Ég er sko lifandi....

ennþá ef lesendur hafa verið að velta því fyrir sér svona yfirhöfuðTounge, bara ekki gefið mér tíma í nokkur skrif hér á síðumyndinni minni. Mikið að gera varðandi vinnuna alla síðustu viku og helgin fór að mestu í hvíld, djamm og meiri hvíldWink. Á föstudagskvöldið var ég svo þreytt að ég sofnaði yfir fréttunum, svona eitthvað að ganga átta og svaf fram á morgun. Laugardagurinn fór svo í búðarráp, án nokkurra kaupa, veitir ekki af í kreppunni að skoða bara ekki kaupa. Eftir hádegi komu svo Grenvíkingarnir mínir. Addi, Odda og mamma hentu Pétri Þór í hús og fóru sjálf í búðarráp. Við Pési skemmtum okkur í hundaleik milli þess sem við horfðum á Kókó og Dúllu, Litlu ljótu lirfuna og Tarsan. Tarsan er sko í minnstu uppáhaldi hjá þeim stutta af því hann er hræddur við ljón, en lét sig hafa það ef ég lofaði að skilja hann ekki einan yfir sjónvarpinu.Smile Þessar elskur héldu heim á leið um fimmleytið en þá þurftum við Valur að fara að huga að því að sjæna okkur ofurlítið þar sem við vorum að fara á jólahlaðborð með mínum ágætu vinnufélögum og mökum þeirra. Hálfátta vorum við mætt á Greifann og áttum mjög góða kvöldstund í góðum félagsskap og ekki skemmdi ágætur matur og gott rauðvín. Heima vorum við um miðnætti og skelltum okkur auðvitað í pottinn. Sunnudagurinn fór svo í að sauma jólagardínurnar auk þess sem ég leit aðeins yfir nokkur stærðfræðiverkefniWink. Helgin sem sagt ljómandi góð, svona bara rétt eins og helgar eiga að vera.Heart

Yfir og út elskurnar mínar og farið nú varlega í hálkunni, ábyggilega gott að fá sér mannbrodda eða setja sokkana yfir skónaLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flott helgi hjá þérOg ansi gott ráð í kreppunni að setja sokkana yfir skónaMannbroddar kosta alveg helling af krónupeningum

Birna Dúadóttir, 24.11.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Gamla góða sokkaráðið dugar ábyggilega ágætlega svona ef menn hafa ekki nokkra minnimáttarkennd

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.11.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott hjá þér og gott þú ert á lífi

Jónína Dúadóttir, 24.11.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Bara tölvufrí, fyrir utan vinnuna alla síðustu viku. Ekki gerst lengi

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.11.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband