Seðlabankinn var það heillin, eða var það ráðherrastóll!

Ég væri alveg til í að vera Seðlabankastjóri eða forsætisráðherra. Þau störf krefjast ekki nokkurra hæfileika, bara koma af og til fram í fjölmiðlum og segja frekar pirraður/uð: „Hættið að tala, hættið að gagnrýna, ég svara þessu ekki, þetta lagast einhvern tímann“! Þvílíkar mannvitsbrekkur! Svona er landinu og Seðlabanka Íslands stjórnað. Eina ráðið sem menn virðast hafa er að bíða og sjá til þar sem þetta mun lagast. Í góðærinu stundaði Davíð þessa taktík og þá dugði hún alveg vegna þess að af sjálfu sér gekk allt vel. Og þetta mun auðvitað lagast, en hvenær? Það má alveg eins hafa kerlingu eins og mig á kennaralaunum í Seðlabanka eða ráðherrastóli eins og þessa menn sem þar eru ef þeir kunna ekki önnur ráðWhistling.

Fyrir utan þessa martröð varðandi Seðlabanka og ríkisstjórn líður mér vel. Ekkert er nú farið að bera á matarskorti á þessu heimili, allir feitir og pattaralegir ennþá. Við fitum kettina og erum að hugsa um að fá okkur kindur í skúrinn svo við drepumst nú ekki í voðanum sem framundan erTounge.

Hafið það svo sem allra best um helginaHeart og munið að borða vel bæði feitt ket og feitan fisk, aldrei að vita hvað fæst í Bónus á morgunWoundering. Yfir og út í bili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn mín kæraMér líst vel á þig í ráðherra eða bankastjórastól, þú hefur miklu meiri skynsemi í öðrum litla puttanum, heldur en þessar mannvitsbrekkur eru með í heilanum... Þú ert nefnilega með báða fætur á jörðinni og í eðlilegum tengslum við raunveruleikann

Jónína Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 07:06

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Góðan daginn hagsýna húsmóðir.

Sigríður Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þegar þú ert orðin bankastjóri og eða ráðherra,þá sæki ég um vinnu hjá þér

Birna Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 09:36

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þegar þar að kemur vantar sannarlega starfsmenn, ég rek alla sem þar eru fyrir

Sigríður Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 10:12

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 10:19

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úbbasía, þá er nú gott að vinna ekki í banka eða hjá ríkinu

Jónína Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Held svei mér þá að þetta hljómi eins og hjá Marteini nokkrum Mosdal, bara reka alla og ríkisvæða draslið, „Bara einn banki! Ríkisbanki“! Tíhííí!

Sigríður Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 11:21

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góð

Birna Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 13:02

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband