Ekki öll vitleysan eins!

Var að hlusta á fréttir á Bylgjunni þar sem sagt var frá eldum sem loga vítt og breitt um Evrópu. Þessir eldar eru skelfilegir og fólk hefur þurft að flýja heimili sín. Þrátt fyrir að fréttaefnið sé langt því frá að vera skoplegt þá gat ég nú samt ekki annað en hlegið. Fréttakonan hefur líklega gleymt að lesa frétt sína yfir.  Hún talaði um elda í Frakklandi og ýmsum eyjum. Þá loga eldar á eyjum Ítalíu, svo sem Sardiníu og Sikiley en þar hefur fjöldi líka þurft að yfirgefa heimili sín, endaði konan lesturinn.Grin

Sumarið er tíminn....

Snækóróna í blóma!þegar fólki, dýrum og gróðri líður vel svona yfirhöfuð. Verst hvað það flýgur hratt hjá eins og reyndar vetur, vor og haustSmile. Við hjónin höfum það bara gott þessa dagana og erum að mestu heima. Fórum í sumarbústað á Flúðum og dvöldum þar síðustu viku í þessu líka yndislega veðri. Kunnum á þetta, DSC02349tókum tvær heitar og góðar vikur hér heima og svo eina heita og góða á SuðurlandinuWink. Auðvitað ferðuðumst við um Suðurhlutann, skoðuðum fossa, hveri, ker og klettaTounge. Þrátt fyrir gott veður og indælan tíma suðurfrá er nú samt alltaf best heima. Bubbi er á sjó, gekk bara þokkalega fyrstu vikuna en svo er veiðin nánast engin. Vonandi fer þó að glæðast hjá karlinumWink. Annars vona ég að þið hafið það gott elskurnar mínar og segi bara yfir og út!


Er ekki kominn tími til..........

að skrifa eitthvað hérna úr því maður er með þessa síðu? Ástæða bloggleysis eru nú ekkert endilega svona miklar annir síðustu mánuði, heldur asnaðist ég til að stofna einhverja facebook síðu og fannst nóg að eyða tíma þarWoundering. Brjálað að gera við að skoða og hafa samskipti þarSmile.

Annars er allt gott að frétta héðan úr Stafholtinu, lífið gengur sinn vanagang, nema hvað vaninn er að verða sá að sitja og gera ekki neitt, sem er í sjálfu sér ágætt líka. Er sem sagt í sumarfríi og tek því eins og það er skrifað FRÍI!Tounge en það merkir að maður eigi ekki að gera neitt, er það ekki annars? Reyndar er það ekki alveg satt, ég slæ stundum lóðina, tala við sólina sem hefur verið svo dugleg að vera hjá mér og svo gleymi ég aldrei að fá mér að borðaWink.

f1997c8f-0903-4006-bd5c-86322ee94e03Helgin síðasta var með þeim skemmtilegri, en þá fór litla fjölskyldan á ættarmót út á Grenivík. Þar kom saman skyldfólk í móðurættina mína. Sá ég að þar eru margi gullmolarnir faldir, láta ekki mikið á sér bera, fara ekki fram með látum en er allt saman hið skemmtilegasta fólk. Ættin er ekki stór, innan við 200 manns og mættu nærri allirSmile. Myndin hér til vinstri er af öllum hópnum og þessi fyrir neðan er af legg afa og ömmu.

b2daaad3-364d-4dfb-8f49-3f5965e6ab0b


Rólegheit!

Lífið hefur gengið sinn vanagang hér hjá okkur, við vinnum, etum og sofum, förum af og til í göngutúra og já stundum bíltúra þrátt fyrir kreppu og hátt bensínverð. Gestir hafa ekki verið að troða okkur um tær á nýju ári en í gær og eins í dag hefur verið nokkuð um að skemmtilegt fólk reki inn nefið. Pétur Þór og Steinar Adolf voru hjá okkur seinnipartinn í gær og fram eftir kvöldi. Systir þeirra var að spila í Boganum og þeir vildu frekar bara horfa með frænku á góða teiknimynd á meðan. Alltaf gott að hafa þá hjá sérHeart.

