Raunasaga!

Bankarnir og öll málin kringum þá þykja mér eiginlega ekki lengur fyndin hafi mér einhvern tímann þótt það. Ég sagði frá því á síðunni minni að eiginmaðurinn hafi selt mótorhjól í síðustu viku. Þar sem hann átti von á að það tæki góðan tíma að finna nýtt, lögðum við söluandvirðið inn í Sparisjóðinn og gekk það vandræðalaust og menn sko alveg tilbúnir að taka við peningunum. Óvænt fannst nýtt hjól. Minn maður skundaði í sjóðinn í dag til að taka út sömu upphæð og lögð var inn í siðustu viku, en þá varð uppi fótur og fit. Peninginn gat hann ekki fengið. Mér finnst líka ástæða til að nefna að hér er um að ræða óverulega upphæð, að minnsta kosti miðað við þær upphæðir sem maður helst sér og heyrir í fjölmiðlum þessa dagana, innan við 400 þúsund. Hann sem sagt gat ekki tekið út úr banka, sem þó er ekki kominn á hausinn, eftir því sem ég best veitAngry. Skýringar-engar frá viðskiptabankanum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað meinarðu ?Hann á ekki að fara út úr húsi hjá þeim nema að fá minnsta kosti að vita af hverjuRisaknús og fullt af brosum til ykkar beggja... það kannski hjálpar ekkert við að fá peningana en gerir vonandi eitthvað gagn samt

Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Puhh þetta er rugl

Birna Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 18:56

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Algjört rugl, en svo var þessu reyndar reddað með millifærslu sem við auðvitað áttum að gera strax, en þeim þótti ekkert mál að taka við peningum en svo þegar á að fá þá aftur snýst það við, ótrúlegt í rauninni 

Knús hjálpar alltaf og brosin líka takk fyrir það

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn mín kæra vinkona

Jónína Dúadóttir, 17.10.2008 kl. 08:06

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er hún farin á nýja hjólinu

Birna Dúadóttir, 17.10.2008 kl. 10:57

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Örugglega

Jónína Dúadóttir, 17.10.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hæ hó systur, nei ég er ekkert farin neitt, fer aldrei upp á þetta hjól, held að þetta sé drápstæki

Sigríður Jóhannsdóttir, 17.10.2008 kl. 15:38

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úbbasía

Jónína Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 08:15

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss ég hef verið að misskilja þetta,hélt að þú værir hjólandi út um allt

Birna Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 10:07

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hún hjólar alveg, en bara á sínu hjóli... flottust

Jónína Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 11:44

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já ég hjóla alveg á mínu hjóli, eiginmaðurinn er of stórtækur í þeim málum svona fyrir minn smekk. Hver hefur að gera með 130-140 hestöfl í klofinu?. Á fleygiferð á okkar góðu vegum, óvarinn?

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.10.2008 kl. 11:51

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 12:52

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það má sjálfsagt finna einhverja sérkarlasálfræðiútskýringu á þessu

Jónína Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 12:57

14 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Efast ekki um að það sé sko meira en rétt hjá þér Ninna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.10.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband