18.10.2008 | 14:39
Aumingjaskapur!!!
Síðasta vinnuvika sú stysta í mörg herrans ár. Vaknaði á miðvikudagsmorgun og gat ekki hreyft mig hjálparlaust úr rúminu. Lá ég þar fram eftir degi með vóstar og verkjatöflur. Þá taldi ég mig góða og mætti í vinnu á fimmtudag þó aðeins bæri á verkjum, tók bara bólgu- og verkjaeyðandi um morguninn og taldi mig færa í flestan sjó. En nei, eftir að hafa gengið á milli nemenda, beygt mig yfir borðin hjá þeim í þrjá tíma var ég alveg búin á því. Hafði mig með herkjum heim í rúm og hef haldið mig þar að mestu síðan. Er samt bara nokkuð góð í dag, fór með manninum í Bónus áðan og horfði á hann versla og bera, eftir það stóð ég úti og hélt opnum ruslapokum meðan hann rakaði lauf og tróð í pokann. Svo ætla ég að sitja og horfa á hann skúra eldhúsgólfið a eftir og elda eitthvað gott í kvöld. Stundum er gott að vera aumingi og ekki er þá verra að vera vel gift
Hafið það sem allra best í dag elskurnar mínar
Athugasemdir
Hurðu,hvar fást svona menn
Birna Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 02:27
eg fann hann nu bara a gotunni. Fyrirgefdu tad vantar islensku stafina hja mer, tolvuvesen tessa helgina!
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.10.2008 kl. 13:16
Hún bara pikkað´ann upp af götunniÞú ert greinilega vel gift kona frú Sigríður
Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 13:31
Veit tad. Eg giftist honum ekki fyrr en hann hafdi synt fleiri haefileika en ad gera vid bila, skuringar, tiltekt og matargerd komu lika sterkt inn, en tad tok hann tiu ar ad sanna agaeti sitt
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.10.2008 kl. 13:46
Þú ert ekkert kröfuhörð kona er það nokkuð ?
Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 16:32
Neibbs, hvernig dettur þér það í hug?
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.10.2008 kl. 17:07
Ha nei nei.... hjó eftir því að hann þurfti 10 ár...
Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 17:14
Það setti svolítið strik í reikninginn hversu illa honum gekk blessuðum að læra að hengja þvott upp á snúrur, hann reyndar lærði það ekkert, keypti bara þurrkara og med det samme....
Sigríður Jóhannsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:56
Þetta er greinilega merkismaðurÆttu allar að eiga einn svonaHeld þeir séu samt uppseldir
Birna Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 22:11
Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 06:21
Ætli ég hafi landað þeim síðasta?
Sigríður Jóhannsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:17
Ekki spurning mín kæra frú
Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.