Pestarbæli!

Á heimilinu átti að nota helgina sem er alveg að verða búin í að gera allt mögulegt. Ég ætlaði að gera laufabrauð á föstudagskvöld, halda matarboð á laugardagskvöld og setja upp seríur. Maðurinn ætlaði að setja ljós úti en yfirleitt fer að minnsta kosti einn dagur í það hjá honum blessuðum. En ekkert af þessu varð að veruleika. Maðurinn veiktist á fimmtudag og er búinn að vera með hita og kvef síðan, ég, sem aldrei fæ pestar var með bæði kvef og hausverk dauðans á föstudagsmorgunBlush. Fór auðvitað í vinnuna en gat svo ekki meir eftir hana. Í gær var ég reyndar hressari og ætlaði svo sannarlega að standa við matarboðið, en þá var annar gesturinn fastur í leiðindaveðri heima hjá sér, út á Grenivík og hinn lá í magapest svo því var sjálfhætt. Þegar leið á daginn kom í ljós að það var lán í óláni að svona fór, ég nebblega fékk svona líka heljarinnar magapest svo ekki hefði ég orðið skemmtilegur gestgjafi. En Hóffa og Ninna, ég veit þið lesið stundum bullið í mér, þið eruð ekkert lausar, við reynum aftur í janúarWink Laufabrauðsgerðin frestast fram að næstu helgi og þá verða jólaseríur einnig settar upp úti fyrir að minnsta kostiWhistling. Ekkert stress hér, aðventan rétt að byrja og þrjár helgar meira en nóg til að gera það sem gera þarfLoL

Hafið það gott elskurnar mínar, þar til síðar kveð ég glöð og kát, laus við maga- og hausverki að mestuLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er með smá kvef,held ég láti það dugaEigðu góðan dag

Birna Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, endilega að láta það duga, hitt er ógeð og hafðu það líka gott í dag Birna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.11.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mig langar sko alls ekkert til að losna mín kæraHafðu það best í dag og vonandi fer pestin að fara eitthvað annaðBestu kveðjur frá einni sem les stundum bullið þitt

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, sendum þessa pest bara eitthvað langt upp í fjall þar sem enginn býr, veit þú varst ekkert að reyna að sleppa. Hafðu það gott í dag mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.11.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Bullum sull og magapest, gott bland eða þannig.  Hafðu það gott.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 1.12.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ógeð, en heilsan er löngu komin í nokkuð svona eðlilegt horf. Takk sömuleiðis Dúna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gott að pestin er farin

Birna Dúadóttir, 3.12.2008 kl. 08:39

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Farið hefur fé betra

Jónína Dúadóttir, 3.12.2008 kl. 09:21

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já svo sannarlega hefur sko farið fé betra

Sigríður Jóhannsdóttir, 3.12.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband