Er ég nú orðin svona gömul?

Verð að deila með ykkur litlum brandara frá því á föstudag. Þannig að stofan mín liggur að svokallaðri frístund en þar dvelja nemendur í 1.-4. bekk eftir skóla. Blessaðir ungarnir eiga það til að sækja mig heim, sérstaklega ef opið er inn til mín. Til mín komu sem sagt eftir hádegi á föstudag tveir piltar í 1. bekk, óskaplega miklar dúllur. Annar þeirra tók eftir því að á skjáborðinu í tölvunni hjá mér var mynd af mótorhjólinu mínu. Hann sagði: „Vá hvað þetta er flott mótorhjól!“ „Já, vá þetta er sko flott“ sagði hinn. Eigandi hjólsins lyftist auðvitað upp, varð montinn og sagði: „Já finnst ykkur það ekki, ég á þetta hjól“ „Nú, átt þú það“ var svarað af öðrum, „Ég vissi ekki að gamlar konur keyrðu mótorhjól“ gall við í hinum. Sá þriðji hafði bæst í hópinn og bætti við „Jú, jú amma mín hún kann sko að keyra fjórhjól og hún er gömul!“LoL.

Þá veit ég það, ég er sko gömul kona í augum 6 ára barnaWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svakalegt að vera komin á þennan aldur

Birna Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, finnst þér. Hins vegar er það huggun harmi gegn að ég gæti nú alveg verið amma sex ára barns, svona aldurslega

Sigríður Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi... yndislegir

Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, þessi litlu kríli eru yndisleg, hins vegar finnst mér gömul kona hljóma svona eins og amma gamla með flétturnar, komin svona vel yfir sextugt. Ég hef voða gaman að þessu litlu heimspekingum sem gera sér erindi inn í stofuna til mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert ekkert svoleiðis ömmuleg, trúðu mér

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 06:18

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svo er auðvitað aldur ansi teygjanlegt hugtak

Birna Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 12:42

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Æi, takk Ninna mín og Birna mín aldur er svo sannarlega teygjanlegt hugtak. Mér finnst mjög gott og yndislegt að vera ömmuleg, en verra að vera talin gömul kona

Sigríður Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 17:31

8 identicon

Þú ert sko aldeilis ekki gömul, ekki fyrir fimmaura!!
En ömmuleg, það er allt annar handleggur, og hefur ekkert með aldur að gera ---Þegar mamma átti afmæli síðast þá sagði ég einum í leikskólanum (fimm ára) að hún ætti afmæli og væri 68 ára gömul. Þá sagði hann: "Sextíu og átta, vá, er hún lifandi?"

Hóffa (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:35

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 22:55

10 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Auðvitað ert þú gömul, ég er eldgömul  En nei þú ert bara á besta aldri sem er 29 + Góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.11.2008 kl. 00:00

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einu sinni kom ég í heimsókn til Billu og Edda á Símstöðina, með Stjána minn nokkurra mánaða gamlan og ég rétt nítján, þá komu til dyra tveir krakkar sem kölluðu í mömmu sína: "Mamma það er komin kona að heimsækja þig" þá fannst mér ég vera orðin svolítið gömulKrakkarnir hétu Hólmfríður og Guðni

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 08:12

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, Dúna mín ég er sko 29+

Ninna mín, ég er hálfu ári yngri en Guðni og hálfu ári eldri en Hóffa, svo kannske hefði ég líka kallað þig konu. Erum jafngamlar í dag, svona er þetta. Mér finnst ég reyndar ekkert eldri en ég var fyrir 20 árum, skrýtið

Sigríður Jóhannsdóttir, 5.11.2008 kl. 19:07

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst alltaf svo furðulegt hvað börnin mín eldast svakalega, ég sem er alltaf jafn ung

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 22:15

14 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hóffa mín, ótrúlegt að mamma þín sé lifandi

Ninna mín, ég skil ekkert í því heldur

Sigríður Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband