Þjóðarskútan á leið í strand, eða er hún kannske strönduð?

Ég hef bara setið hjá í æðinu sem gripið hefur landsmenn, enda á ég lítið annað en sjálfa mig og einhverjar skuldir í ÍbúðalánasjóðiWink. Ég nenni heldur ekki að fara út í Bónus með látum og kaupa mér hveiti, sem ég nota mjög lítið af, á 99 kr bara af því það mun kosta 129 kr á morgun, ég verð líklega aðeins fátækari fyrir vikið en það verður bara að hafa þaðWhistling, neyðin kennir þessari nöktu konu ekkert, heldur er letin ein við völd í hennar beinum. Ég nenni heldur ekkert að vera að rífa mig hér yfir ástandinu, hef auðvitað skoðun en ætla ekki eins og áður sagði að eyða kröftum eða hækka blóðþrýsting á því að  láta hana í ljósi. Enda er alveg sama hvað landsmenn rembast eins og rjúpur við staurinn, það breytir voða litluWoundering Fékk þetta sent í pósti í dag og læt það duga um þessi málefni. Einhver óþekktur hefur lamið þessu saman og gerir bara þokkalega held ég bara svo langt sem mitt vit nær í bragfræðum.

Þjóðnýting

Á lítilli eyju við heimsskautahjara
býr heimakær, vansvefta, auðtrúa þjóð.
Hún leit upp til ráðsmanna loðinna svara
sem loforðum öfugt í kok hennar tróð.

Þeir níddust á trausti og trúgirni okkar
– táldrógu sannlega helvítis til.
Og allt sem þeir gerðu, þeir gordrullusokkar
gerðu þeir flottræflum sínum í vil.

En frelsið er háðara boðum og bönnum
en bláeygðir frjálshugar ímynda sér.
Þjóð mín var notuð af nýríkum mönnum
og nauðgað af útrásarvíkingaher.

(Höfundur ókunnur, allavega mér)

...og hana nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm

Birna Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úbbasía... dýrt kveðið

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já og á honum má sjá (það er að segja dýra kveðskapnum) að þetta er ekki eftir mig

Sigríður Jóhannsdóttir, 8.10.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ertu ekki talandi skáld-kona

Birna Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Föðurafi minn var talandi skáld og þessi skratti rann upp úr honum (hraðar en lygin í Davíð Oddssyni), en ég erfði þann hæfileika ekki

Sigríður Jóhannsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:24

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bros og knús í þitt hús

Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 21:38

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sömuleiðis ljúfan

Sigríður Jóhannsdóttir, 8.10.2008 kl. 21:51

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn kæra vinkona, vona að þú eigir dásamlega helgi og að ykkur líði sem best og helst betur en það

Jónína Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Góðan dag Ninna mín og ég óska þér og þínum einnig góðrar helgar, sjáumst hressar mín kæra

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:00

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Frelsið er yndislegt,ég geri það sem ég vil.Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera tilGóða helgi

Birna Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 12:41

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Tíhííí, einhverjir fengu nú samt of mikið yndislegt frelsi. Góða helgi Birna mín og passaðu þig á iðnaðarmönnunum, er sá pólski ekki farinn?

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 13:31

13 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sá pólski farinn,bara töluð íslenska hérna þessa dagana

Birna Dúadóttir, 11.10.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband