Klár í jólin núna takk :o)

DSC01612Ég segi eins og gömlu konurnar, ég er búin að ölluSmile. Reyndar er ég ekki ein af þeim sem þarf að gera allt fyrir jólin, baka lítið en er þó búin að gera örfáar smákökusortir og svo er búið að taka vel til, þurrka af og skúra, þvo þvott, þurrka og strauja, ná í allt mögulegt og ómögulegt jólarusl og hengja hér og þar, skreyta jólatré, kaupa jólagjafir, pakka inn og fara með um allar jarðir.  Nú er kötturinn inni í stofu og reynir að taka utan af pökkunum eða næla sér í kúlur af trénuW00t. Hann skilur sko ekkert í því þegar honum er bannað, horfir bara á húsmóður sína (ætti ég að segja þjóninn sinn) með spurn í augum eina og hann vildi segja: „Á ég þetta ekki?“ „Er þetta ekki hér fyrir mig?“ „Ef ekki hvað er þá verið að setja þessar freistingar fyrir mig, glampandi kúlur, slaufur og dót?“Joyful Kettir eru sko dásamlegir og þessi svarti okkar sá allra besti. Hann fór í jólabaðið áðan, þar situr hann grafkyrr og lætur þetta vesen í þjóninum yfir sig DSC01608ganga, reynir ekki að forða sér eða slástLoL. Hér á bæ er sem sagt allt klárt, enda ekki fullt hús af smábörnum og amstrið því í minna lagi. Bara eftir að sjóða hangiketið og svo auðvitað undirbúa stórsteikurnar á aðfangadagWink. Ég hlakka til að njóta rólegheita á Þorláksmessu, bara fara eftir mjólk og rjóma og svoleiðis smotteríi, sitja svo við kerta- og jólaljós í hangiketsilmi. Tala nú ekki um að geta farið aðeins í bæinn án þess að vera að versla eitthvað, fara kannske á kaffihús og njóta lífsins, æðiHeart

Við renndum aðeins út á Grenivík í dag. Þangað þurfti auðvitað að fara til að hitta ættingjana svona í síðasta sinn fyrir jólin. Um jólin taka reyndar við endalausar samverustundir, en þetta er bara vani hjá okkur eftir að við fluttum í bæinn. Daginn fyrir Þollák er rennt út á Grenó. Skipst á gjöfum og kortum og óskað gleðilegra jóla. Svo um jólin hittumst við auðvitað oft til að óska hvert öðru gleðilegra jóla og eiga góðar stundir saman. Stundum hefur verið sagt að mín stórfjölskylda minni á ítalska mafíufamilíu, mikil og góð samheldni, en ég held að innan hennar leynist samt enginn krimmi, enda held ég að samlíkingin nái ekki þangaðWink, eða ég vona ekkiWoundering.

 Hafið það svo gott á Þorláksmessu elskurnar mínar! Setti nokkrar myndir hér, aðallega af kettinum í pakkaupptektinniTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ósvífna fólk... rétta manni með annarri hendinni en rífa af manni með hinni... æðislegur kisiÉg á ekki svona Mafíufjölskyldu, en það er ekki þar með sagt að í henni sé enginn krimmiFjöskyldan mín er yndisleg, bara allt of dreifð yfir heiminnMér sýnist allt stefna í frábæran dag hjá þér og það er akkúrat það sem ég vildi að óska þér kæra vinkona

Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 06:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er þarna eitt lítið sem villtist með

Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 06:03

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flottur kisi Njóttu lífsins með þinni frábæru mafíufjölskyldu

Birna Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 07:34

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Kisinn er flottur og fjölskyldan líka. Hún er reyndar ekki dreifð um allan heim en um allt Ísland en komum samt velflest til Grenivíkur ef ekki um jólin þá um áramót. Jólakveðja til ykkar þið þarna frábæru ekkimafíufjölskyldusystur

Sigríður Jóhannsdóttir, 23.12.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband