14.12.2008 | 15:44
Jóla hvað?
Lífið hefur gengið sinn vanagang hjá okkur hér í Stafholtinu síðustu viku. Mest unnið en líka aðeins étið og sofið. Síðasta helgi fór auðvitað í að skreyta húsið með jólaljósum jafnt innan sem utan og hér til hliðar er mynd af fíneríinu, eins og Hörður í Gröf kallaði reyndar ríkið hér einu sinni. Við höfum alltaf ofskreytt með ljósunum og haft gaman af því, en núna eru útiseríurnar farnar að gefa sig og við ákváðum að vera ekkert að eyða peningum í nýtt núna heldur nota bara það sem er til og láta það duga. Vit í því að þessum síðustu og verstu tímum. Núna er rétt rúm vika í jól og ég hætt að hlakka til, ég nefnilega hlakka alltaf mest til þess sem búið er. Það er að segja að kveikja jólaljósin og baka svolítið við kertaljós og jólatónlist. Ég er reyndar að skrökva pínu, auðvitað hlakka ég til að eiga frí og nota það til samverustunda með fjölskyldu og vinum. Valur tekur sér frí milli jóla og nýárs og hjá Bubba er ekki unnið svo þetta verður notalegt. Bækur, konfekt, steikur, tertur, kakó og rjómi, ummmmmm, auðvitað hlakka ég til Hér eru nokkrar desembermyndir.
Athugasemdir
Þetta er fallega skreytt hjá ykkur
Birna Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 07:17
Jólahúsið
Jónína Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 07:31
Eiginmaðurinn er smekkmaður eins og gefur að skilja. Ég er mjög ánægð með jólahúsið mitt þakka ykkur fyrir
Sigríður Jóhannsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:04
Og þú átt engan þátt í þessu eða hvað ?Ekki það að ég sé að gera lítið úr smekkmennsku þíns ástkæra samt
Jónína Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 21:55
Jú, jú, stýri svona bak við tjöldin Konan á bak við manninn
Sigríður Jóhannsdóttir, 15.12.2008 kl. 22:05
Konfekt,konfekt og meira konfektOk,kannski smá matur með,mmmm
Birna Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 09:00
Ég segi eins og maðurinn, um jólin ætla ég að borða, éta og snæða
Sigríður Jóhannsdóttir, 18.12.2008 kl. 18:58
Birna Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 06:57
... borða, éta og snæða
Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 07:49
Knús. Gleðileg jól og hafið það sem best á komandi ári, villtu skila jólakveðju til mömmu þinnar. Sjáumst vonandi á næsta ári.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 22.12.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.