Og þannig er það!

Nenni ekki að skrifa neitt um lífið og tilveruna hér hjá okkur, set bara þennan brandara inn sem Svava frænka mín sendi mér rétt í þessu. 

Á salernisaðstöðu á fínum veitingastað standa viðskiptafræðingur, lögfræðingur og bóndi hlið við hlið og nota pissuskálarnar.

Viðskiptafræðingurinn lýkur sér af, rennir upp buxnaklaufinni og tekur til við að þvo sér um hendurnar, eða bókstaflega skrúbba þær, alveg upp að olnbogum. Notaði hann síðan um það bil 20 bréf til að þurrka sér. Hann snýr sér að hinum og segir: „Ég gekk í Harvard, þar kenndu þeir okkur að vera hreinlegir.“

Lögfræðingurinn kláraði og bleytti fingurgómana, greip eitt bréf og sagði: „Ég lærði í Princeton, þar kenndu þeir okkur að vera umhverfisvænir.“

Bóndinn renndi upp og á leiðinni út segir hann: „Ég lærði á Hvanneyri, þar var okkur kennt að míga ekki á hendurnar á okkur.“

Og munið svo að míga ekki utan í neinn. Góða helgi elskurnar mínar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góður

Birna Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

GóðurÉg skal reyna að míga ekki utan í neinn

Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 08:01

4 Smámynd: Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Þessi var aldeilis frábær .

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 27.9.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Gott þú ætlar ekkert að gera það Ninna mín, ætla þér reyndar ekkert svoleiðis.

Guðrún Hafdís: Sammála

Sigríður Jóhannsdóttir, 27.9.2008 kl. 19:38

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 09:21

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er hún týnd

Birna Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 10:10

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Góðan dag Ninna mín 

Birna mín: Ég er ekki týnd að minnsta kosti ekki líkamlega bara svolítið löt, vakti frameftir og svaf því frameftir

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.9.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband