1.10.2008 | 21:40
Sláturtíð!
Það hefur heldur betur kólnað í vikunni. Slyddar aðeins meira að segja og þar sem ekki er enn kominn nagladekkjatíð er ástandið stundum varasamt á morgnana og ekki segja mér að ég eigi ekki að nota nagla á vetrum því það þýðir ekkert. Ég vil ekki sjá annað eftir að hafa einu sinni keypt rándýr harðkúlueitthvaðdrasl undir bílinn. Drossían var eins og ofvaxin skautadrottning á götum bæjarins. Lét mig samt hafa það að dansa listdans einn vetur en keypti nagladekk haustið eftir og með það sama gufaði skautadrottningin upp.
Vikan liðið eins og aðrar vikur, vinna, át og svefn. Nóg að gera, unnið frameftir kvöldi flesta daga. Eins og fyrri daginn þá flýgur líka tíminn og þegar farið er að hvítna í kring þá óneitanlega fer maður að hugsa til besta tíma ársins, jólanna (of snemmt segja líklega einhverjir). Yndislegur tími og ótrúlega stutt í hann. Ég hlakka til
Vonandi hefur dagurinn verið ykkur öllum ánægjulegur, þrátt fyrir að krónan falli sem aldrei fyrr. Reynum að líta björtum augum fram á veginn, barlómur er ekki til neins, tími hinnar hagsýnu húsmóður líklega að renna upp á ný með sláturgerð, steiktum hjörtum og lifur. Yfir og út í bili!
Athugasemdir
Já, takk mín kæra. Engan barlóm hér!
Þetta er sko rétti andinn, slátur og svið
Ég hefði viljað sjá þig í listdansinum á drossíunni
Hóffa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:43
Við glottum bara á meðan krónan er í frjálsu falli,það eina sem hægt er að gera í stöðunni
Birna Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 22:55
Ég tek slátur á laugardaginn, hefur að vísu ekkert með krónukreppur að gera, ég er bara svona framúrskarandiskelfilegamikilfyrirmyndarhúsmóðirSjáumst á morgun Sigga mín Og Hóffa líka
Jónína Dúadóttir, 2.10.2008 kl. 09:38
Hóffa mín, þýðir ekkert að vera að væla, bara setja í herðarnar og ryðjast gegn straumnum eins og sönnum Grenvíkingi sæmir. Listdansinn á drossíunni var nú stundum skemmtilegur en ekki alltaf
Birna mín, við gerum ekkert svo mikið er víst, ekki berum við ábyrgð á fallinu og sem betur fer hafði ég vit á að gera ekkert hér í húsinu nema eiga fyrir því svo ekkert erlent lán í gangi
Ninna mín, því miður kemst ég ekki á morgun. Er að fara í annað afmæli út á Grenivík, mamma bauð þar sem Grenilundur er 10 ára, en máske ég líti á þig í slátrinu á laugardag, bara svona taka út framúrskarandiskelfilegamiklufyrirmyndarhúsmóðurina
Sigríður Jóhannsdóttir, 2.10.2008 kl. 18:59
Komdu endilega á laugardaginn
Jónína Dúadóttir, 2.10.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.