 Dagurinn liðið svona án verulegra átaka, gestir litið inn eins og ég sagði áðan og þess á milli setur húsmóðirin í vél og hengir upp, gengur frá þvotti og þurrkar ryk, skemmtilegtWoundering. Nú ætla ég að fara að elda kjúlla og framundan er notalegt kvöld yfir sjónvarpi. Hvur veit nema kíkt verði aðeins í pottinnWink. Þar til síðar hafið það gott elskurnar mínar og munið að knúsa hvert annað, ekki veitir af í öllum látunum í þjóðfélaginuHeart


Myndir!

Dagarnir líða hratt um þessar mundir, gera það reyndar oftast og hraðar eftir því sem ég eldist. Hvernig stendur á því. Einhvern tímann sagði mér gömul kona að eftir því sem árunum sem maður hefur að miða við fjölgar, því hraðar líði tíminn. Veit reyndar ekkert um það en man að mér fannst tíminn lengi að líða þegar ég var lítil, ekki vegna þess að bernska mín og æska hafi verið svo leiðinleg, það var nú öðru nær. Ég var svo heppin að alast upp í ástúð og gat notið áhyggjuleysis öll þau ár. Janúar að verða búinn og núna eru komnar hér á síðuna hjá mér myndir teknar um áramótin. Þeim eyddi ég ásamt strákunum mínum úti á Grenivík, nánar tiltekið á Hlöðum ásamt mömmu, systkinum og fjölskyldum þeirra. Virkilega frábært svo ekki sé meira sagt. Hér eru myndir.

Ógisslega fegin að það styttist í helgina, alltaf gott að fá aðeins frí frá daglegu amstri, þó enn og aftur telji ég ykkur lesendur góðir trú um það að mér finnist gaman í vinnunni. Án gríns þá er það dagsattJoyful. Þar til ég nenni næst, yfir og út!


Réttlæti?

Hef verið algjörlega á kafi auk þess sem facebook síðurnar halda mér fanginni því hefur minna verið skrifað hér síðustu vikur eiginlega, en vonandi fer að draga úr vinnuálaginu. Svona mikið vinnuálag er bundið við annaskil, upphaf og svo lok skólaárs, þannig er það bara og allt gott um það að segja. Allir hafa gott af því að vinna nokkra klukkutíma umfram þessa 8-10 venjulegu, af og tilWink. Ég fékk gott jólafrí á mótiLoL, svo ég er ekki að kvarta heldur bara að skýra fjarveru mína á þessu bloggi.

Annars hef ég bara haft það gott milli þess sem ég fer yfir próf og verkefni, reikna út einkunnir og færi. Ekki er kreppan neitt farin að hafa gríðarleg áhrif hér enda vorum við ekki að taka lán umfram nauðsyn, en ég held að það sé að koma í bakið á mörgum. Við keyrum ekki á nýjum bílum heldur eru þeir venjulega komnir til ára sinna þegar þeir eru keyptir og oftast klárum við allt úr þeim áður en sá næsti er keyptur. Þetta verður til þess að lánin á bílunum eru eiginlega engin. Skelfileg vandamál sem fólk stendur frammi fyrir einmitt þegar kemur að þessu bílum. Lán langtum hærri en andvirði bílanna, ekki verið að ræða um einhverja nokkra hundrað þúsund kalla heldur milljónir. Hræðilegt að hafa komið sér í slíkt, reyndar með dyggri aðstoð bankanna sem lánuðu og lánuðu og spurðu held ég einskis, hugsuðu aðeins um að græðaAngry.

Auðvitað verðum við vör við verðhækkanirnar, maður þarf nú bara að vera bæði blindur og heyrnarlaus til að verða ekki vör við þær. Ríkið er líka að teygja sig eins langt og það getur til að blóðmjólka heimilin, ekkert nýtt þar á bæ, en einhvern veginn þarf líklega að greiða skuldirnar, við  þurfum að greiða að fullu og vel það, en þeir sem í raun ýttu okkur ofan í pyttinn, þeir eru áfram ríkir, missa ekki húsin sín eða bílana og lifa eins og kóngar. Svona er réttlætið á Íslandi í dag og hefur reyndar verið í fjöldamörg ár.

