7.11.2008 | 18:27
Ég vil fara að fá ljós............!
Föstudagkvöld, ekkert yndislegra. Tilhugsunin um að geta bara vaknað í fyrramálið og haft það notalegt, lesið blöð og dundað mér fram eftir morgni án þess að þurfa að vera einhvers staðar er eitthvað það besta sem ég veit. Líklega er ég bara svona skelfilega löt að eðlisfari. Jólaundirbúningurinn fer nú samt að fara af stað hjá mér. Ég er reyndar aðeins byrjuð. Farin að gera jólagjafir og skrifa á kortin fyrir mömmu mína blessaða. Annars er ég skemmtilega laus við jólastress. Ég tek lífinu með ró, enda annað bara rugl. Dunda mér við laufabrauðsgerð einn laugardaginn í byrjun desember og hendi í eina og eina smákökusort. Maðurinn sér um allar skreytingar bæði inni og úti, nema hvað ég hengi upp jólaóróana mína. Það fer nú að koma tími á ljós utandyra, eftir að snjóinn tók að mestu upp er frekar dimmt, ljósin lýsa upp tilveruna og reyndar sálarskammirnar líka.
Nóvember er heilmikill afmælismánuður í fjölskyldunni. Auður Sif á afmæli á morgun, verður loksins 14 ára gellan sú. Hana ætlaði pabbi minn heitinn að fá í afmælisgjöf, en hann var fæddur þann níunda og reyndar amma á Hlöðum líka (mamma pabba), en Venni, bróðir pabba, fékk stelpuna í 79 ára afmælisgjöf í staðinn og var ekkert lítið vígalegur yfir því, enda alveg ástæða til. Auður Sif er falleg stelpa bæði að innan og utan. Til hamingju með morgundaginn Auður mín elskuleg!
Vonandi verður kvöldið ykkur notalegt elskurnar mínar og ekki síður helgin. Yfir og út!
Athugasemdir
Leti er góð,um helgar.Til hamingju með skvísuna
Birna Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 19:20
Já, leti er sko góð um helgar og takk
Sigríður Jóhannsdóttir, 7.11.2008 kl. 19:54
Hafðu góða helgi og ekkert finnst mér skrítið þótt rifist væri um svona sæta stelpu. Til hamingju með hana.
Jólahvað? Ég er ekki jólastress kerling enda ætla ég bara að gera sem minnst enda löt.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 7.11.2008 kl. 22:13
Já hún Auður er svo sæt þessi elska. Ég er líka löt Dúna mín og líður óskaplega vel með það
Sigríður Jóhannsdóttir, 7.11.2008 kl. 22:23
Elsku Sigga mín, leti er stór hluti af okkar sjálfsögðu mannréttindumTil hamingju með öll þessi afmæli, svakalega er hún falleg frænkuskvísan þín
Jónína Dúadóttir, 8.11.2008 kl. 05:33
Það er bara freka notalegt að vera latur, ég er mjög löt núna og líður vel með það. Nú er sæta orðin 14, takk fyrir hamingjuóskir
Sigríður Jóhannsdóttir, 8.11.2008 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.