Hitt og þetta hafast að........!

Alltaf finnst mér vinnuvikan langt komin þegar þriðjudagur er yfirstaðinn. Hef líklega áður sagt frá því að sá dagur endar á þvílíkum fundarlotum, tveir klukkutímar í fundi og faglega vinnu í lok kennsludags er ekki spennandi. Faglega vinnu? Það telst sem sagt ekki fagleg vinna að vera með blessuðum börnunum og kenna þeim, eða verkstýra eins og ég vil segjaTounge. Við nefnilega kennum ekkert en börnin vonandi læra, eða nema, ekki af mér heldur hvert öðru, bókum og umhverfinu öllu. Fyrr í þemadegi í dag í Síðuskóla. Að þessu sinni eru svokallaðir fjölgreindaleikar. Um er að ræða 40 stöðvar sem nemendur heimsækja á tveimur dögum og eiga þessar stöðvar að vera þannig samsettar að það reyni á sem flestar greindir barnanna. Mér hefur alltaf þótt einkennilegt að setja orðið greind í fleirtölu en gef bara eftir enda þýðir ekkert að rífa alltaf kjaft, það hvort sem er hlustar enginn á svona kellínguWink. Dagurinn var hins vegar ákaflega skemmtilegur enda sinnti ég bara einni greind, það er að segja málgreind og því aðeins í eintölunniLoL. Nemendur unnu af kappi við að búa til samsett orð og setja upp í lista, sem þekja orðið einhverja fermetra á veggjum skólansJoyful. Hver hópur staldraði stutt við svo ég hitti líklega um 220 nemendur í dag, óneitanlega fjölbreytt og ekki hægt að verða leiður í vinnunni. Á morgun bíður annar eins fjöldi og önnur eins skemmtunHeart.

Jólin alveg að smella, eða svona hér um bil, ég hlakka tilKissing. Hafið það svo sem allra best kæru vinir nær og fjær og munið að passa ykkur í hálkunniWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég dotta alltaf á fundum... Það er örugglega fjör að hitta 220 krakka á dag  Skil þetta með  greind, hélt það orð væri bara í eintölu... ég setti orðið reynsla í fleirtölu í blogginu mínu í gær og Púkinn samþykkti það ekkiHafðu það gott elskan

Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 05:39

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Bara fjör

Birna Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 07:04

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Það eru ýmis orð sem ætti ekki að setja í fleirtölu en margir gera það þó. Sumir í mínum skóla tala um margar umbanir og ég er sammála púkanum með reynslur, held að ekki sé hægt að verða fyrir mörgum reynslum. Og já, það er sko fjör að hitta 220 krakka á einum degi Hafðu það líka gott ljúfan

Bara brjálað fjör, enn meira í dag en í gær

Sigríður Jóhannsdóttir, 12.11.2008 kl. 17:29

4 identicon

Sammála þér með að börnin læra, og örugglega af þér líka :)
Að hafa fundi í lok vinnudags er ekki gáfulegt, allt komið í einn hrærigraut í heilanum.
Góða skemmtun á morgun

Hóffa (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 06:11

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sumir fundir eru bara til að sofa

Birna Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Vinnufundir eru alltaf leiðinlegir, en vinafundir eru sko skemmtilegir

Hóffa mín, mér hefur alltaf fundist mjög ógáfulegt að hafa fundi í lok vinnudags, en skólinn er fyrst og fremst fyrir börnin og þau eru í skólanum fram eftir degi svo þetta verður bara að láta yfir sig ganga. Hef hins vegar ekki hugmynd um af hverju þessir tveir klukkutímar á viku sem við höfum í fundi þurfa báðir að vera á sama deginum, frá 15-17. Alls, alls ekki gáfulegt

Góða nótt dúllurnar mínar og dreymi ykkur nú vel

Sigríður Jóhannsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag mín kæra, vonandi svafstu vel

Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 05:59

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hún er kannski bara sofandi á fundi

Birna Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 14:06

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Gott kvöld elskurnar mínar, alltaf á tánum Birna mín, ég skellti upp úr verð að segja það. Ég var reyndar sofandi á fundi klukkan 14:06, alla vega hálfsofandi.

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:10

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sem ég segi,agalega gott að sofa á fundum,svo ég tali nú ekki um á fyrirlestrum

Birna Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 21:34

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Segðu...... hvað er maður svo að kvarta yfir fundum í dagslok, fá sér bara lúr og koma svo hress, kátur og úthvíldur heim

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.11.2008 kl. 21:43

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég geri það sko, ef ég kemst alls ekki hjá því að mæta... sem ég samt reyni oftast með öllum ráðum

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 06:30

14 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband