Árinu að ljúka!

Síðasti dagur ársins og því ástæða til að setjast hér niður og rifja það upp. Mér hefur fundist þetta gott ár í megin atriðum. Hrun bankanna og íslenska efnahagskerfisins er auðvitað ekki gott, en það má ekki að mínu viti mála yfir allt gott sem gerst hefur í lífi einstaklinga. Við lifum áfram þrátt fyrir allt og ég og fjölskyldan þurfum reyndar ekki að kvarta enn. Ég veit að margir eru í vanda og á reyndar bæði vini og ættingja sem standa frammi fyrir afleiðingum þess sem gerst hefur á síðustu vikum og mánuðum. Mín samúð er með fólki í þeirri stöðu að vera að missa allt sitt veraldlega hafurtask og vona að það geti á einhvern hátt séð ljós í myrkrinu. Milli jóla og nýárs komu góðir vinir okkar hjóna í heimsókn til okkar. Hjónin ungu eiga fjögur börn og búa í gamalli og lúinni þriggja herbergja íbúð hér í bæ. Maðurinn dregur á eftir sér skuldabagga frá því hann ásamt bróður sínum stofnaði fyrirtæki sem fór á hausinn. Skuldabagginn fylgir manninum og hann á enga leið út úr honum þar sem veð fyrir honum er í íbúð móður hans. Greiðsla á mánuði um 110000 krónur við þær bætist 50000 kall í greiðslu af lánum á íbúðinni, auk fasteignagjalda, trygginga og annarra fastra gjalda. Hann er smiður og var að missa vinnuna, konan er atvinnulaus. Þau hafa gengið á milli fjármálastofnana og er sagt að skera niður. Hvorugt þeirra reykir, þau fara aldrei út að skemmta sér, kaupa sér aldrei vín, börnin eru í notuðum fötum frá ættingjum og vinum, þau kaupa sér aldrei skyndibita. Eina leiðin til að spara er að hætta að kaupa þurrmjólk handa ungbarninu og bleyjur á þessi tvö börn þeirra sem enn eru með svoleiðis. Það kemur varla til greina? Fjármálastofnanirnar geta ekki hjálpað, ekki er hægt að skuldbreyta meir. Nú standa þau frammi fyrir því að velja á milli þess að gefa börnum sínum að borða og hætta að borga, eða hætta að gefa börnum sínum að borða og halda áfram að borga. Erfitt val eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband