16.11.2008 | 15:43
Hreingerningaræði!;)
Helgin að vanda verið ljúf og góð. Ég ætlaði nú reyndar að eyða henni á vanalegan hátt, sem sagt í að hvíla mig, færa mig að mesta lagi milli sæta og glápa upp í loftið, en það breyttist snarlega þegar yfir mig kom þvílíkt hreingerningaræði að annað eins hefur aldrei yfir mig komið. Þegar loksins bráði af mér og ég komst til meðvitundar, var ég búin að gera eldhúsið hreint, loft veggi, skápa og hillur, stóran hluta af svefnherberginu okkar, afþýða ísskáp og frystikistu, auk þess sem ég hafði rekið manninn upp í stiga og látið hann taka gardínur frá glugga þar, þrífa gluggann og mála. Svo var hann víst aftur rekinn upp í sama stiga til að hengja gardínurnar, hreinar og nýstraujaðar, upp aftur. Segið svo að ég geri aldrei neitt
Hafið það svo gott það sem eftir lifir dags og hvílið ykkur fyrir næstu vinnuviku
Athugasemdir
Váááááááááááá.......................Þér er vonandi batnað aftur elsku stelpan Glæsilegt bara og ekkert smáræði sem þú ert búin að koma í verkFyrirgefið 50 sinnum: þið auðvitað, ef maðurinn þinn skyldi nú lesa bloggið þitt
Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 16:26
Þetta er notalegt svona eftir á, ekki síst þegar það er gert í hálfgerðu meðvitundarleysi. Annars hefði þetta líklega aldrei gerst. Og Ninna mér er batnað, stólarnir vermdir í dag
Sigríður Jóhannsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:49
Æi já alltaf frábært að vera búin að gera eitthvað svona og svo alveg bráðnauðsynlegt að verma stólana vel
Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 17:17
Svo sannarlega
Sigríður Jóhannsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:24
Svakalegt að þú skyldir fá þetta líka tuskuæði konaGaman eftir á þó
Birna Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 19:26
Ekkert smávandræði með mig í gær, en rættist úr þegar leið á daginn
Sigríður Jóhannsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:14
Engin smávandræði átti þetta að vera . Á Degi íslenskrar tungu er nú jafngott fyrir kennarann að hafa svona hluti rétta
Sigríður Jóhannsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:16
Já seigðu
Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 20:34
Hehe
Sigríður Jóhannsdóttir, 17.11.2008 kl. 17:01
Vá ertu brjáluð? villtu koma hingað og koma mér í svona stuð? Kvitt.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.11.2008 kl. 00:19
Ég held ég hafi sko verið brjáluð, en nú er ég orðin eðlileg, sem sagt löt eins og kettirnir hér á heimilinu. Ég væri alveg til í að koma til þín Dúna mín, en efast um að ég kæmi þér í stuð, við mundum bara kjafta og kjafta, en það er líka gott
Sigríður Jóhannsdóttir, 18.11.2008 kl. 07:19
Þú mættir alveg senda mér smá tuskuæði í umslagi,ég skal borga fyrir frímerkið
Birna Dúadóttir, 18.11.2008 kl. 07:22
Birna góðEkki senda mér neitt svoleiðis... ef þú vilt vera svo væn, ég held ég mundi ekki ráða við það Komdu frekar í heimsókn eða það sem er alltaf á döfinni hjá mér: ég kem í heimsókn til þín... fyrir jólin... sko jólin sem eru á þessu áriÞað er loforðGangi þér vel inn í fundadaginn ógurlega
Jónína Dúadóttir, 18.11.2008 kl. 08:04
Birna mín, ég er búin að týna því (hreingerningaræðinu)svo ég get því miður ekki sent það. Ninna, komdu strax áður en allt verður eins og það var á laugardagsmorgun. Annars er ég með boð til þín og Hóffu í pípunum. Ertu laus þarnæstu helgi? Datt í hug að þið kæmuð og við fengjum okkur eitthvað gott í gogginn og ættum góða kvöldstund saman.
Sigríður Jóhannsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:41
Svakalega líst mér vel á þetta boð og já takk ég er laus um þarnæstu helgi
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 06:05
Pé ess: Afskaplega lýsandi fyrir skemmtanalífið hjá mér að ég þurfti ekkert að gá í "dagbókina mína", bara að hugsa smástund hvort ég væri að vinna eða ekki...
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 06:08
Flott, ég hringi í ykkur báðar í byrjun næstu viku. Hvort kvöldið hentar þér betur Ninna mín? (föstu-eða laugardagskvöld?)
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:51
ÆðiÁ laugardagskvöldum er ég óþreytt og þá betur upplögð til að komast út úr húsi eftir myrkur
Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 21:26
Laugardagkvöld eru betri, sammála, heyri í Hóffu með það
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:00
Jónína Dúadóttir, 20.11.2008 kl. 06:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.