Samsæriskenningar;)

Ég hef ótrúlega lítið vit á efnahagsmálum en þau eru efst á baugi þessa dagana. Verð þó að segja að mér þykir nóg um hvað margir stökkva fram á ritvöllinn og höggva mann og annan í hvert sinn sem eitthvað nýtt gerist í þessum efnumUndecided. Ég veit að við erum af kyni víkinga en fyrr má nú aldeilis fyrr veraWoundering. Langflestir landsmenn virðast vera sérfræðingar í efnahags- og bankamálum og því er ég alveg standandi bit á hvernig komið er fyrir okkur. Er það kannske vegna þess að allir eru alltaf ósammála um allt? Allir þessir sérfræðingar rugla bjána eins og mig í ríminu, og veit ég ekki í hvorn fótinn ég á að stíga þegar ég fletti bloggsíðunum, veit ekki hverjir hafa rétt fyrir sér og hverjir ekki. Ætti því ekkert að vera að lesaWink

Þrátt fyrir að vera efnahagsmálabjáni (eða kannske vegna þess) hafa margar spurningar vaknað hjá mér og kann ég náttúrulega engin svör við þeim. Ég er nú svo vitlaus að ég veit ekki af hverju ekki má þiggja lán frá Rússum. Einhverjir segja að þeir vilji lána okkur til að eiga inni greiða. Þeir vilja flugvöll las ég einhvers staðar. Er það þá eitthvað verra en að hafa verið með Bandaríkjamenn hér í áratugi? Enginn vildi þá, en allt varð vitlaust þegar þeir fóru og þjóðin sat hnípin eftir og þóttist hafa verið stungin í bakið, svikin af „vinum“ sínum. Enn eru Natóvinir okkar að stinga okkur í bakið, einn af öðrum. Einhver sagði mér að Rússar vildu komast í kannskeolíuna okkar. Eru þeir eitthvað verri í að vinna olíu en hver annar?  Fyrir utan að þessi olía er bara kannskeolía, ekki fundin enn. Öryggisráðið sagði einhver, en erum við komin þangað inn? Þykir fólki líklegt að við munum gera það eftir að „vinir“ okkar settu á okkur hryðjuverkalög og sögðu okkur gjaldþrota? Af hverju er Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svona mikið í mun að lána með Rússum?  Eru Norðmenn að bjóða hjálp af því þeir eru vinir okkar eða býr kannske eitthvað að baki vinaþeli þeirra eins og menn telja að sé með Rússana? Hafa sem sagt allir óhreint mjöl í pokahorninu? Er þetta eitt allsherjar samsæri?

Valur seldi mótorhjólið sitt í vikunni og hefur ekki enn fundið sér annað. Af því að hjarta okkar slær með þjóðinni fórum við og lögðum inn á sama tíma og aðrir tóku út. Tounge Er að velta því fyrir mér hvort við hefðum átt að kaupa dósamat fyrir peninginn?Woundering

Hafið það gott um helgina og munið að lífið heldur áfram, verum bara þakklát fyrir að ekki er búið að leggja landbúnaðinn af og enn er hægt að veiða fiskJoyful.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tek undir með þér Sigga mín, skil ekkert og veit ennþá minna

Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Æi, gott að eiga þjáningarsystur

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hver á líka að skilja þetta endemis bull og þennan hrærigraut.Eitt sem ég skil ekki í viðbót við þetta allt saman.Af hverju keyptuð þið ykkur ekki dósamat

Birna Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 17:37

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég ætla að standa og falla með bönkunum og íslenska efnahagskerfinu. Þess vegna keypti ég ekki dósamat, kaupi hann þegar von er á kjarnorkustyrjöld, flyt í pottinn (á nebblega ekkert virki), set lokið yfir og borða dósamat

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband