26.10.2008 | 13:26
Og þá fór ég á kaf?
Færsla mín í gær ber yfirskriftina Hef verið á kafi. Þar átti ég nú við vinnu, en þessi færsla mætti bera sömu yfirskrift nema hvað núna er ég á kafi í snjó. Kannske ekki á kafi en alveg nógur snjór að mínu mati. Fyrsta stórhríð vetrarins gekk nefnilega yfir okkur Akureyringa í nótt og var veður heldur leiðinlegt fram að hádegi. Nú hefur hann birt upp og við hjónin búin að losa bílana og moka tröppur og stéttar. Mér finnst allt í lagi að hafa snjó á meðan veður er þokkalegt og nú má þessi snjór sem kominn er vera mín vegna svo lengi sem ekki hvessir mikið. Mér leiðist nefnilega umhleypingar mun meira en að hafa bara snjó. Slabb er viðbjóður. Þrátt fyrir leiðindaveður er færðin í bænum allt í lagi. Aðalgöturnar hafa verið mokaðar og vel er fært út úr götunni okkar. Smellti af tveimur myndum áðan og læt þær fylgja færslunni.
Helgin hefur bara verið þægileg, enda hef ég það fyrir sið að gera sem minnst. Set í mesta lagi í þvottavél og eyði svo tímanum í að lesa, horfa á sjónvarp og þegar hægt er hitta vini og ættingja. Þannig á lífið að vera, helv..... skíturinn fer ekkert, hann verður þarna líka um næstu helgi svo ég er ekki að stressa mig yfir honum.
Njótið þið svo þessa yndislega sunnudags, bara átta slíkir og þá koma jólin
Athugasemdir
Já, snjórinn er fallegur, bara að það sé ekki of mikið af honum
Sigríður Jóhannsdóttir, 26.10.2008 kl. 14:47
Yndislegur snjórinn
Birna Dúadóttir, 26.10.2008 kl. 16:55
Birna mín, snjórinn er svo sannarlega yndislegur Hugsa sér hvað margir kætast, skíðafólk og snjósleðafólk, frábært!
Sigríður Jóhannsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:46
Og bara svona fólk eins og ég sem elskar að gera engil í snjónum
Birna Dúadóttir, 26.10.2008 kl. 19:26
Gaman að vera með krökkum og gera engla
Sigríður Jóhannsdóttir, 26.10.2008 kl. 21:12
Þið elsku englarnir mínir megið eiga allan snjóinn fyrir mér
Jónína Dúadóttir, 26.10.2008 kl. 22:05
Birna Dúadóttir, 26.10.2008 kl. 23:19
Fékkst þú ekki nóg af snjó á Grenivík? Það er svo sem í lagi að hafa snjó ef hann heldur sig á sama stað og fýkur ekki um allt. Bloggkveðja til Akureyrar.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 27.10.2008 kl. 00:21
Ninna mín: Kærar þakkir
Birna mín: Sammála
Guðrún Jónína: Ég fékk ekkert nóg af snjónum bara rokinu samhliða honum, er nefnilega hjartanlega sammála þér með snjóinn, hann er fínn ef hann fýkur ekki. Takk fyrir góðar kveðjur
Sigríður Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 18:58
Ég er núna að átta mig á þér Dúna mín, fyrrum samsveitungur
Sigríður Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 19:00
Nú er ég forvitin, samsveitungur ? Meiri upplýsingar væru vel þegnar
Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 20:07
Dúna bjó eitt sinn í Ystuvík í Grýtubakkahreppi, ekki satt?
Sigríður Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:23
Já auðvitað
Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 20:49
Jú stelpur mínar. þess vegna kannaðist ég við ykkur. Knús
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 27.10.2008 kl. 22:17
Meira að segja ég hef hitt þessa dömuOg staldraði ég nú ekki lengi við þarna norðan hnífapara.Held að það hafi einhver átt stórafmæli,eða var það við jarðarför,man ekki svo langt
Birna Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 12:27
Vona þú standir upp úr bæði vinnunni og "sköbblonum" mín kæra
Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 07:35
Það þarf nú ekki háa skabbla til að konan fari á kaf, enn stend ég upp úr. Vinnan kemur í törnum, nú er rólegra og þannig er það bara
Sigríður Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 17:51
Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.