4.12.2008 | 20:18
Jólin eru að koma!
Fimmtudagskvöld og tæpar þrjár vikur í jól, æði. Ég sit hér inni í rólegheitum, með Sinatra jólalög á fóninum, þetta er reyndar ekki fónn, svo forneskjuleg er ég ekki en finnst á fóninum miklu flottara en í spilaranum. Vikan verið meinhæg, bara rólegt yfir blessuðum ungunum mínum þó auðvitað sé komin þrá í þá eftir fríi. Við hjónakornin bruggggðum undir okkur betri fætinum og festum kaup á jólatrénu í dag. Ég er nú ekki ein af þeim sem hleyp upp til handa og fóta af hræðslu við vöruskort, en ég óttaðist það að fá ekkert tré. Ég sem sagt vil drepa tré árlega svo ég geti ofskreytt litlu stofuna mína. Ég kaupi venjulega alltof stórt tré, eða réttara sagt alltof feitt tré og lofa sjálfri mér á hverju ári að næst verði það bæði minna og grennra. En nei, stóru eða feitu trén þykja mér alltaf fallegust svo að á hverju ári burðast ég með mitt stóra eða feita tré inn í litlu, mjóu stofuna mína, hleð það skrauti og uni sæl við mitt þar til fleiri en litla, feita fjölskyldan þurfa að komast fyrir í húsinu. En skyldi konan hafa lært í ár? Veit það ekki fyrr en á Þolllák þegar tréð verður sett í fótinn og komið fyrir inni. Þá fæst svar við því. En tréð þótti mér fallegt. Engin jólaljós komin upp hér á þessu heimili, gatan okkar að öðru leyti ljósum prýdd. Valur sagði þegar við komum úr jólatrésleiðangrinum að við yrðum álitin vottar ef ekki yrði bætt úr. Reikna því með að karlinn taki helgina í það meðan frúin hans gerið laufabrauðið sem gera átti um síðustu helgi. Ég bakaði að vísu eina smákökusort en dunkurinn sem var fullur á sunnudag er nú tómur. Hér er semsagt ekki sett innsigli á dunkana eins og gert var á mínu bernskuheimili, heldur baka ég eitthvert smotterí og það er etið á aðventunni.
Hafið það svo gott elskurnar mínar nær og fjær og munið að það er hált!
Athugasemdir
Mikið er ég hrifin af því að þú skulir ekki innsigla dunkana þína. Þetta var einmitt svona hjá mömmu; allt innsiglað og bannað að snerta! Ef ég bakaði, sem ég geri ekki, þá yrði það borðað eftir hendinni og örugglega löngu búið fyrir jól.
Gangi þér vel með laufabrauðið :)
Hóffa (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:17
Dettur sko ekki í hug að innsigla eða banna snertingu fyrir jól, borðast fyrir jól og svo hangiketið og laufabrauð um jólin. Takk fyrir góðu óskirnar Hóffa mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 22:54
Jólahvað, ég er komin með nokkur jólaljós en baka nei. Og þegar þú átt fullt fullt svona (6-10) af átvöglum þá skil ég allveg að eitthvað sé innsiglað til jóla ef bakað er snemma því þá er kanski ekki tími til að baka meira þegar allt er búið. Ég hef lent í því að þurfa að baka tvisvar því allt var búið um miðjan desember(það var í Ystuvík í denn) Núna baka ég mjög lítið, bý út við á hafsauga og fátt í heimili.Kvitt og kveðjur.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.12.2008 kl. 00:13
Mér finnst líka huggulegra að vera með "á fóninum"Ég baka helst ekkert fyrir jólin, held því fram að ég sé löngu búin að baka yfir mig... en tengdadóttir mín á eftir að draga mig með sér í laufabrauðsgerð og smákökur x tvær tegundir sem ætlast er til að verði borðaðar fram að jólumEigðu góðan dag kæra vinkona og ennþá betri laufabrauðshelgi
Jónína Dúadóttir, 5.12.2008 kl. 07:01
Dúna mín ég skil sko alveg að mamma innsiglaði með sjö villinga sem átu eins og svín auk þess sem ekki var mikið um að keypt væri konfekt sem nútímafólk rífur í sig um jólin. Ég baka heldur ekki mikið fyrir utan laufabrauðið og tvær, þrjár sortir af smákökum.
Ninna mín, fónninn er eitthvað huggulegri og takk fyrir góðar óskir og hafðu það sömuleiðis gott um helgina
Sigríður Jóhannsdóttir, 5.12.2008 kl. 16:05
Assgoti eruð þið nú duglegar,ég ætla ekki að baka neitt nema piparkökur með krökkunum
Birna Dúadóttir, 6.12.2008 kl. 10:52
Mér finnst þetta svolítið gaman þess vegna geri ég þetta Birna mín, ekki dugnaður er það nokkuð ef manni þykir eitthvað skemmtilegt. Reyndar fellur laufabrauðsgerð undir dugnað, mér finnst það leiðinlegt, en það er búið og bara skemmtun eftir
Sigríður Jóhannsdóttir, 6.12.2008 kl. 12:33
Birna Dúadóttir, 6.12.2008 kl. 12:38
Byrja að baka á morgun er svolítið löt þessa dagana . Ég er alltaf með mitt gervi jólatré .
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 7.12.2008 kl. 22:20
Dugnaður er þetta ég er ekki byrjuð að huga að bakstri, enda búin að vera svo upptekin af því að skreyta húsið og er það að verða eins og jólahöll hehe held að Addi bakki út aftur þegar hann kemur heim
Rut (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:14
Gaman að skreyta og gervijólatré eru fín, allt saman spurning um hvað maður vill. Skreytingar eru nauðsynlegar og nauðsynlegri þegar börn eru á heimilinu
Sigríður Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:55
Hó hó hó... bara að bjóða góðan daginn á jólasveinísku
Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 07:39
Hó, hó, hó Ninna mín, þú mundir sóma þér vel með jólasveinunum í Dimmuborgum miðað við valdið sem þú hefur á jólasveinísku
Sigríður Jóhannsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.