest var það gott og með því auðvitað, þannig er það alltaf þegar maður heimsækir Hafdísi. Við stoppuðum góða stund en heim var ég komin rétt um kvöldmat sem Valur sá um að þessu sinni og gerði það með sóma. Doddi og Tanya litu í gærkveldi og eftir að þau fóru skelltum við hjónin okkur í pottinn. Það er yndislegt að liggja í honum í myrkrinu og horfa upp í stjörnubjartan himininn. Við skriðum ekki inn í rúm fyrr en að verða tvö í nótt og vorum auðvitað vöknum upp úr sjö, öll á heimilinu, ákveðin í að sjá Íslendinga landa gullinu á leikunum fyrrnefndu, en við vorum ekki á vellinum og því fór sem fór.
Vinnuvikan framundan, löng og ströng, en hún líður samt ábyggilega hratt, þannig er það þegar gaman er í vinnunni. Þar til síðar, yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2008 | 15:25
Ísland, best í heimi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.8.2008 | 19:52
Áfram Ísland!
Bloggar | Breytt 22.8.2008 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.8.2008 | 21:33
Grenivíkurgleði og góðir gestir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)