Tilbreytingarleysi?

Svei mér ef ég held ég geti ekki drepist í tilbreytingarleysiSick. Alltaf sömu andlitin fyrir framan mig, tveir kettir og ágætur maður, get ekki sagt að ég sjái þennan í kjallaranum svo oft, þegar ég sé hann er það tilbreytingLoL. Líður reyndar ágætlega í þessu ástandi, að minnsta kosti svo ágætlega að ég nenni ekki að gera neitt til að breyta því.  Fer mesta lagi út á smá göngu eða út í einhverja búð til að kaupa eitthvað að eta, kreppan setur hömlur á verslunarvalið, ekkert Glerártorg eða Hagkaup eða Blómaval eða Byko eða nokkuð annað en BónusWhistling. Það er  meira að segja svo stutt í Bónus að það að fara þangað telst ekki til tilbreytingaTounge. Ég vakti reyndar frameftir í gær, sem er tilbreyting þegar kemur að mér, var samt ekki á dansiballi eins og ein góð vinkona mín, var bara heima og horfði á sjónvarp sem er líka tilbreyting hjá mér þar sem ég sef oftast yfir því. Komst reyndar að því að stöðvarnar bjóða ekki upp á neitt skemmtilegt á laugardagskvöldum eða sunnudagsnóttum, King Kong og eitthvað þaðan af verraWink. Horfði samtJoyful, held ég verði að fara að púsla eins og sumirWhistling. En hvað er ég að kvarta, ég á yndislegan mann og son og tvo ketti, fyrir utan það að eiga ofan í mig og á. Hversdagurinn getur bara stundum verið tilbreytingarlaus, er það ekki?

Hafið það gott í dag elskurnar mínar og farið varlega í umferðinniHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er sem betur fer ekki banvænt mín elskulegÞér er svooooo velkomið að droppa hingað í kaffi og spjall hvenær sem þér sýnistOg þá get ég lánað þér eitthvað af pússlunum mínum í leiðinni

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 12:20

2 identicon

Hún lést úr tilbreytingarleysi væri öðruvísi grafskrift
En auðvitað er hversdagurinn stundum tilbreytingarlaus. Við hljótum öll að finna fyrir því en verðum að passa okkur að festast ekki í tilbreytingarleysinu.  
-Þá er að rífa sig upp á rassg..... og skella sér í nýtt áhugamál. Föndra, mála, safna frímerkjum, sund, leikfimi nú eða púsla.

Hóffa (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Elskurnar mínar, púsl er nefnilega svona alltáriðumkring áhugamál svo kannske ég skelli mér í það. Ég get nefnilega ekki keyrt mótorhjól alltaf og svo er svo mikið mál að klæða sig á fákana að maður nennir því ekki svona fyrir stutta túra, golfið, já það er ekki gaman að spila það nema í mjög góðu veðri, þannig að ég sé ekki fram á annað en að verða að koma mér upp einhverju nýju áhugamáli. Púsl passar í það. Takk fyrir heimboðið Ninna mín, varaðu þig nú, aldrei að vita nema ég þekkist það fljótlega

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.9.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skelf á beinunum... eða bara alls ekkiEkki að vinna kvöldvinnu næstu viku, svo ég er mest heima eftir 3 á daginn

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Lít á þig einhvern daginn í vikunni, er sjálf alltaf til fjögur svo það verður eftir þrjú

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:40

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 22:10

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er til fullt af áhugamálum heillin.Þú getur td rifið og brotið og bramlað og skemmt  tætt og... heima hjá þérÞetta er alveg að gera sig sem hobby hjá mér

Birna Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 00:28

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 09:49

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Veistu Birna mín, það er einmitt það sem ég hef verið að gera bæði inni og úti síðustu ár, en nú er ég annað hvort búin í bili eða hef ekki efni á því sem eftir er, allt eftir því hvernig maður vill hafa hlutina. Þetta brot og braml hefur nebblega verið áhugamál mitt síðustu ár auk þess að moka og djöflast úti, nú er bara níktoníadóma (enginn heima, ekkert að gera, hehe)

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.9.2008 kl. 16:33

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er það þá ekki bara 5000 kubba púslið

Birna Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 20:21

12 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Á Ninna ekkert minna að lána? Ekki viss um að ég ráði við 5000 kubba svona í fyrstu atrenu

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:27

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín, Birna er bara að gabba þig... ég á engin 5000 kubbaÉg á bara 1000 kubba púsl og þau eru ekkert mál, bara smá þolinmæði og svo aðeins meiri þolinmæði og borð sem má leggja undir það í einhverja daga

Jónína Dúadóttir, 29.9.2008 kl. 21:55

14 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég var við það að fá kvíðakast. Lít á þig í vikunni vinkona

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:59

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hlakka til að sjá þig mín kæra, er bara að vinna smá kvöldvinnu á fimmtudagskvöldið... annars heima

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband