22.7.2009 | 13:38
Sumarið er tíminn....
þegar fólki, dýrum og gróðri líður vel svona yfirhöfuð. Verst hvað það flýgur hratt hjá eins og reyndar vetur, vor og haust. Við hjónin höfum það bara gott þessa dagana og erum að mestu heima. Fórum í sumarbústað á Flúðum og dvöldum þar síðustu viku í þessu líka yndislega veðri. Kunnum á þetta, tókum tvær heitar og góðar vikur hér heima og svo eina heita og góða á Suðurlandinu. Auðvitað ferðuðumst við um Suðurhlutann, skoðuðum fossa, hveri, ker og kletta. Þrátt fyrir gott veður og indælan tíma suðurfrá er nú samt alltaf best heima. Bubbi er á sjó, gekk bara þokkalega fyrstu vikuna en svo er veiðin nánast engin. Vonandi fer þó að glæðast hjá karlinum. Annars vona ég að þið hafið það gott elskurnar mínar og segi bara yfir og út!
Athugasemdir
Ég vona líka að þú hafir það gott elskuleg
Jónína Dúadóttir, 23.7.2009 kl. 08:04
Það geri ég svo sannarlega mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 24.7.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.