Ég ætlaði alls ekki að detta í pólitík en ég bara finn svo til með fólki sem hefur misst vinnu sína og sér enga leið út úr vandanum. Situr fast og á enga von til að bjarga sér. Fullfrískt fólk sem getur og vill vinna en fær ekkert að gera. Þetta er ekki réttlátt, þetta er ranglátt eiginlega hrikalegt! Hvernig er þá hægt annað en vera pólitískur?

 Hafið það gott í dag elskurnar mínar, það ætla ég að gera. Bestu kveðjur úr hríðinni á AkureyriLoL-- vildi ég ætti og kynni á skíði!Whistling


Er ekki dauð!

Bara minna á mig skoWink , enginn tími í blogg, brjálað að gera, unnið í vinnunni og haldið áfram heima fram eftir kvöldum. Verður þannig fram á þriðjudag, þá kemur ritgerðLoL . Þar til þá, yfir og út!

Árið!

Gleðilegt ár kæru ættingjar og vinir nær og fjær með þökkum fyrir dásemdir þess gamla. Megi lukkan færa ykkur öllum gæfu og gleði með hækkandi sól!


Árinu að ljúka!

Síðasti dagur ársins og því ástæða til að setjast hér niður og rifja það upp. Mér hefur fundist þetta gott ár í megin atriðum. Hrun bankanna og íslenska efnahagskerfisins er auðvitað ekki gott, en það má ekki að mínu viti mála yfir allt gott sem gerst hefur í lífi einstaklinga. Við lifum áfram þrátt fyrir allt og ég og fjölskyldan þurfum reyndar ekki að kvarta enn. Ég veit að margir eru í vanda og á reyndar bæði vini og ættingja sem standa frammi fyrir afleiðingum þess sem gerst hefur á síðustu vikum og mánuðum. Mín samúð er með fólki í þeirri stöðu að vera að missa allt sitt veraldlega hafurtask og vona að það geti á einhvern hátt séð ljós í myrkrinu. Milli jóla og nýárs komu góðir vinir okkar hjóna í heimsókn til okkar. Hjónin ungu eiga fjögur börn og búa í gamalli og lúinni þriggja herbergja íbúð hér í bæ. Maðurinn dregur á eftir sér skuldabagga frá því hann ásamt bróður sínum stofnaði fyrirtæki sem fór á hausinn. Skuldabagginn fylgir manninum og hann á enga leið út úr honum þar sem veð fyrir honum er í íbúð móður hans. Greiðsla á mánuði um 110000 krónur við þær bætist 50000 kall í greiðslu af lánum á íbúðinni, auk fasteignagjalda, trygginga og annarra fastra gjalda. Hann er smiður og var að missa vinnuna, konan er atvinnulaus. Þau hafa gengið á milli fjármálastofnana og er sagt að skera niður. Hvorugt þeirra reykir, þau fara aldrei út að skemmta sér, kaupa sér aldrei vín, börnin eru í notuðum fötum frá ættingjum og vinum, þau kaupa sér aldrei skyndibita. Eina leiðin til að spara er að hætta að kaupa þurrmjólk handa ungbarninu og bleyjur á þessi tvö börn þeirra sem enn eru með svoleiðis. Það kemur varla til greina? Fjármálastofnanirnar geta ekki hjálpað, ekki er hægt að skuldbreyta meir. Nú standa þau frammi fyrir því að velja á milli þess að gefa börnum sínum að borða og hætta að borga, eða hætta að gefa börnum sínum að borða og halda áfram að borga. Erfitt val eða hvað?


Jólakveðja!

 

Gleðileg jól kæru vinir og ættingjar

nær og fjær!

christmas_joy_warms_the_heart_santa_claus_frosty_snowman


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband