24.1.2009 | 17:20
Rólegheit!
Lífið hefur gengið sinn vanagang hér hjá okkur, við vinnum, etum og sofum, förum af og til í göngutúra og já stundum bíltúra þrátt fyrir kreppu og hátt bensínverð. Gestir hafa ekki verið að troða okkur um tær á nýju ári en í gær og eins í dag hefur verið nokkuð um að skemmtilegt fólk reki inn nefið. Pétur Þór og Steinar Adolf voru hjá okkur seinnipartinn í gær og fram eftir kvöldi. Systir þeirra var að spila í Boganum og þeir vildu frekar bara horfa með frænku á góða teiknimynd á meðan. Alltaf gott að hafa þá hjá sér.
Dagurinn liðið svona án verulegra átaka, gestir litið inn eins og ég sagði áðan og þess á milli setur húsmóðirin í vél og hengir upp, gengur frá þvotti og þurrkar ryk, skemmtilegt. Nú ætla ég að fara að elda kjúlla og framundan er notalegt kvöld yfir sjónvarpi. Hvur veit nema kíkt verði aðeins í pottinn. Þar til síðar hafið það gott elskurnar mínar og munið að knúsa hvert annað, ekki veitir af í öllum látunum í þjóðfélaginu
Athugasemdir
Ég ætla líka að hafa kjúlla í kvöldmatinnKnúúúúús
Jónína Dúadóttir, 24.1.2009 kl. 17:23
Kjúllinn stendur alveg fyrir sínu, stórt knús Ninna mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 24.1.2009 kl. 17:57
Það er aldeilis sumir hafa það huggulegt ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.1.2009 kl. 08:32
Það vantar sko ekki
Sigríður Jóhannsdóttir, 28.1.2009 kl. 17:36
Kvitt og kveðja
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.1.2009 kl. 01:36
Kúl
Birna Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.